Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Mazar E Sharif

Nú er ég staddur norður í landi í borginni Mazar E Sharif. Töluvert heitara en í Kabúl, sirka 30 stiga hiti í dag. Fórum um bæinn og það var alveg stappað af fólki út um allt, þvílík glás og allir rosalega uppteknir og mikill handagangur í öskjunni. Töluvert meira af konum í búrkum (aðeins net fyrir augun búningur) heldur en í Kabúl  sem maður sá. Það var átakanlegt að sjá sumar konurnar sem lágu á gangstéttinni og betluðu, þær eiga ekkert, mega ekkert og enginn vill sjá þær því konur sem eru í þessari aðstöðu eru flestar búnar að missa mennina sína og þeirra bíður nánast ekkert nema dauðinn, og sumar taka jafnvel eigiið líf. Mann langar að fara að gráta að horfa upp á svona hryllilegar aðstæður. Hvar eru mannúðar- og mannréttindasamtök þegar svona hlutir eru annars vegar, eða fólk sem þykist vera að bjarga fiskum eða hvölum og eyðir í það milljörðum.Afghan-women


Kabúl

Mættur á þennan ótrúlega stað sem er í 1800 metra hæð yfir sjávarmáli. Flugum í nótt með stoppi í Finnlandi og Istanbul, lítið sofið á leiðinni. Hingað var flugvélin komin um hádegi og svo keyrðum við um götur Kabúl í brynvörðum jeppa frá flugvellinum og inn á græna svæðið þar sem friðargæsluliðar frá einum 40 löndum búa. Þetta var ótrúleg sjón, bláfátæk börn í ræfilslegum klæðum út um allt og ætli við höfum ekki séð einar 100 asnakerrur og 500 ávaxtasala á þessari stuttu leið. Netsambandið er ótrúlega slappt.

Níufimmsjö!

Þegar flakkað er á milli útvarpsstöðva í bílnum er ég ekki alltaf viss um hvaða stöð dettur inn í leitinni hverju sinni. En þegar ákveðin hnakkastöð dettur á kantinn fer yfirleitt ekki á milli mála hvaða viðbjóður er á ferðinni. Grjótheimskur þulurinn talar mjög hratt og taktfast með sérstaka áherslu á errið og segir nafn útvarpsstöðvarinnar á sirka 5 sekúndna fresti, (svona just-in-case ef einhver gullfiskurinn á hinum endanum skyldi hafa misst af því).

Í bassaboxum Súbarú Imprezanna á Selfossi er niðursoðið píkupoppið svo þanið í botn upp um opna  topplúguna eftir að þulurinn loksins hættir rausinu og heilalaus bílstjórinn sem er orange litaður í framan (eftir ofnotkun á ljósabekkjum) byrjar að syngja með og kinkar aflitaða grautarhausnum í takt.


Dregið í UST-lottóinu

Var svo heppinn að fá vinning í lotteríinu og það lítur því út fyrir að maður veiði hreindýr í fyrsta skipti næsta sumar/haust. Ótrúlegt að hafa búið fyrir austan í 25 ár og hafa ekki einu sinni farið á hreindýraveiðar. Já og verandi veiðimaður með alvarlega dellu, skil þetta bara ekki...Hreindýr

Samsæri

Nei nú er nóg komið af skepnuskapnum gegn borgarstjóranum. Það er ekki nóg með að Spaugstofan sé að hamast í vesalings Ólafi F. og setja á svið heilu geðveikraþættina, nú eru komnir 2 þættir í röð. Dagskrárstjóri Sjónvarpsins baðst sko ekki afsökunar á aðförinni gegn Ólafi, heldur tók til óspilltra málanna í samsærinu gegn nýja borgarstjóranum og raunar borgarstjórninni allri. Í liðinni viku skellti hann á dagskrá íslensku kvikmyndinni Englar alheimsins sem fjallar um klikkaða gaura í Reykjavík sem eru gúggú og ga ga, bimmilimm og bomm bomm og bjóða sjálfum sér upp á flottustu veitingarnar. Þetta getur ekki verið tilviljun því að í næstu viku verður hann svo með Gaukshreiðrið á dagskrá og Guð má vita hvað kemur næst. Er ekki meijor Ólafur F. búinn að þola nóg, sjálft Sjónvarp allra landsmanna að snúa hnífnum í sárinu.

Englar Reykjavíkurborgar


Erfðaprinsar stinga af

Erfðaprinsarnir endast ekki lengi um borð í Framsóknarskútunni, enda er orðið lítið til að erfa í þessum klúbbi, því flokkurinn er orðinn svo
lítill að þetta minnir orðið frekar á klúbb eða oggulítið framboð heldur en
flokk. Það er kannski eins gott fyrir BInga að stökkva frá borði núna
ellegar að fara niður með dallinum því stutt er í að hann sökkvi.
Hugsanlega er hann nú þegar búinn að fá eitthvað gott djobb úti í atvinnulífinu, hann er með góð tengsl víða. Kannski í Orkuveitunni eða REI, já eða jafnvel hjá einhverjum af þeim fyrrverandi
Framsóknarmönnum sem hafa fengið ódýr einkavædd fyrirtæki upp í
hendurnar. Það þykir nánast öruggt úr þessu að hann hættir í pólitík, varla gengur BIngi í Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn.
mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siv myndaði betur

Þegar fyrrnefndur Geir Helljesen var hér á landi í fyrravor fyrir Alþingiskosningarnar tók hann m.a. viðtal við hina hálf-norsku Siv Friðleifsdóttur. Hún vildi endilega fá að taka mynd af okkur Geir saman eftir viðtalið til að setja á síðuna sína. Það var langtum betri ljósmynd en þessi hræðilega mynd af okkur í Eyjafréttum, enda gott veður þá og enginn slæptur og þreyttur...ime_9450a


Góð veðurspá fyrir kvöldið!

Björgunarsveitirnar voru svo sannarlega undir það búnar að bregðast við veðrinu -á sinn hátt. „Við vorum búin undir það að nú yrði verulegur samdráttur í sölu okkar, vegna veðursins“ sagði formaður Landsbjargar.295094A

Í hádeginu á gamlársdag fór ég á netið og það fyrsta sem blasti við mér á mbl.is var að það væri búið að fresta áramótabrennum vegna afar slæmrar veðurspár og samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins vill enginn hafa láréttar brennur, enda kom það á daginn, það var kolvitlaust veður á gamlárskvöld.

Eftir lestur mbl.is í hádeginu fór ég út í bíl og heyri í útvarpinu auglýsingu: „Veðurspáin er góð fyrir kvöldið, flugeldamarkaður Björgunarsveitanna“ Alveg varð ég steinhissa. Allt í einu var von á góðu veðri þegar sjálfar björgunarsveitirnar þurfa á meiri péníng að halda og bústa upp söluna á síðustu stundu.

Ég skaut upp 2 stórum rakettum um kvöldið og satt að segja var það bara hættulegt og með ólíkindum að ekki skuli hafa orðið fleiri flugeldaslys í þessum djöfulgangi.


mbl.is Björgunarsveitirnar seldu vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir að reykja ekki

Fór inn í sjoppu í dag og þar rak ég augun í skilti sem stóð á “Takk fyrir að reykja ekki” Það er auðvitað búið að banna að reykja á slíkum stöðum og svo skil ég ekki hvaða punktur er í því að þakka mér fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Það ætti þá kannski líka að setja upp skilti sem stendur á: "Takk fyrir að skíta ekki á teppið". Þetta er reyndar ennþá verra í Ameríku, landi öfganna. Þar eru sko skilti sem stendur á: "Ekki einu sinni láta þér detta það í hug að reykja hér inni!". (Don’t even think of smoking in here!) Hvernig geta þeir eiginlega komið í veg fyrir að ég geri það síðan ekki? Kannski yrði maður bara settur í handjárn og stungið inn ef maður dirfðist að gera slíkt, eða jafnvel sakaður um hryðjuverk og sendur til Guantanamo.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband