Leita í fréttum mbl.is

Bréf til Dómsmálaráðherra

Sæll Bjössi Willis.  Á undanförnum árum hefur þú verið duglegur að efla varnir Íslands með því að stækka og efla sérsveitir lögreglu og landhelgisgæslu. Við höfum tekið þátt í heræfingum, sent friðargæsluliða til Írak og Afganistan og ýmislegt fleira sem getur stuðlað að því að verja landið okkar fyrir hryðjuverkamönnum og öðrum illmennum. Óvinir Íslands leynast víða og margir vilja okkur illt, að minnsta kosti s.l. mánuð. Held sko að loksins upp á síðkastið sé ég búinn að fatta hverjir hinir raunverulegu óvinir landsins eru.

Óvinirnir eru nefnilega við sjálf hér í landinu. Hér hafa hryðjuverkamenn í jakkafötum vaðið uppi og rústað efnahag landsins óáreittir, og sveitir Fjármálaeftirlitsins virtust ekki hafa hugmynd um hvað þessir dónar voru að bralla. Verst að þínir sérsveitamenn skyldu ekki hafa getað aðstoðað þá við að uppræta glæponana meðan þeir unnu hryðjuverk árum saman. Það hefði kannski bara verið sniðugara ef sérsveitarmennirnir þínir hefðu verið í jakkafötum, með aðsetur í Fjármálaeftirlitinu og kröftum og peningum þeirra eytt í að berjast gegn þessum hvítflibba-óþjóðalýð í bönkunum sem hefur terroriserað landið svoleiðis að það er sviðin jörðin eftir þá.

Fjármálaglæponar og bankaræningjar í jakkafötum eru nefnilega ekkert skárri en bófarnir sem mæta í útibú bankanna með klúta fyrir andlitinu og öskra á gjaldkerann að koma með peningana. Fjármálaglæponarnir eru reyndar töluvert stórtækari og taka peningana með miklu hljóðlátari hætti, peningana mína og þína, og þeir fá aldrei að fara á Hraunið fyrir eitt né neitt.

Bjössi minn, þú kannski nefnir þetta þegar þú ferð næst á fund með kollegum þínum í stjórninni, ef það skyldi nú verða haldinn annar fundur í æðstaráðinu.

Yðar einlægur, Freimóður Rammi, skattborgari á köldum klaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ekki gleyma þeim sem settu reglurnar og áttu að fylgjast með, stjórnmálamönnunum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.11.2008 kl. 07:26

2 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Búinn að skrifa um það margsinnis...

Guðmundur Bergkvist, 5.11.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 51336

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband