Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bensínstöðvarborgarinn

Hver kannast ekki við það að fara út á land og langa í eitthvað að borða eftir að hafa keyrt í nokkra klukkutíma. Freistast svo til að fara í bensínsjoppu og panta hamborgara með frönskum, vitandi fyrirfram að hann er alveg óaætur. Þetta gerir maður hvað eftir annað á ferð sinni um landið en nánast allsstaðar nota sjoppurnar sömu auðveldu lausnina, bjóða bara upp á einhverja vesæla hamborgara og franskar sem maður byði ekki hundi. Mér er afar minnistæður "borgari" sem ég fékk eitt sinn í sjoppunni á Nesjum við Hornafjörð, en það var eitthvað það mesta óæti sem ég hef látið ofan í mig um dagana.

En það eru þó til veitingastaðir við hringveginn þar sem hægt er að fá góðan mat, þeir blasa bara yfirleitt ekki við frá veginum. Þetta er sama syndrómið og þegar maður er staddur á sólarströnd og við aðalgötuna, eða ströndina eru eintómir lélegir veitingastaðir með plaststólum með sérlega lélegum mat, og allt borið fram með vondum frönskum og tómatsósu. En ef maður leitar svo aðeins eða kynnir sér málið þá finnur maður gott að borða fyrir sama verð.

Gott dæmi um svona faldar perlur við þjóðveginn á Íslandi er til dæmis á Kirkjubæjarklaustri. Þar er veitingastaður inni í bænum sem heitir Systrakaffi, en ég átti þar einmitt leið um í gær. Það er bara fínn matur þar, prýðilegir hamborgarar, vel ætar pizzur og fleira gott, girnileg Klausturbleikja fæst þar líka og margt fleira. Þar stoppa ég yfirleitt á leiðinni út á land og er hættur að fara vonsvikinn aftur út í bíl, með magaverk eftir að hafa gleymt enn einu sinni hvað bensínstöðvarborgarinn er vondur.

Nú ef maður er mikill hamborgaraaðdáandi þá er líka hægt að beygja inn á Höfn í Hornafirði og fá sér borgara hjá Kokknum, þeir fá fullt hús stiga hjá flestum sem hafa bragðað.


Tímasetning

Það þarf víst ekki frekari vitnana við hvenær skjálftinn mikli reið yfir. Myndina tók ég hjá gamla settinu í Hveragerði, en þau sluppu ekki við eyðileggingu frekar en nokkur annar á svæðinu.30052008

Besta myndband í heimi

Þetta myndband er án efa besta myndband sem hefur nokkurn tímann verið framleitt, svo ekki sé minnst á lagið sjálft. Þvílík garrrrrrgandi snilld!

Fannst á vettvangi

Eftir Norðlingaholtsbardagann í síðustu viku var allskonar drasl á víð og dreif við bensínstöð Olís. Starfsmaður á plani hafði í nógu að snúast við að sópa upp eggjaskurn og tína upp allskyns rusl. Eitt af því sem hann fann var torkennilegur spreybrúsi sem er ekki til sölu á bensínstöðvum. Á brúsanum var þessi miði.Warning Label
mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýldur í andlitið?

Margir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að lögreglumaður hafi verið sleginn í andlitið við gamla strætóportið á Kirkjusandi þegar vörubílstjórar komu til að sækja vörubíla sem lögregla tók við Rauðavatn. Fjölmiðlar tóku orð lögreglu trúanleg og sögðu svo frá: "Lögregla segir að maðurinn hafi ráðist á lögregluþjón og kýlt hann í andlitið" Það er að sjálfsögðu á engan hátt réttlætanlegt sem árásarmaðurinn gerði en það er allt í lagi fyrir lögregluna að segja rétt frá. Ég varð vitni að atvikinu og eftir að hafa skoðað aftur upptökurnar, margsinnis, þá kem ég ekki auga á neinar kýlingar. Árásarmaðurinn, sem er um 100 kg. maður, stökk skyndilega á lögreglumanninn og tekur hann hálstaki, snýr hann niður og þar verður lögreglumaðurinn undir honum þegar þeir skella í malbikið af miklum þunga og hlýtur sár við höggið. Í fljótu bragði virðist sem að kýlingar eigi sér stað en það var ekki svo. Sjá nánar hér. Aras

Óeirðir!

Það fór eins með þennan síðasta vetrardag og þann í fyrra. Stærsta frétt síðasta árs var miðbæjarbruninn og nú á síðasta vetrardag voru það óeirðirnar við Suðurlandsveg sem eru kandídat í það stærsta í ár. Einhver á vettvangi atburða dagsins lét þau orð falla að þeir sem færu í lögguna væru ekki björtustu ljósin í seríunni. Annar sagði að vörubílstjórar væru fokheldir í hausnum. Er það þá þannig að þegar slær í brýnu milli þessarra hópa að þá sé útkoman einhvern veginn svona?GAS Ritstjóri þessarar netsíðu var staddur í hringiðu atburða (vinnu sinnar vegna og tók þessar myndir) og fékk nokkrar eggja- slettur yfir sig í leiðinni og buna úr löggu- maze brúsa straukst við öxl í hamagangnum, ásamt stympingum og troðningi ýmiskonar. Væri ekki bara gáfulegra fyrir lögguna að nota svona vatns-sprautubíla eins og sumsstaðar erlendis þegar óeirðalögregla Íslands þarf svona nauðsynlega aðSár augu dreifa mannfjölda  sem ógnar almannaöryggi. Opna svo bara aftur veginn lokaða og hleypa umferð á, og ekkert rugl! Það er eins gott að vera ekki með neitt múður nálægt þessari löggu framvegis. Þeir sýndu sko lýðnum í tvo heimana og að þeim er alvara. Sumir hinna hættulegu mótmælaborgara voru hel-spreyjaðir í framan eftir laganna merði sem sýndu smælingjunum hvar Björn keypti meisið.

Geimfarar skreppa í frí

Þegar geimfararnir í alþjóðlegu geimstöðinni sneru til jarðar urðu þeir að loka um tíma. Geimfarar þurfa víst sín frí eins og aðrir og því skildu þau þetta skilti eftir á hurðinni, ef ske kynni að einhver kæmi og vildi fá kaffi eða gistingu.Lokað
mbl.is Lentu 400 km frá fyrirhuguðum lendingarstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir 20 ár...

Hjón nokkur voru búin að vera gift í 20 ár. Alltaf þegar þau nutu ásta heimtaði maðurinn að ljósin væru slökkt. Eftir öll þessi ár fannst frúnni þetta vera orðið fáránlegt. Henni datt í hug að nú skyldi hún venja mann sinn af þessum vana. Svo eina nóttina, þegar þau voru í miðju kafi, í eldheitum "argandi" ástarleik þá kveikti hún ljósin skyndilega.

Hún leit á manninn sinn... og sá að hann hélt á einhverju verkfæri sem gekk fyrir batteríum...

Víbrator! Mjúkur, yndislegur og mun stærri en alvöru. Konan varð algerlega brjáluð. "Þú getulausa kvikindi", öskraði hún á hann, "hvernig gastu logið að mér öll þessi ár? Það er eins gott að þú útskýrir þetta fyrir mér!" Eiginmaðurinn lítur beint í augu konu sinnar og segir mjög rólega: "Ég skal útskýra leikfangið...

En þú ættir þá að útskýra BÖRNIN!!!!!"


Minning

Nú ertu loksins látin í hárri elli gamla mín. Fregnir af andláti þínu bárust heiman af Íslandi, þar sem ég er staddur erlendis. Það var auðvitað áfall, en þó ekki svo óvænt þar sem þú varst orðin ansi lúin greyið mitt, búin að vera í hálfgerðri gjörgæslu í mörg ár og sérfræðingar voru sífellt að segja að nú hlyti að fara að koma að leiðarlokum.

Ég kynntist þér kornungur að árum og ég hélt að þú værir allt sem ég þyrfti á að halda í lífinu um ókomna tíð. Þegar ég var níu ára varstu svo veik að þú varst send í uppskurð og lýtaaðgerð þar sem m.a. voru fjarlægðir 2 baugar aftan af þér. Þú hresstist nú eitthvað við þetta en varst gjörbreytt í útliti, og ég ungur pilturinn varð svolítið vonsvikinn og var ekki alveg sáttur við þig fyrst á eftir. Fannst þú vera orðin eitthvað rýr. En það jafnaði sig fljótt og unglingsárum kynntumst við fyrir alvöru og ég vildi alltaf hafa þig hjá mér, fékk aldrei nóg. Þá lagði ég það meira að segja á mig að bera út Moggann í brjáluðum vetrarveðrum til þess að við gætum verið meira saman. Þær voru líka ógleymanlegar ánægjustundirnar þegar ég hafði brosandi opnað sætu umslögin í frystihúsinu fyrir austan á sumrin.

Samband okkar minnkaði þegar ég fór í heimavistarskóla en við hittumst þó alltaf meira á sumrin, og þá var nú margt skemmtilegt brallað. Það hryggði mig mikið þegar miskunnarlausir íslenskir jakkafatamenn fóru að misnota þig fyrir nokkrum árum og fóru illa með þig, svívirtu jafnvel opinberlega og á endanum varðstu að lúta í lægra haldi, orðin þrútin og þanin eftir margskonar vaxtaverki og áföll. Bölvuð jakkafötin vildu víst að fá einhverja erlenda í staðinn fyrir þig. Svona er þróunin orðin vinan, erlenda vinnuaflið er að valta yfir allt á litla skerinu okkar.

Elsku Króna mín, ég mun aldrei gleyma þér, þú varst svo stór partur af lífi mínu öll þessi ár. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þú reyndir alltaf þitt besta fyrir allt og alla. Hvíldu í friði.


In the army now!

Í Kabúl er meirháttar mál ef maður þarf að fara á milli flugvallarherstöðvarinnar og aðal herstöðvarinnar inni í borginni. Sérstök sveit vaskra hermanna sem kallast move-con sér um að koma fólki á milli með öruggu móti, í brynvörðum bílum, og allir farþegar verða að vera í 15 kílóa skotheldum vestum með hjálma á hausnum.CIMG0298


« Fyrri síða | Næsta síða »

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband