22.11.2008 | 00:12
Öskurapi í útvarpi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2008 | 10:18
Símtal frá Alþjóðlegum Spillingar-Mælingum (þýtt)
Ísland: "Skrifstofa Íslands góðan dag."
A.S.M: "Góðan daginn. Ég hringi frá Alþjóðlegu Spillingar- Mælingastofnuninni til að mæla hversu mikil spilling er á Íslandi og mig vantar hina árlegu skýrslu frá ykkur."
Ísland: "Já ekkert mál, bíddu ég er að leita að þessu hérna."
A.S.M: "Einmitt, heyrðu gætirðu kannski sent skýrsluna til okkar í tölvupósti, sendu á netfangið...."
Ísland: "Bíddu, ég er með þetta hérna, þetta er nú svo lítið að það tekur því varla að senda autt blað, ekkert sem við höfum skráð núna í nokkur ár. Bara eitt skráð tilfelli hérna fyrir nokkrum árum, þarna þegar þingmaðurinn úr Eyjum stal nokkrum hellum og einhverju smádrasli og lét skrifa í BYKO og var settur á Kvíabryggju, vorum búnir að tilkynna það sko."
A.S.M: "Nú það var gott að heyra. Jæja ég set ykkur þá neðst á spillingarlistann. Þið standið ykkur vel."
Ísland: "Já takk fyrir það. Bless bless."
A.S.M: "Bless."
11.11.2008 | 20:26
Aura-apar
Peningar og fjármál var það sem öllu skipti á Hannesar-árunum svokölluðu. (síðustu 4-5 ár þegar allir vildu vera jafn ríkir og flottir og Hannes Smárason) Efnishyggjan var allsráðandi og margur maðurinn missti sig í neyslunni. Já fólk er undarlegt. Það vinnur hörðum höndum til að verða ríkt og eignast allt, en segir okkur jafnframt að peningar séu rót alls ills. Við íslendingar vorum sífellt að kaupa hluti sem við þurftum ekki, fyrir peninga sem við áttum ekki, til að ganga í augun á fólki sem við þekktum ekki. En peningar afla víst ekki vina, þeir taka þá bara á leigu um stund.
Heil þjóð varð af aurum apar en því miður eru peningar eina valdið sem allt mannkyn beygir sig fyrir. Við erum jú af öpum komin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 23:44
Dónaskapur í bíóhúsum
Maður fer í bíó og borgar 1000 kall fyrir miðann. Það er nú alveg slatti. Samt er ekkert garantí fyrir því að maður fái gott sæti í salnum. En það er alveg garanterað að í hvert skipti þarf maður að eyða slatta af tíma sínum í að horfa á auglýsingar og bíótreilera á undan myndinni, stundum í allt að korter inn í auglýstan sýningartíma.
Ég vil ekki borga mig inn á bíó til þess að láta dæla yfir mig auglýsingum, ég get horft á þær frítt á Skjá Einum í lange baner ef ég vil, en ekki rándýru í bíói takk fyrir. Hvar eru Neytendasamtökin? Jújú, nú segir einhver að sjónvarpsstöðvar sem við borgum fyrir séu með auglýsingar líka en það kostar ekki 1000 kall að horfa á eina mynd þar og í bíó geturðu heldur ekki skipt um stöð á meðan þessu er dembt yfir mann.
Réttlætingin fyrir þessu er sú að bíóið verði að gera þetta til að halda miðaverði niðri. En staðreyndin er sú að þetta er einungis gert til að hámarka gróða og traðka á okkur neytendum um leið. Þetta er alveg óþolandi enda fer ég sjaldnar og sjaldnar í bíó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2008 | 19:46
Breytingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 08:21
Viðtal við forseta
3.11.2008 | 18:20
Bréf til Dómsmálaráðherra
Sæll Bjössi Willis. Á undanförnum árum hefur þú verið duglegur að efla varnir Íslands með því að stækka og efla sérsveitir lögreglu og landhelgisgæslu. Við höfum tekið þátt í heræfingum, sent friðargæsluliða til Írak og Afganistan og ýmislegt fleira sem getur stuðlað að því að verja landið okkar fyrir hryðjuverkamönnum og öðrum illmennum. Óvinir Íslands leynast víða og margir vilja okkur illt, að minnsta kosti s.l. mánuð. Held sko að loksins upp á síðkastið sé ég búinn að fatta hverjir hinir raunverulegu óvinir landsins eru.
Óvinirnir eru nefnilega við sjálf hér í landinu. Hér hafa hryðjuverkamenn í jakkafötum vaðið uppi og rústað efnahag landsins óáreittir, og sveitir Fjármálaeftirlitsins virtust ekki hafa hugmynd um hvað þessir dónar voru að bralla. Verst að þínir sérsveitamenn skyldu ekki hafa getað aðstoðað þá við að uppræta glæponana meðan þeir unnu hryðjuverk árum saman. Það hefði kannski bara verið sniðugara ef sérsveitarmennirnir þínir hefðu verið í jakkafötum, með aðsetur í Fjármálaeftirlitinu og kröftum og peningum þeirra eytt í að berjast gegn þessum hvítflibba-óþjóðalýð í bönkunum sem hefur terroriserað landið svoleiðis að það er sviðin jörðin eftir þá.
Fjármálaglæponar og bankaræningjar í jakkafötum eru nefnilega ekkert skárri en bófarnir sem mæta í útibú bankanna með klúta fyrir andlitinu og öskra á gjaldkerann að koma með peningana. Fjármálaglæponarnir eru reyndar töluvert stórtækari og taka peningana með miklu hljóðlátari hætti, peningana mína og þína, og þeir fá aldrei að fara á Hraunið fyrir eitt né neitt.
Bjössi minn, þú kannski nefnir þetta þegar þú ferð næst á fund með kollegum þínum í stjórninni, ef það skyldi nú verða haldinn annar fundur í æðstaráðinu.
Yðar einlægur, Freimóður Rammi, skattborgari á köldum klaka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2008 | 09:01
Hugsum lengra!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 18:24
Um fagleg vinnubrögð stjórnvalda
Nokkrir athygliverðir punktar hafa komið fram í fjölmiðlum að undanförnu:
Geir Haarde var spurður að því í sjónvarpsviðtali hvort hann teldi að ráðning Davíðs á sínum tíma í Seðlabankann hafi verið fagleg. Hann svaraði: "Já hún var fagleg, ég réði hann". Þannig starfa valdaklíkur einmitt. Þú ræður mig og ég ræð þig. Þeim finnst þetta sem sagt vera faglegt. Að ráða mann sem aldrei hefur unnið í banka eða fjármálastofnun til að stýra þessari gríðarlega mikilvægu stofnun, bara af því að nú er komið að ákveðnum flokki í röðinni að pota sínum gullkálfi að kjötkötlunum. Sama má segja um nánast allt bankaráðið, vinir og velgjörðamenn aðal bankastjórans í meirihluta í ráðinu, sitja þar á fundum og drekka kaffi og borða flott bakkelsi á dúndurlaunum og hlusta á kónginn upphefja sjálfan sig og segja brandara, endurunna úr Útvarp Matthildi.
Í viðtali við einn fjölmiðilinn segir mjög virtur bandarískur hagfræðingur um ástandið: "Landinu ykkar hefur verið stjórnað af flónum" Þetta getur ekki orðið mikið skýrara. Menn hlustuðu ekki á viðvaranir, þeir voru of klárir og það voru svo "myndarlegar" upphæðir að streyma í ríkissjóð frá snillingum í ofvöxnum bönkum. Í upphafi einkavæðingar og frjálshyggjuæðis var hér blóðhundum sleppt lausum, en sáralitlar girðingar settar upp. Svo ætluðust stjórnvöld bara til að blóðhundarnir höguðu sér vel og treystu þeim. Þeir óðu svo um allt og stukku yfir flestar girðingarnar og fljótlega kom það stjórnvöldu líka á óvart að sumir auðmenn í landinu fóru að verða of ríkir og valdamiklir og hlýddu ekki stjórnvöldum. Þeir hinir sömu fengu líka milljarða málaferli að launum frá fokvondu Bláu höndinni á kostnað skattgreiðenda.
Sænskur hagfræðingur sagði um daginn að "kapítalisminn hefði tekinn út í ystu öfgar á Íslandi", ekki einu sinni Bandaríkjunum sjálfum hefði nokkurn tímann dottið í hug að ganga svona langt. Flumbrugangur, fljótfærni og ákafi við að hleypa þessum frjálshyggjudraumi af stokkunum var framkvæmdur af flónum og öfgamönnum sem klöppuðu hver öðrum á bakið og sungu útrásarsöngva með Útvarp Matthildi skrúfaða í botn.
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 16:52
Fésbók punktur.komm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 19:45
Björgólfur ekki viss hvort hann er blankur
25.10.2008 | 11:16
Er árið 1975?
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að maður gæti haldið að það sé árið 1975.
1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður
6. Fjármálaráðherra heitir Mathiesen
7. Seðlabankastjóri heitir Davíð
Og til að bæta gráu ofan svart þá er nýjasta pick-up línan:
"Sæl, ég er ríkisstarfsmaður"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 13:54
Tvífarar vikunnar
20.10.2008 | 17:54
Frétt frá 1936
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar