29.9.2008 | 15:26
Hagfræði- og bankasnillingur áratugarins
Rétt í þessu var að ljúka kosningu á hagfræði- og bankasnillingi áratugarins og það kom ekki á óvart það var sjálfur Dabbi kóngur sem hreppti titilinn. Fyrir um áratug þegar hann var fossessráðherra hóf hann mikla herferð sem miðaði að því að selja allar mjólkurkýr landsins til velþóknandi fólks, t.d. voru nokkrir bankar seldir á slikk. Sumir þeirra voru jafnvel borgaðir upp á einu ári eða svo. Skömmu síðar fóru sumir nýríku bankamennirnir svo að skammta sjálfum sér ótæpilega og Dabbi tók þá fáeina þúsundkalla út úr sama banka í mótmælaskyni. Hann tók ekki út neina peninga úr neinum banka þegar hann síðan skammtaði sér ofurlaun og ofur-eftirlaun þegar hann réð svo sjálfan sig í Seðlabankann.
Núna er hann búinn að leysa til sín aftur part af bönkunum með fé okkar skattborgara úr sjóðum Seðlabankans. Er ekki reglan í markaðshagkerfi sú að selja dýrt og kaupa ódýrt? 84 milljörðum var pungað út fyrir Glitni takk fyrir.
Kanarnir vildu ekkert með íslenska Seðlabankann hafa en gerðu samninga við alla hina Norðurlandabankana í síðustu viku. Bússi kóngur sagði fyrir einungis 4 árum þegar Dabbi heimsótti hann "Mr. Oddsson is a friend of mine" En hvar er Bússi vinur Dabba nú? Gat Dabbi ekki hringt í vin sinn og beðið hann að kippa í réttu spottana? Hann hefur nú alveg gert svoleiðis áður, og svo vinnur Bússi við það að kippa í spotta fyrir rétta vini.
Það sem stendur upp úr er að Dabba hefur líklega loks tekist að knésetja hið illa veldi Baugs eftir ítrekaðar tilarunir. Þeir áttu nefnilega stærstan hluta í Glitni og hafa þar af leiðandi tapað gríðarlegu fé í allri ringulreiðinni.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Íþróttir
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
P.S. ...og nú er aftur komið að því að láta velþóknara Dabba hafa banka í eigu ríkisins á spottprís. Björgólfsfeðgar verða búnir að fá bankann afhentan á silfurfati innan skamms.
Guðmundur Bergkvist, 29.9.2008 kl. 19:59
heyr heyr
Hjördís Lilja (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.