Leita í fréttum mbl.is

Bensínstöðvarborgarinn

Hver kannast ekki við það að fara út á land og langa í eitthvað að borða eftir að hafa keyrt í nokkra klukkutíma. Freistast svo til að fara í bensínsjoppu og panta hamborgara með frönskum, vitandi fyrirfram að hann er alveg óaætur. Þetta gerir maður hvað eftir annað á ferð sinni um landið en nánast allsstaðar nota sjoppurnar sömu auðveldu lausnina, bjóða bara upp á einhverja vesæla hamborgara og franskar sem maður byði ekki hundi. Mér er afar minnistæður "borgari" sem ég fékk eitt sinn í sjoppunni á Nesjum við Hornafjörð, en það var eitthvað það mesta óæti sem ég hef látið ofan í mig um dagana.

En það eru þó til veitingastaðir við hringveginn þar sem hægt er að fá góðan mat, þeir blasa bara yfirleitt ekki við frá veginum. Þetta er sama syndrómið og þegar maður er staddur á sólarströnd og við aðalgötuna, eða ströndina eru eintómir lélegir veitingastaðir með plaststólum með sérlega lélegum mat, og allt borið fram með vondum frönskum og tómatsósu. En ef maður leitar svo aðeins eða kynnir sér málið þá finnur maður gott að borða fyrir sama verð.

Gott dæmi um svona faldar perlur við þjóðveginn á Íslandi er til dæmis á Kirkjubæjarklaustri. Þar er veitingastaður inni í bænum sem heitir Systrakaffi, en ég átti þar einmitt leið um í gær. Það er bara fínn matur þar, prýðilegir hamborgarar, vel ætar pizzur og fleira gott, girnileg Klausturbleikja fæst þar líka og margt fleira. Þar stoppa ég yfirleitt á leiðinni út á land og er hættur að fara vonsvikinn aftur út í bíl, með magaverk eftir að hafa gleymt enn einu sinni hvað bensínstöðvarborgarinn er vondur.

Nú ef maður er mikill hamborgaraaðdáandi þá er líka hægt að beygja inn á Höfn í Hornafirði og fá sér borgara hjá Kokknum, þeir fá fullt hús stiga hjá flestum sem hafa bragðað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Ég heyrði nú eitt sinn góða sögu um nákvæmlega þetta og tel ég hana sanna. Amk er ekkert á þeim tveim stöðum sem við sögu koma sem afsannar þetta. Sagan er þessi.

Einu sinni á ári tekur starfsfólk Staðarskála í Hrútafirði sig til og skiptir um steikingarfeiti í djúpsteikningarpottunum. Feitinni er þá tappað á tunnu sem svo er hent um borð í sendibíl og honum svo ekið beint í Grillskálann í Vík í Mýrdal. Þar er þessi olía svo notuð í eitt ár til viðbótar.

Af reynslu minni að dæma þá passar þetta bara alveg 

Steini Thorst, 8.6.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Þessari sögu myndi ég alveg getað trúað, a.m.k. miðað við bragðið af borgurunum í Víkursjoppunni, enda er ég fyrir löngu hættur að stoppa þar til að borða. Hvet alla svanga á leið um suður- og suðausturland að stoppa á Klaustri og finna Systrakaffi.

Guðmundur Bergkvist, 8.6.2008 kl. 19:33

3 identicon

Já leitið ekki langt yfir skammt...........

Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þegar ég var lítill fóru foreldrar stundum með okkur í ferðalag um landið. Pabbi smurði brauðsneiðar og samlokur og setti í sérstakan kassa með hillum sem komu í veg fyrir að brauðið klesstist saman. Svo var stoppað við laut og lagst í hana og fengið sér að borða. Spurning hvort það sé hægt að gera eitthvað svona þegar maður fer út á land? 

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.6.2008 kl. 18:43

5 identicon

Ég á heima á Höfn og hef ekki farið og borðað á Kokknum, verð bara að prufa eftir þennan lestur.

Júlía Þorsteins (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 51337

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband