Leita í fréttum mbl.is

Dónaskapur í bíóhúsum

Maður fer í bíó og borgar 1000 kall fyrir miðann. Það er nú alveg slatti. Samt er ekkert garantí fyrir því að maður fái gott sæti í salnum. En það er alveg garanterað að í hvert skipti þarf maður að eyða slatta af tíma sínum í að horfa á auglýsingar og bíótreilera á undan myndinni, stundum í allt að korter inn í auglýstan sýningartíma.

Ég vil ekki borga mig inn á bíó til þess að láta dæla yfir mig auglýsingum, ég get horft á þær frítt á Skjá Einum í lange baner ef ég vil, en ekki rándýru í bíói takk fyrir. Hvar eru Neytendasamtökin? Jújú, nú segir einhver að sjónvarpsstöðvar sem við borgum fyrir séu með auglýsingar líka en það kostar ekki 1000 kall að horfa á eina mynd þar og í bíó geturðu heldur ekki skipt um stöð á meðan þessu er dembt yfir mann.

Réttlætingin fyrir þessu er sú að bíóið verði að gera þetta til að halda miðaverði niðri. En staðreyndin er sú að þetta er einungis gert til að hámarka gróða og traðka á okkur neytendum um leið. Þetta er alveg óþolandi enda fer ég sjaldnar og sjaldnar í bíó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Mér finnast sýnishornin í lagi, en auglýsingarnar leiðinlegar.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.11.2008 kl. 06:32

2 identicon

Mesti dónaskapurinn felst samt í að myndirnar byrja oftast 15mín of seint. Þess utan skil ég ekki hvers vegna er gert hlé í bíóum, nema þá til að selja lýðnum sælgæti

Albert (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 08:09

3 identicon

Farðu í Regnbogann þar sem miðinn kostar 650 krónur.  Kjósa með veskinu.

Einsi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Ég sagði það, þetta drasl fer oft korter inn í auglýstan sýningartíma. Hlé í bíó er gömul arfleifð frá þeim tíma þegar það tók smá stund að skipta um filmur í gömlu sýningarvélunum en það er hefur ekkert verið afnumið til að geta hámarkað gróðann enn meir. Hlé í bíó þekkist varla erlendis.

Guðmundur Bergkvist, 11.11.2008 kl. 14:09

5 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Er eitthvað minna af auglýsingum og treilerum í Regnboganum?

Guðmundur Bergkvist, 11.11.2008 kl. 14:11

6 identicon

Hvaða væl er þetta Beggi. Mér finnst þetta bara stemmari, sjá nýjustu treilerana og sjóðheitar slideshow auglýsingar frá sólbaðsstofum og pissupásan er möst. Hef farið í bíó í þó nokkrum löndum og hvergi hlé nema þá að mig minnir í DK. Þar sem myndir nú til dags er varla undir tveimur tímum finnst mér fínt að fá pásu í miðjunni.

Danni (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 51375

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband