1.3.2008 | 19:18
Gamla myndin
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2008 | 18:07
Að keppa
Það er alltaf verið að keppa í einhverju, og nú síðast í söngvakeppni. Svo verður bráðum keppt í Fyndnasti maður Íslands og svo er það Fegurðardrottning Íslands og fleira og fleira. Síðan er sigurvegaranum alltaf fagnað sem þjóðhetju. Reyndar fylgir fegurðarsamkeppnum eilíft nöldur, þær eru kallaðar gripasýningar o.s.frv. En er hægt að keppa í fegurð, og er hægt að keppa í fyndni???
Ég hef verið velta nokkru fyrir mér. Allir hafa komið í partý þar sem fullt er af fólki. Maður tekur yfirleitt eftir þvi að þeir sem fá alla athyglina eru fallega fólkið og svo trúðarnir... (s.s. þeir sem eru fyndnir). Það hlýtur þá að vera einhverskonar skali þar sem fegurð er á einum endanum og fyndni á hinum. Ef þú ert fyndna megin á skalanum þá ertu örugglega ekki fallegur. Ef einhver myndi taka þátt í Fyndnasti maður Íslands og næði langt hlýtur það að segja sig sjálft að sú manneskja er ljót. Sá sem er ljótastur hlýtur því að vera fyndnastur.
Niðurstaða: Keppnin um fyndnasta mann íslands er í rauninni keppni um ljótasta mann Íslands. Bölvaðar gripasýningar eru þetta, eintóm freakshow í gangi alltaf.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2008 | 12:53
Dregið í UST-lottóinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.2.2008 | 11:16
Ráð-herra
Þetta orð hefur vafist fyrir mörgum að undanförnu og ekki virðist vera neitt annað betra orð í sjónmáli, eða hvað? Orðið Minister gengur ekki alveg á Íslandi þótt aðrar Norðurlandaþjóðir hiki ekki við að lepja slík orð beint upp úr enskunni. Nýlega hitti ég mann sem sagði að Ingibjörg Sólrún væri Ráð-herfa. En Geir Haarde er þá líklega bara Ráð-þrota. Ætli Bjössi Bjarna vilji ekki helst af öllu vera kallaður Stríðs-herra og Árni Matt gæti þá kallast Ráð-ningaherra. Björgvin G. er auðvitað ekkert annað en Ráð-Evra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 13:05
Starfsmaður mánaðarins
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2008 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2008 | 22:43
Karlmenn og samskipti
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 22:39
Samsæri
Nei nú er nóg komið af skepnuskapnum gegn borgarstjóranum. Það er ekki nóg með að Spaugstofan sé að hamast í vesalings Ólafi F. og setja á svið heilu geðveikraþættina, nú eru komnir 2 þættir í röð. Dagskrárstjóri Sjónvarpsins baðst sko ekki afsökunar á aðförinni gegn Ólafi, heldur tók til óspilltra málanna í samsærinu gegn nýja borgarstjóranum og raunar borgarstjórninni allri. Í liðinni viku skellti hann á dagskrá íslensku kvikmyndinni Englar alheimsins sem fjallar um klikkaða gaura í Reykjavík sem eru gúggú og ga ga, bimmilimm og bomm bomm og bjóða sjálfum sér upp á flottustu veitingarnar. Þetta getur ekki verið tilviljun því að í næstu viku verður hann svo með Gaukshreiðrið á dagskrá og Guð má vita hvað kemur næst. Er ekki meijor Ólafur F. búinn að þola nóg, sjálft Sjónvarp allra landsmanna að snúa hnífnum í sárinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 17:22
Grimms ævintýri árið 3420
Einu sinni var undarlegt lítið land langt úti í rassgati sem stærstur hluti íbúa heimsins vissi ekki að væri til. Þegnar litla landsins þurftu að búa við svakalegasta okur sem fyrirfannst í öllum heiminum, en ráðamenn landsins voru svo heillaðir af bankasnillingum og bissness-spekúlöntum landsins að þeir leyfðu þeim að setja sínar eigin reglur því að þá kæmi svo mikið af auðæfum í ríkiskassann í staðinn, því þeir voru svo duglegir að græða. Í kassann hlóðst svo upp furðulegi gjaldmiðillinn sem landið notaði og vaxtasérfræðingar frá öðrum löndum ráðlögðu þeim að borga ekki upp meiri erlendar skuldir að svo stöddu. Þegnar landsins voru að drukkna í yfirdráttarlánum á okurvöxtum og allskonar neysluskuldum.
Samt héldu ráðamenn litla landsins áfram að segja þegnunum að það væru ekki til peningar í kassanum til að reka spítalana og heilsugæsluna í landinu. Ekki væru til peningar til að annast gamla fólkið og ekki mikill til aur til að laga dauðaslysagildruvegina í kringum höfuðborgina þeirra. Embættismennn þögðu flestir þunnu hljóði. Á þeim tíma hörðu ráðamennirnir nýlokið við að selja velþóknandi vinum sínum fyrirtæki í eigu ríkisins á tombóluprís. Undruðust þó margir þegnanna að í eyðifjörðum og fáförnum dölum landsins höfðu ráðamenn efni á að grafa rándýr göng og byggja risa mannvirki sem innflutt vinnuafl og fyrirtæki höfðu mestan hag af. En það gerðu þeir að miklu leyti til að halda uppi vinsældum hjá þingmönnum fámennu svæðanna svo að landsstjórnin héldi velli í kosningum, það var mikilvægast af öllu.
Landsstjórnin hafði líka mikinn áhuga á því að byggja allskonar fokdýr sendiráð og skrifstofur út um allan heim til að geta verðlaunað gæðinga sína sem höfðu gert vel fyrir flokkana sem þeir komu úr. Sumir ráðamennirnir réðu sig svo sjálfir í enn betri störf í flottum byggingum og hækkuðu sumir eigin laun og eftirlaun upp á eigin spýtur og létu vini sína ráða syni sína í flottar stöður.
Í kringum litla landið var mikið af gjöfulum fiskimiðum sem þegnarnir höfðu lifað á um aldir. Svo kom að því einn daginn að landsstjórnin tók upp á því að gefa þeim bara fiskinn, en aðeins þeim sem áttu báta og skip á sama tíma. Eftir það gátu þeir hinir sömu selt syndandi fiska á svimandi upphæðir og braskað með þá að vild, og högnuðust sumir ógurlega og voru kallaðir kóngar en hinir sem ekkert fengu tóku að lepja dauðann úr skel.
En eitt það undarlegasta við allt þetta ástand í landinu litla var að einhver stofnun utan úr hinum stóra heimi reiknaði út reglulega að lítil sem engin spilling fyrirfyndist í þar. Enginn veit hverju sú stofnun fór eftir í útreikningum sínum, en upplýsingarnar sem þeir unnu eftir komu líklega frá yfirvöldum sjálfum í litla landinu, sem hélt þó alltaf að væri stórveldi í hverju sem það tók sér fyrir hendur. Á endanum sökk landið í skuldafen og hvarf og hópur fornleifafræðinga sem fundu Atlantis hafa leitað þess lengi án árangurs.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2008 | 11:38
Starfsviðtal
Starfsmannastjórinn horfði á hann í smá stund og sagði svo: "Hvernig líst þér á 2.500.000 á mánuði, 2 mánaða sumarleyfi á fullu kaupi, 21% mótframlag í séreignarsjóð, nýjan LEXUS til ótakmarkaðra afnota og húshjálp til að þrífa heimilið?" Jóhann varð orðlaus. Þetta var miklu meira en hann hafði þorað að vona. Að lokum sagði hann í mikilli sigurvímu: "Þú hlýtur að vera að grínast!" Starfsmannastjórinn svaraði að bragði: "Já - en þú byrjaðir....."
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 10:17
Klósettþróunarkenningin
Fyrir langa löngu þegar fólk bjó í torfkofum og hólum á Íslandi hafði það ekki fyrir því að fara út undir bert loft til að gera þarfir sínar heldur skitu sumir og migu innandyra á meðan stórviðrið hamaðist úti. Seinna meir urðum við örlítið gáfaðari og grófum holu fyrir utan kofann okkar og smíðuðum lítinn skáp yfir og kallaðist það kamar. Svo þróðuðum við þetta enn lengra og hófum að gera þarfir okkar innandyra aftur þegar skápurinn fluttist inn í húsið. Sennilega er það ástæðan fyrir því að baðherbergi eru svona lítil í gömlum húsum, þetta eru nefnilega bara skápar. Closet (á engilsaxnesku) þýðir jú auðvitað skápur eins og flestir vita.
Um svipað leyti tók fólk líka upp á því að baða sig oftar en bara rétt fyrir jólin og stækkuðu skáparnir þá aðeins meira og urðu herbergi, -baðherbergi. Nú til dags eru þau í mörgum húsum risastór helgimusteri kvenna, sem eyða ótæpilegum tíma þar inni við að snyrta sig og snurfusa klukkustundum saman fyrir framan spegilaltarið. Stundum er þetta jafnvel samkomustaður, því einhvern tímann í stækkunar- og þróunarferlinu tóku konur upp á því að fara margar saman á klósettið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2008 | 17:07
Skáldið Ólafur Auðunsson
Ég birti um daginn vísu eftir mág minn Ólaf Auðunsson, sem er hagmæltur mjög enda af miklum skáldum kominn. Nýlega varð Bobby Fischer og endalok hans Ólafi yrkisefni.
Glæstar skákir grimmur vann
galinn hér svo undi.
Eigum ekki´að urða hann
inní Fischersundi?
Boris rússa björninn vann
bestan svo hann köllum.
Eigum ekki´að urða hann
úti Þings-á-völlum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 13:11
Lýðræðisnauðgun
Hlutirnir gerast svo hratt þessa dagana að það var vissara að tékka á blöðum og vefsíðum í morgun til að sjá hvort það væri kominn enn einn nýr borgarstjórinn í dag. En í einu blaðinu í morgun var þó auglýsing frá Flugfélagi Íslands "SKELLTU ÞÉR TIL EGILSSTAÐA Í DAG, LAUS SÆTI Í VÉLINNI" Þetta er nú bara trikk frá óþekktum klækjaref síðan í síðustu viku til losna við pakkið sem stjórnar borginni því einhverjir borgarfulltrúar ásamt Degi borgarstjóra bitu á agnið og fóru austur. Ekki vildi betur til en svo að Svandís settist í sætið sem Dagur átti að sitja í og kastaðist hún úr sætinu á flugi og slasaðist, það var nefnilega ætlunin að kasta Degi úr sætinu sínu. En það tókst nú samt á endanum því ekki aðeins klækir Kjartans Magnússonar komu til, heldur virðist sem æðri máttarvöld hafi einnig hjálpað gamla góða Villa að raða hnífasettum í bakið á þeim sem sviku hann. Þegar japanskar My-Jókó ekkjur koma til Íslands fer nefnilega allt upp í loft í borgarstjórn og nú er Villi kominn þangað inn AFTUR. Er samt ekki eitthvað undarlegt við það að sami maður og skeit á sig í borgarstjórastólnum fyrir 3 mánuðum hafi leyfi til að ráða sjálfan sig í embættið aftur með klækjum og lúabrögðum?
Winston Churchill sagði eitt sinn að lýðræði væri versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin sem hafa verið reynd í gegnum tíðina. Líklega var það rétt hjá kallinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2008 | 11:58
Erfðaprinsar stinga af
lítill að þetta minnir orðið frekar á klúbb eða oggulítið framboð heldur en
flokk. Það er kannski eins gott fyrir BInga að stökkva frá borði núna
ellegar að fara niður með dallinum því stutt er í að hann sökkvi.
Hugsanlega er hann nú þegar búinn að fá eitthvað gott djobb úti í atvinnulífinu, hann er með góð tengsl víða. Kannski í Orkuveitunni eða REI, já eða jafnvel hjá einhverjum af þeim fyrrverandi
Framsóknarmönnum sem hafa fengið ódýr einkavædd fyrirtæki upp í
hendurnar. Það þykir nánast öruggt úr þessu að hann hættir í pólitík, varla gengur BIngi í Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn.
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2008 | 16:20
Siv myndaði betur
Þegar fyrrnefndur Geir Helljesen var hér á landi í fyrravor fyrir Alþingiskosningarnar tók hann m.a. viðtal við hina hálf-norsku Siv Friðleifsdóttur. Hún vildi endilega fá að taka mynd af okkur Geir saman eftir viðtalið til að setja á síðuna sína. Það var langtum betri ljósmynd en þessi hræðilega mynd af okkur í Eyjafréttum, enda gott veður þá og enginn slæptur og þreyttur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar