Leita í fréttum mbl.is

Að keppa

Það er alltaf verið að keppa í einhverju, og nú síðast í söngvakeppni. Svo verður bráðum keppt í Fyndnasti maður Íslands og svo er það Fegurðardrottning Íslands og fleira og fleira. Síðan er sigurvegaranum alltaf fagnað sem þjóðhetju. Reyndar fylgir fegurðarsamkeppnum eilíft nöldur, þær eru kallaðar gripasýningar o.s.frv. En er hægt að keppa í fegurð, og er hægt að keppa í fyndni???

Ég hef verið velta nokkru fyrir mér. Allir hafa komið í partý þar sem fullt er af fólki. Maður tekur yfirleitt eftir þvi að þeir sem fá alla athyglina eru fallega fólkið og svo trúðarnir... (s.s. þeir sem eru fyndnir).  Það hlýtur þá að vera einhverskonar skali þar sem fegurð er á einum endanum og fyndni á hinum. Ef þú ert fyndna megin á skalanum þá ertu örugglega ekki fallegur. Ef einhver myndi taka þátt í Fyndnasti maður Íslands og næði langt hlýtur það að segja sig sjálft að sú manneskja er ljót. Sá sem er ljótastur hlýtur því að vera fyndnastur.

Niðurstaða: Keppnin um fyndnasta mann íslands er í rauninni keppni um ljótasta mann Íslands. Bölvaðar gripasýningar eru þetta, eintóm freakshow í gangi alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já eilíft bögg þetta það þarf eiginlega að fara að banna allar keppnir eða að banna að einhver tapi þá verða víst allir sáttir....

Skúli Þór Sveinsson . (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:10

2 identicon

ERT ÞÚ FRÁ FÁSKRÚÐSFIRÐI eða hvaðan??? Þetta er ekkert að hafa með fríðleika eða ljótleika eins og þú veist sjálfur!!!¨Fegurð eða fyndni hvorki fylgist að eða er sitt hvort!!! Vertu nú bara spakur gagnvart þessu dæmi og láttu þetta EKKERT vera að bögga þig.

KVEÐJA FRÁ FÁSKRÚÐSFIRÐI

ÓLA MAJA

Óla Maja (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 01:21

3 identicon

hehe... So true. Til að fá athygli frá stelpunum þá verður maður að vera annað hvort fallegur eða fyndinn. Svona einfalt er það bara.

D (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 23:26

4 identicon

Þið eruð að misskilja þetta, þið þurfið bara að hafa vit í kollinum til að ganga í augun á stelpunum....það fá allir nóg af gaurnum sem er að reyna að vera fyndinn og sæti gaurinn hefur oftast ekkert annað!!

HR (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband