Leita í fréttum mbl.is

Grimms ævintýri árið 3420

Einu sinni var undarlegt lítið land langt úti í rassgati sem stærstur hluti íbúa heimsins vissi ekki að væri til. Þegnar litla landsins þurftu að búa við svakalegasta okur sem fyrirfannst í öllum heiminum, en ráðamenn landsins voru svo heillaðir af bankasnillingum og bissness-spekúlöntum landsins að þeir leyfðu þeim að setja sínar eigin reglur því aðlondon_bananas_mar_05 þá kæmi svo mikið af auðæfum í ríkiskassann í staðinn, því þeir voru svo duglegir að græða. Í kassann hlóðst svo upp furðulegi gjaldmiðillinn sem landið notaði og vaxtasérfræðingar frá öðrum löndum ráðlögðu þeim að borga ekki upp meiri erlendar skuldir að svo stöddu. Þegnar landsins voru að drukkna í yfirdráttarlánum á okurvöxtum og allskonar neysluskuldum.

Samt héldu ráðamenn litla landsins áfram að segja þegnunum að það væru ekki til peningar í kassanum til að reka spítalana og heilsugæsluna í landinu. Ekki væru til peningar til að annast gamla fólkið og ekki mikill til aur til að laga dauðaslysagildruvegina í kringum höfuðborgina þeirra. Embættismennn þögðu flestir þunnu hljóði. Á þeim tíma hörðu ráðamennirnir nýlokið við að selja velþóknandi vinum sínum fyrirtæki í eigu ríkisins á tombóluprís. Undruðust þó margir þegnanna að í eyðifjörðum og fáförnum dölum landsins höfðu ráðamenn efni á að grafa rándýr göng ogdiggers byggja risa mannvirki sem innflutt vinnuafl og fyrirtæki höfðu mestan hag af. En það gerðu þeir að miklu leyti til að halda uppi vinsældum hjá þingmönnum fámennu svæðanna svo að landsstjórnin héldi velli í kosningum, það var mikilvægast af öllu.

Landsstjórnin hafði líka mikinn áhuga á því að byggja allskonar fokdýr sendiráð og skrifstofur út um allan heim til að geta verðlaunað gæðinga sína sem höfðu gert vel fyrir flokkana sem þeir komu úr. Sumir ráðamennirnir réðu sig svo sjálfir í enn betri störf í flottum byggingum og hækkuðu sumir eigin laun og eftirlaun upp á eigin spýtur og létu vini sína ráða syni sína í flottar stöður.

Í kringum litla landið var mikið af gjöfulum fiskimiðum sem þegnarnir höfðu lifað á um aldir. Svo kom að því einn daginn að landsstjórnin tók upp á því að gefa þeim bara fiskinn, en aðeins þeim semsilly_fisherman áttu báta og skip á sama tíma. Eftir það gátu þeir hinir sömu selt syndandi fiska á svimandi upphæðir og braskað með þá að vild, og högnuðust sumir ógurlega og voru kallaðir kóngar en hinir sem ekkert fengu tóku að lepja dauðann úr skel.

En eitt það undarlegasta við allt þetta ástand í landinu litla var að einhver stofnun utan úr hinum stóra heimi reiknaði út reglulega að lítil sem engin spilling fyrirfyndist í þar. Enginn veit hverju sú stofnun fór eftir í útreikningum sínum, en upplýsingarnar sem þeir unnu eftir komu líklega frá yfirvöldum sjálfum í litla landinu, sem hélt þó alltaf að væri stórveldi í hverju sem það tók sér fyrir hendur. Á endanum sökk landið í skuldafen og hvarf og hópur fornleifafræðinga sem fundu Atlantis hafa leitað þess lengi án árangurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta bara ekki hin rétta lýsing á Íslandi í dag.Flott hjá þér takk fyrir.

jensen (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Vú, ha.  Glæsileg skilgreining !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þú ert í stíl við Moggann, kvótakerfið vont og viðskiptalífið spillt. Ertu annars búinn að lesa Moggann í dag?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 6.2.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Heyrði í dag að Mogginn væri að benda á algjöra snilldar síðu á netinu...  Jú ef ég er í stíl við Moggann þá ættum við að vera nokkuð sammála, er þetta ekki málgagnið þitt? Held að flestir rétthugsandi menn ættu að vera sammála um að kvótakerfið er bull og pottur er víða brotinn í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi.

Guðmundur Bergkvist, 6.2.2008 kl. 23:01

5 identicon

SÆLL eigum við að ræða þetta eitthvað ??

Tær snilld og allt saman rétt. 

Kjartan (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 51317

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband