Leita í fréttum mbl.is

Klósettþróunarkenningin

Fyrir langa löngu þegar fólk bjó í torfkofum og hólum á Íslandi hafði það ekki fyrir því að fara út undir bert loft til að gera þarfir sínar heldur skitu sumir og migu innandyra á meðan stórviðrið hamaðist úti. Seinna meir urðum við örlítið gáfaðari og grófum holu fyrir utan kofann okkar og smíðuðum lítinn skáp yfir og kallaðist það kamar. Svo þróðuðum við þetta enn lengra og hófum að gera þarfir okkar innandyra aftur þegar skápurinn fluttist inn í húsið. Sennilega er það ástæðan fyrir því að baðherbergi eru svona lítil í gömlum húsum, þetta eru nefnilega bara skápar. Closet (á engilsaxnesku) þýðir jú auðvitað skápur eins og flestir vita.

Um svipað leyti tók fólk líka upp á því að baða sig oftar en bara rétt fyrir jólin og stækkuðu skáparnir þá aðeins meira og urðu herbergi, -baðherbergi. Nú til dags eru þau í mörgum húsum risastór helgimusteri kvenna, sem eyða ótæpilegum tíma þar inni við að snyrta sig og snurfusa klukkustundum saman fyrir framan spegilaltarið. Stundum er þetta jafnvel samkomustaður, því einhvern tímann í stækkunar- og þróunarferlinu tóku konur upp á því að fara margar saman á klósettið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha góð pæling.

Þróunarsaga klósettana hefur ýmsar myndir á sig tekið í gegnum aldirnar, og eru eins og margt annað samfylgjandi tísku.  Sögur verða til á klósettum, börn verð til á klósettum, afleiðingar brennivínsdrykkju endar í klósettinu og meira og meira.

...ég get verið heila eilífð á hugguklegu og notalegu klósetti.  Vil helst ekki út aftur....

Kalli (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:46

2 identicon

Closets's are good. En "nútímakarlmenn" sem eru að innrétta íbúðir/hús þessa dagana eru löngu búnir að reikna "basic"þarfir kvenfólks út og þessvegna eru baðherbergi í dag með tveimur vöskum og stórri "tvöfaldri" sturtu ef ekki baðkari með nuddi af stærðinni 60x60 allsstaðar núna, til að karlmenn yfir höfuð komist með litlu tánna inná baðherbergi þessa dagana.

Sandra (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 19:28

3 identicon

Keypti handa þér bókina um Geir Ó"Who is Ice blue-what´s so special about Ice blue"  og setti hana inná baðherbergi. Njóttu vel ástin mín!

Kærastan (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 51352

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband