Færsluflokkur: Bloggar
21.7.2008 | 18:59
Atvinnumótmælasauðir
Fór í dag upp í Hvalfjörð til að mynda mótmælendur. Sauðirnir sem eru frá ýmsum löndum voru ánægðir þegar þeir fengu athygli sjónvarpsfrétta og voru með talsmann sem bauð að fyrra bragði upp á viðtal. Hetjurnar völdu sér mesta skítaveður sem komið hefur í sumar og voru norpandi í kuldanum, liggjandi saman hlekkaðar á veginum. Tveir voru hálf stjaksettir ofan á álstöngum við hliðina. Það sem verið var að mótmæla er reyndar í Afríku en það er ekki aðal málið.
Þegar atvinnusauðirnir gáfust upp og fóru að taka niður álstangirnar vildi ekki betur til en svo að þeir misstu þær í hausinn á einum sauðnum svo að hann lá blóðugur eftir og endaði á sjúkrahúsi. En þarna sneru sauðirnir við blaðinu og tóku að halda fyrir linsu myndatökumanns og standa fyrir framan tökuvélina. Það hentaði þeim skyndilega ekki lengur að láta taka af sér myndir.
Mótmælum á Grundartanga lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.7.2008 | 15:06
Batman & Robin
Hvað kallast Batman & Robin eftir að þeir hafa orðið undir valtara? Svar: Flatman & Ribbon.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2008 | 08:41
Frekir sunnanmenn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 18:11
Italir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.6.2008 | 12:45
Farinn í frí...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 01:15
Brúðkaup
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.6.2008 | 01:32
Kæri Gísli Marteinn
Ég er sammála þér að það er ekki fallegt þegar borgin er full af gargandi og rænandi mávum. En hvernig miðar annars meindýraverkefninu sem þú varst skrifaður fyrir frá borgarstjórn, ertu nokkuð hættur? Það var mikil hreingerning sem þú lést sýna í fréttunum í fyrra enda eru þessir mávar ekkert annað en fljúgandi rottur og flott þegar skytturnar stráfelldu þær. Að vísu fannst mörgum það full glannalegt að sjá skyttur standa með haglara á bökkum Tjarnarinnar og freta rotturnar niður fyrir framan börn og túrista en þar virkar víst ekkert annað þegar Tjörnin og borgin eru orðnar fullar af þessum ófögnuði.
Ég fór nefnilega að spá í þetta meindýramál fyrir nokkrum dögum þegar ég var að þvælast úti á Álftanesi. Þar sátu sílamávarotturnar í hundruðum á hreiðrum og eru margir ungar þegar skriðnir úr eggjunum. Ekki dettur nokkrum manni í hug að meindýraeyða því, það myndu einhversstaðar kallast fyrirbyggjandi aðgerðir. Í Kópavogi, á lúpínuenginu vestan við stóra íþróttahúsið Fífuna, sá ég kvikindin fjölga sér líka alveg óáreitt, rétt við mannabústaði. Það er kannski ekki nema von að það fyllist allt af meindýrum þegar þeim er leyft að fjölga sér í friði, á miðju höfuðborgarsvæðinu.
Væri nú ekki gáfulegt að huga að þessu heldur að þurfa einungis að skjóta fullorðnar rotturnar inni í miðri borg, búa til eitthvað plan til lengri tíma til að losna við ófögnuðinn. Að vísu er það mjög sjónrænt þegar borgarbúar sjá (í sjónvarpinu) að það er verið að gera eitthvað í málunum en flestir myndu þó kjósa að hafa þetta þannig að þeir sæju helst hvorki meindýraeyðana né mávana. Hjá borgarstjórn er kannski í lagi að hugsa þetta verkefni til skemmri tíma því enginn veit hvernig þeirri stjórn verður háttað í næstu viku (að neðan, rotta étur rottu)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2008 | 15:26
Orlofsferðir til Íslands
Ísbjörn í æðarvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar