Leita í fréttum mbl.is

Eldhúsdagur....

....á Alþingi er það leiðinlegasta sjónvarpsefni sem nokkurn tímann hefur sést á skjám landsmanna og ætti að vera útvarpsefni -sent út á rás eitt. Ef þingið vill hafa þennan svokallaða eldhúsdag sinn þá veifar það einfaldlega flaggi og dagskrá RÚV umrætt kvöld er frestað og allt þar sett á dagskrá síðar. Þrátt fyrir að sérstök Alþingisrás sé til er hún ekki nógu góð þegar kemur að þessu framboðsræðurugli. Hvorki dagskrárstjóri RÚV eða útvarpsstjóri hafa neitt um málið að segja vegna þess að svona eru lögin einfaldlega, sett af Alþingi sem er í þessu máli báðum megin við borðið.

Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera að vinna að gerð heimildarmyndar í mjög langan tíma og frumsýning var auglýst og fyrirhuguð á dagskrá RÚV sama kvöld og þessar dreeeepleiðinlegu eldhúsdagsumræður hafa nú verið settar í staðinn, og myndinni þar af leiðandi frestað um tvær vikur og fer á dagskrá rétt fyrir kosningar. Flott sending frá Alþingi, takk fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband