Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2008 | 23:11
Í fréttum er þetta
Mér hefur oft fundist margt skrítið sem sagt er frá í fréttum. Nauðaómerkilegir hlutir sem sumum blaðamönnum þykja hipp og kúl rata á forsíður og fáránlegir hlutir eru gerðir að stórmáli. Á undanförnum árum hefur fáum fundist þess virði að flytja fréttir af sjávarútvegi og fiskveiðum, það er svo helvíti vond lykt af fiski. Það er alveg rétt sem sagt hefur verið, að það var snobbað ótrúlega fyrir fjármálageiranum í fréttum. Þá skoðun hef ég haft lengi.
En nú má viðurkenna að sjávarútvegur og landbúnaður séu mikilvægar undirstöðuatvinnugreinar og fréttaþátturinn Auðlindin er skyndilega kominn aftur á dagskrá og fleiri lesa Fiskifréttir, sem er reyndar bara orðið að ofurlitlu horni í Viðskiptablaðinu í dag. Í 10 fréttum RÚV er sem betur fer hætt að segja frá Nasdakk og Fútsí vísitölunum sem venjulegur meðaljón skilur ekkert hvað þýðir og bissnessliðið sem skilur það vissi allt um þegar það fór úr vinnunni seinni part dags.
Nú í desember er svo stanslaust sagt frá því í fjölmiðlum að jólin séu að koma. Er það frétt? Mér þætti það heldur vera frétt ef þau kæmu ekki, það mætti sko birta á forsíðum og vera fyrsta frétt í útvarpi og sjónvarpi ef svo væri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 13:43
Hvenær fer maður á hausinn?
Það er búið að tala um það í rúma tvo mánuði að Ísland sé farið á hausinn. Tekið var risalán til að bjarga landinu og svo var mikið fjaðrafok og læti eins og allir vita. Sumir segja að við eigum að skila láninu, að við þurfum það ekki því það geri bara illt verra. Maður skilur hvorki upp né niður í þessu rugli.
Svo eru menn sem stjórnuðu einkavæddum banka og töpuðu öllu sínu þegar bankarnir hrundu. Eða hvað? A.m.k. einn þeirra var að bjóða svimandi háar upphæðir í þrotabú bankans í Luxembourg. Hvað er í gangi? Þekktur íslenskur tónlistarmaður sagði frá því ítrekað í viðtölum eftir bankahrunið að hann væri gjaldþrota. Las síðan í gær frétt um sama mann þar sem sagt var frá því að hann væri að fá sér nýjan Land Cruiser. Hann sagðist verða að vera vel akandi þegar barn þeirra hjóna kæmi í heiminn á nýju ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 22:01
Tvífarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2008 | 14:17
Allt brjálað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2008 | 23:15
Kæra dagbók
Það er búið að vera undarlegt að vera til síðustu daga. Það eru niðurskurðar-hnífasett á ferðinni út um allar trissur og verið að reka fólk í stórum stíl úr vinnu. Líka á mínum vinnustað og maður er hálf dofinn. Það er eitthvað bogið við það að lesa að morgni dags hvað stendur til, á forsíðu Fréttablaðsins, sem er allt annar fjölmiðill en sá sem ég vinn hjá. Nánast engin af persónum forsíðugreinarinnar hafði heyrt neitt um innihald hennar þegar fríblaði Baugsmanna var stungið inn um lúguna eldsnemma þann morguninn.
Fór niður í bæ í dag að taka myndir af mótmælafundi. Þrír pistlahöfundar helltu úr skálum reiði sinnar í míkrófón, standandi inni í stórum sendibíl framan við skemmtistaðinn Nasa á Austurvelli. Svo ætlaði ég að taka myndir af liðinu sem skeytir skapi sínu á Alþingishúsinu. Þetta er orðið fastur liður í þjóðlífinu á laugardögum. Einungis rúlluðu kartöflur um gangstéttir og einhver gutti mætti með eggjabakka sem hann hafði keypt í 10/11 í Austurstræti og smurði eggjunum samviskusamlega á hvern glugga Alþingishússins. Það var allt og sumt af ólátum, sem betur fer. Kannski var árshátíð hjá Anarkistum í gærkvöldi og þeir allir voða þunnir og komust ekki niður á Austurvöll. Þeir láta þá kannski ennþá meira til sín taka á Arnarhóli á mánudaginn, verða þá líka búnir að fá atvinnuleysisbæturnar greiddar og geta keypt egg og tómata og fleiri vopn.
Kom heim úr vinnunni í kvöld og kveikti á imbakassanum. Á skjánum var skjallþátturinn "Gott klapp" á RÚV-inu. Ofmetnasti sjónvarpsmaður landsins með allt of skræka rödd hélt mér engan veginn við efnið svo að ég setti bara niðurhalaða kvikmynd með George Clooney í kassann í staðinn. Það er jú kreppa, eigum við ekki að klappa fyrir því! Já gefum þeim gott klapp.
Bloggar | Breytt 30.11.2008 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 20:07
Í höfuðstöðvunum
Felldi Icesave Hitler? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2008 | 19:50
Vísnahornið
Í liðinni viku dró einhver minnugur maður fram tveggja ára gamla klippu úr fréttum þar sem Forseti vor er að mæra útrásarsnillingana í hástert og lét þessi fleygu orð falla upp á engislaxnesku: "You ain't seen nothing yet". Nafni hans, Ólafur Auðunsson hirðskáld, var ekki lengi að snara fram kveðskap af tilefninu.
Ólafur var ógnar stór
með auðmannanna stétt.
Og allir sögðu í einum kór
"Jú eint sín notting jétt"
Klapp var stýran stórust þá
og stærilætið þétt.
Er allir horfðu uppá þá.
"Jú eint sín notting jétt"
Ef þotuliðið þeysti á loft
þá flaug 'ann undra létt.
Og það var bara ansi oft
"jú eint sín notting jett"
Útrásinni efldi mátt
það engin nú er frétt.
Og við Dabba er í sátt
"jú eint sín notting jett"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 00:12
Öskurapi í útvarpi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2008 | 20:26
Aura-apar
Peningar og fjármál var það sem öllu skipti á Hannesar-árunum svokölluðu. (síðustu 4-5 ár þegar allir vildu vera jafn ríkir og flottir og Hannes Smárason) Efnishyggjan var allsráðandi og margur maðurinn missti sig í neyslunni. Já fólk er undarlegt. Það vinnur hörðum höndum til að verða ríkt og eignast allt, en segir okkur jafnframt að peningar séu rót alls ills. Við íslendingar vorum sífellt að kaupa hluti sem við þurftum ekki, fyrir peninga sem við áttum ekki, til að ganga í augun á fólki sem við þekktum ekki. En peningar afla víst ekki vina, þeir taka þá bara á leigu um stund.
Heil þjóð varð af aurum apar en því miður eru peningar eina valdið sem allt mannkyn beygir sig fyrir. Við erum jú af öpum komin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 23:44
Dónaskapur í bíóhúsum
Maður fer í bíó og borgar 1000 kall fyrir miðann. Það er nú alveg slatti. Samt er ekkert garantí fyrir því að maður fái gott sæti í salnum. En það er alveg garanterað að í hvert skipti þarf maður að eyða slatta af tíma sínum í að horfa á auglýsingar og bíótreilera á undan myndinni, stundum í allt að korter inn í auglýstan sýningartíma.
Ég vil ekki borga mig inn á bíó til þess að láta dæla yfir mig auglýsingum, ég get horft á þær frítt á Skjá Einum í lange baner ef ég vil, en ekki rándýru í bíói takk fyrir. Hvar eru Neytendasamtökin? Jújú, nú segir einhver að sjónvarpsstöðvar sem við borgum fyrir séu með auglýsingar líka en það kostar ekki 1000 kall að horfa á eina mynd þar og í bíó geturðu heldur ekki skipt um stöð á meðan þessu er dembt yfir mann.
Réttlætingin fyrir þessu er sú að bíóið verði að gera þetta til að halda miðaverði niðri. En staðreyndin er sú að þetta er einungis gert til að hámarka gróða og traðka á okkur neytendum um leið. Þetta er alveg óþolandi enda fer ég sjaldnar og sjaldnar í bíó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar