17.1.2010 | 21:02
Bretar stela senunni frá íslenskum björgunarmönnum
Reuters fréttastofan birti frétt þar sem m.a. segir frá afreki breskrar björgunarsveitar á Haiti sem bjargaði 2 konum. "Joyful scenes like this one are rare. These two women were both found alive by a British search team" segir fréttamaðurinn (00:31 - 00:38) ... en þar sjást íslenskir björgunarmenn að bjarga 2 konum.
Í umræddri frétt er greinilegt að á bakinu á einum björgunarmannanna er merki Landsbjargar (00:33) og á bak við hann eru restin af íslensku sveitinni.
Fyrr í fréttinni (00:15) sést greinilegur búningur breskra björgunarmanna og munurinn er augljós. Sennilegt er að eitthvað hafi skolast til myndskeið í klippiherberginu hjá Reuters fréttastofunni. Vona það allavega...
Fólk hefst við undir tjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2010 | 19:07
Mikill áhugi á froðusnakki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009 | 11:43
Reyndu að selja ömmur sínar
Undanfarið hefur verið mikil herferð í gangi í Valhöll við að selja allt sem hægt er að selja. Flóamarkaðir hafa verið haldnir undanfarið þar sem reynt hefur verið að að koma eigum Flokksins í hendur einkaaðila. "Eftir að við duttum út úr ríkisstjórn misstum við tækifærið til að selja Alþingishúsið, Tjörnina, styttur bæjarins og fleira verðmætt" sagði talsmaður flóamarkaðs Valhallar í morgun, en sagðist þess fullviss að ekki yrði langt að bíða eftir að tækifæri á slíkum reyfara-sölum kæmu aftur. Nokkrir starfsmenn Flokksins voru í óða önn við að reyna að selja ömmur sínar þegar ljósmyndara bar að Valhallar-garði í morgun. "Ég meina, þetta eru verðmæti, fjármagn sem liggur dautt" sagði ungur starfsmaður borubrattur við einn sölubásinn.
Plííííís, kaupið okkur. Þetta er svo frábær málstaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 13:26
Hundalán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 20:56
Taka Kópavogskirkju með sér líka
Endalok ruslfæðiskeðjunnar Makkdónalds á Íslandi verða að veruleika nú um mánaðamótin og er niðurrifið í fullum gangi: "Íslensk yfirvöld kröfuðst þess að fjarlægð yrðu öll ummerki eftir okkar lélegu amerísku ruslmenningu á landinu" sagði Ravis McDonald framkvæmdastjóri um brotthvarf ruslkeðjunnar frá Íslandi. Nú síðdegis hófst vinnuflokkur handa við að fjarlægja Kópavogskirkju og koma henni í skip sem heldur vestur um haf strax í fyrramálið þar sem henni verður komið fyrir á nýjum stað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 20:17
Breytingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 13:51
Eldhúsdagur....
....á Alþingi er það leiðinlegasta sjónvarpsefni sem nokkurn tímann hefur sést á skjám landsmanna og ætti að vera útvarpsefni -sent út á rás eitt. Ef þingið vill hafa þennan svokallaða eldhúsdag sinn þá veifar það einfaldlega flaggi og dagskrá RÚV umrætt kvöld er frestað og allt þar sett á dagskrá síðar. Þrátt fyrir að sérstök Alþingisrás sé til er hún ekki nógu góð þegar kemur að þessu framboðsræðurugli. Hvorki dagskrárstjóri RÚV eða útvarpsstjóri hafa neitt um málið að segja vegna þess að svona eru lögin einfaldlega, sett af Alþingi sem er í þessu máli báðum megin við borðið.
Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera að vinna að gerð heimildarmyndar í mjög langan tíma og frumsýning var auglýst og fyrirhuguð á dagskrá RÚV sama kvöld og þessar dreeeepleiðinlegu eldhúsdagsumræður hafa nú verið settar í staðinn, og myndinni þar af leiðandi frestað um tvær vikur og fer á dagskrá rétt fyrir kosningar. Flott sending frá Alþingi, takk fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 13:34
Samfylkingarsígarettur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 22:03
Grái fiðringurinn
Núna á ég 80 milljón króna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér!
Ég verð að játa að ég á skynsama konu. Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: Ekki vandamálið. Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu! Ég sé um að þú fáir hitt aftur, ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp!
Eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi. Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 12:13
Jájá, fullt af fólki sem er í skítadjobbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2009 | 09:44
Myndir ársins 2008
Opnuð verður í dag hin árlega sýning ljósmyndara Blaðamannafélags Íslands. Sýningin er að venju haldin í Gerðarsafni í Kópavogi og er merkileg í ár fyrir þær sakir að fréttatökumenn Sjónvarps eru nú með í sýningunni í fyrsta skipti, þar sem þeir eru gengnir í félagið. Á neðri hæð safnisins er ljósmyndarinn Jim Smart að auki með einkasýningu en þar er sýningarbás kvikmyndatökumanna staðsettur. Þátttaka kvikmyndatökumanna að svona sýningum er þekkt í nokkrum löndum og var kærkomið að íslenskir hefji innreið sína í sýningarsali nú eftir annað eins fréttaár og það síðasta var.
Sýningin opnar klukkan 3 í dag og verður opin í nokkrar vikur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 22:02
Sátt og ósátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar