18.1.2008 | 11:14
Norsk Rikskringkasting - NRK
Ég hef undanfarin ár tekið fréttir og fréttatengt efni fyrir norska ríkissjónvarpið og þegar Geir Helljesen fréttamaður NRK kemur til landsins þá er ég einkatökumaður hans. Kappinn var á klakanum í vikunni í tilefni þess að 35 ár eru síðan gaus í Eyjum. Ófært var með flugi og þurftum við því að velkjast yfir hafið með hvítu trillunni (Herjólfi). Lókal blaðið í Vestmannaeyjum Vaktin tók þessa skelfilegu mynd af okkur hundblautum eftir tökur í krapa og snjósköflum. Í Eyjum er nú allt á kafi í snjó, en það hefur ekki snjóað svo mikið þar í heil 40 ár að sögn heimamanna.
Nánast hvert mannsbarn í Noregi kannast við Geir sem er álíka þekktur þar í landi og Ómar Ragnarsson er á Íslandi. Geir er þó alveg laus við sprellikallalætin og ofvirknina, en hefur þó flogið með Ómari í einhverri ferðinni á Íslandi. Hann hefur komið hingað sirka 30 sinnum síðan 1972 og hefur upplifað þorskastríð, eldgos, kosningar og fleiri stórviðburði í íslenskri sögu á rúmum 35 árum. Mikill herramaður og reynslubolti þarna á ferð.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.1.2008 | 00:36
Nýr bíll
9.1.2008 | 09:56
10 ára gömul stuttmynd
Var að taka til í gömlu dóti um daginn og rakst þá á vídeóspólu. Á henni var stuttmynd sem ég gerði í Kvikmyndaskóla Íslands árið 1998. Myndin er tekin í Örfirisey og er ekkert talað í henni, einungis umhverfishljóð og tónlist. Aðeins einn leikari kemur fram, Óli Daníel Helgason og er þetta eina kvikmyndin sem hann hefur leikið í. Þetta kallast örmynd því hún er einungis rúm mínúta að lengd og er hún tekin á VHS en klippt á Avid offline. Sem sagt ekki mikil myndgæði í þar á ferð, en það er ekki aðal atriðið því myndin var tilraun til leikstjórnarlegrar túlkunar og hlaut náð fyrir augum skólastjórans, sem fannst þetta "góður vinkill". Gíííífurlegum tæknibrellum var beitt við tökur þar sem m.a. vídeokamera var lögð í lífshættu. Myndin heitir: Leiðin (The way)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2008 | 09:15
Hvað er að frétta?
Hvað er í fréttum, hvað er títt,
hvað hefur veður borið?
Hefir einhver hálsbrotnað,
hengt sig eða skorið?
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2008 | 18:06
Völvuspá
Um hver áramót eru margir sem taka fram kristalkúlur og fara í spámannsgallann og setja fram svokallaða Völvuspá. Þetta eru miklir sjáendur og spá oftast fyrir um alveg óvænta hluti. Ritstjórn síðunnar hefur ráðið gríðarlega magnaða Völvu til starfa og hér kemur mikill Völvuspádómur frá henni.
Með vorinu mun hlaupa mikil harka í kjaraviðræður og mun eitthvað bera á uppsögnum. Það mun verða gengið til forsetakosninga á árinu og margar lægðir munu koma að Íslandsströndum. Íslenska knattspyrnulandsliðið mun bíða nokkra óvænta ósigra á árinu og að minnsta kosti tveir mjög þekktir aðilar úr þjóðlífinu munu látast og einir þrír "frægir" munu eignast börn. Ofbeldi í miðbænum verður þó nokkuð áberandi á árinu og fíkniefnalögreglan mun bösta nokkra smyglara.
Geir Ólafs kemst á samning hjá EMI records og nær í fyrsta sæti á breska vinsældalistanum með nýjan smell. Leoncie mun hins vegar ekki vegna jafn vel og áður. Bubbi mun halda tónleika og Davíð Oddsson fær enn eina launahækkunina um leið og Landspítalinn leggur niður starfsemi vegna skorts á starfsfólki og Guðlaugur Þór sendir alla sjúklingana til Svíþjóðar. Fyrir jólin mun gríðarlegt kaup- og eyðsluæði grípa þjóðina og Björgunarsveitirnar setja nýtt met í flugeldasölu fyrir áramótin. Ungur íþróttamaður kemst á samning erlendis á árinu og bensínverð mun hækka enn frekar á komandi ári.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2008 | 14:50
Er heilbrigðisþjónusta bissness?
Heilbrigðisráðherra er nú alveg genginn af göflunum, hann heldur að sjúklingar séu viðskiptavinir og heilbrigðiskerfið sé einn stór bissness þar sem sjúklingar gangi kaupum og sölum. Sjúkrahúsin á Íslandi eiga að fara að keppa við önnur sjúkrahús á Norðurlöndum um sjúklinga. Já takk, hann vill fara í útrás og keppa og keppa, á hvaða plánetu er þessi maður? Það yrði hlegið að Íslandi ef það myndi reyna að keppa við hin Norðurlöndin í heilbrigðisþjónustu. Markaðshyggja íhaldsins er komin út í slíkar öfgar að það er hreint skelfilegt. Einkavæðingin mun koma um leið og hátæknisjúkrahúsið rís, það blasir við.
Væri ekki gáfulegra fyrir ráðherrann að reyna að sinna því brýna verkefni sínu að koma einhverju skikki á helbrigðiskerfið áður en hann vill fara að "keppa" um sjúklinga erlendis frá. Hvar ætlar hann eiginlega að koma innfluttu sjúklingunum fyrir, úti á bílastæði við spítalana? Gangarnir eru alltaf fullir þannig að ekki er pláss þar, og svo er ekki heldur starfsfólk til að sinna þeim sem fyrir eru. Jú auðvitað, stöðumælaverðirnir sem eru farnir að sekta fólk á stæðunum við spítalana geta bara séð um að rukka fyrir erlendu sjúklingana og jafnvel leikið sjúkraliða í leiðinni því eftir nokkur ár verða engir hjúkrunarfræðingar eftir lengur á sjúkrahúsunum.
2.1.2008 | 14:38
Góð veðurspá fyrir kvöldið!
Björgunarsveitirnar voru svo sannarlega undir það búnar að bregðast við veðrinu -á sinn hátt. Við vorum búin undir það að nú yrði verulegur samdráttur í sölu okkar, vegna veðursins sagði formaður Landsbjargar.
Í hádeginu á gamlársdag fór ég á netið og það fyrsta sem blasti við mér á mbl.is var að það væri búið að fresta áramótabrennum vegna afar slæmrar veðurspár og samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins vill enginn hafa láréttar brennur, enda kom það á daginn, það var kolvitlaust veður á gamlárskvöld.
Eftir lestur mbl.is í hádeginu fór ég út í bíl og heyri í útvarpinu auglýsingu: Veðurspáin er góð fyrir kvöldið, flugeldamarkaður Björgunarsveitanna Alveg varð ég steinhissa. Allt í einu var von á góðu veðri þegar sjálfar björgunarsveitirnar þurfa á meiri péníng að halda og bústa upp söluna á síðustu stundu.
Ég skaut upp 2 stórum rakettum um kvöldið og satt að segja var það bara hættulegt og með ólíkindum að ekki skuli hafa orðið fleiri flugeldaslys í þessum djöfulgangi.
Björgunarsveitirnar seldu vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 11:57
Annállinn
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.12.2007 | 13:45
Bubbahrín
Bubbi Morthens hefur eins og aðrir trúbadorar margsinnis hermt eftir stóru nöfnunum úr þeirri deild og eitt sinn tók hann upp eftir Johnny Cash (Nonna Reiðufé) að spila í fangelsi og halda tónleika fyrir fangana og varð þetta að árlegum viðburði hjá Bubbanum eins og þekkt er. Ólafur Auðunsson mágur minn, sem er ekki mikill Bubbaaðdáandi, orti vísu um þennan árlega viðburð. Skáldskapurinn var birtur í Vísnahorni Morgunblaðsins í gær.
Sitja inni er gaman grátt
í grárri rigningunni.
Þegar Bubbans hrínið hátt
er hluti af refsingunni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 11:22
Ég kemst í hátíðaskvap
22.12.2007 | 20:00
Takk fyrir að reykja ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2007 | 17:55
Laus við afnotagjöldin
Í dag er merkisdagur. Fyrir réttum 3 árum varð ég fastráðinn starfsmaður RÚV og það þýðir sem sagt að ég þarf ekki að borga afnotagjöld aftur meðan ég vinn hjá þeirri stofnun. Að vísu er það skammgóður vermir þar sem afnotagjöld fara inn í skattana eftir ár. Skemmtileg tilviljun að jólakaffi stofnunarinnar var í dag, ég leit á það sem veislu til að fagna góðum áfanga, fékk meira að segja flotta jólagjöf í leiðinni, þá flottustu sem ég hef fengið frá RÚV.
Fyrir um 9 árum þegar ég bjó í Breiðholti, og hafði fyrir um ári keypt mína fyrstu íbúð, bönkuðu 2 skrýtnir menn uppá hjá mér. Annar þeirra var lítill og renglulegur með kringlótt gleraugu og kunni að kjafta, enda sá hann um þann part. Hinn sá um stærðina og vöðvana og af fenginni reynslu var sennilega betra að hann væri með í för í svona erindagjörðum. Þeir voru nefnilega komnir til að vita hvort ég hefði sjónvarpstæki. Nei, ég sagði svo ekki vera. Þeir fóru með það. Viku síðar komu þeir aftur og spurðu sömu spurningar, en bættu svo við eftir neitun hvort ég hefði útvarp. Þeir fengu sama svarið. Ekki gafst sá litli upp og spurði næst hvort ég ætti bíl. Jú, ég átti bíl, "og er þá ekki útvarp í bílnum"? Jújú, það er útvarp í bílnum sagði ég, og þá þakkaði gaukurinn fyrir sig og félagarnir fóru. Stuttu síðar kemur rukkun fyrir afnotagjöldum fyrir öllum pakkanum, sjónvarpi og alles. Minn maður var nú ekki par sáttur við meðferðina og hringdi í RÚV og kvartaði. Þar var mér nánast sagt að þegja og vera ekki að rífa kjaft, þetta væri bara svona og ekkert múður með það.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2007 | 00:53
Það er nú ekkert skrýtið!
Dregin upp mynd af Rússum nýkomnum niður úr trjánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 00:03
Jólasveinar
Einhvern tímann á síðustu öld var horuðu kryppukörlunum í rifnu fötunum breytt í feitar og pattaralegar fitubollur með hvítt skegg í rauðum búningum. En það vita ekki allir að það fyrirbæri var eitt fyrsta ameríska markaðshyggju-gimmikið sem laumaði sér inn um bakdyrnar á Íslandi. Það var nefnilega stórfyrirtækið Kóka kóla sem bjó til þennan rauða og feita sveinka og við Íslendingar svissuðum yfir í 13 pattaralega rauða kólasveina í staðinn fyrir bölvaða horgemlingana, það var greinilega orðið þreytt lúkk. Eitt skáldið ruglaðist á breytingaskeiðinu og hélt að jólasveinarnir væru einn og átta og orti um það lag.
En nöfnin á þessum furðufuglum fengu þó að halda sér og gefa ýmislegt til kynna. Þeir virðast vera dónalegir pervertar og þjófar þrátt fyrir að vera ögn vinalegri eftir breytingar. Kannski ekki skrýtið að 13 karlmenn verði skrýtnir af því að húka öldum saman í helli - rúma 11 mánuði á ári í senn. Það er til dæmis alger perraskapur að liggja á gluggum á gægjum og sá sem reynir að krækja í annarra manna bjúgu er líka alger perri. Manni getur líka dottið í hug í þessu samhengi eitt og annað ósiðlegt þegar nafngiftir eru dregnar af því að sleikja eitthvað. Svo voru tveir graðnaglar, Staur og Gaur sennilega mjög iðnir við kolann og einn sveinkinn er alltaf að þefa hér og þar, Guð má vita hvar.. Vesalings Stúfur, sá er örugglega búinn að fá að finna fyrir því í gegnum tíðina.
Restin af sveinunum virðast vera banhungraðir þurfalingar, sístelandi mat eða matarleifum eða betlandi kerti og spil. Svo er einn víst alveg hrikalega geðvondur gæi sem skapar smiðum heilmikla yfirvinnu við að laga hurðir og karma.
En versta við allt þetta jólasveinarugl er að við fullorðna fólkið kennum börnunum að það megi ekki ljúga og síðan ljúgum við sjálf að vesalings börnunum og hræðum þau með allskonar sögum af þessum skrýtnu köllum og að mamma þeirra sé versta illmenni sem til er. Stundum hótum við jafnvel krakkagreyjunum því að kellingin komi og stingi þeim í poka ef þau hagi sér ekki vel. Það er nú bara hreinasta illska að koma svona fram við börnin.
En nú til dags eru sveinkarnir reyndar orðnir ósköp líkir okkur mannfólkinu, þeir vinna allir fyrir stórfyrirtæki, verslanir og peningaöfl að einu markmiði, græða nógu andskoti mikið fyrir jólin.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar