21.9.2008 | 18:17
Úr Myndaorðabókinni
Fólk hefur oft í flimtingum að það sé mynd af einhverju eða einhverjum við hlið ákveðins orðs í orðabókum þegar nafnorð eða lýsingarorð bera á góma. Nú er loks búið að gefa út bókina umtöluðu og hér eru nokkrar myndir af handahófi úr Myndaorðabókinni, en Séð og heyrt "stjörnur" eru áberandi á síðum bókarinnar við hlið orðanna.
Bimbó (ásdísus siliconus) Slanguryrði sem merkir á engilsaxnesku: "heavyset blonde woman who acts stupid" Glyðruleg kona sem hagar sér eins og tálkvendi. Vinnur við það að koma fram fáklædd og fyllingar úr kísilefnum eru á ýmsum stöðum. Sannkölluð síli-kona.
Kvennabósi (fjölnus flagarus) Kvennamaður, kvensamur maður, flagari. Skiptir stöðugt um lagskonur og eltist við kvenfólk út í eitt. Holdgervingur orðsins hefur ósjaldan komist á forsíður slúðurblaða fyrir athæfið og er frægur fyrir það það öðrum fremur.
Hrokagikkur (bjössus hrokagikkus) Ráðamaður sem svarar fólki með hroka, fullnýtir valdið út í ystu æsar og túlkar oft á eigin hátt. Enginn má hreyfa andmælum við svörum hans þótt við blasi að hann sé ekki að segja alveg allan sannleikann.
Hrappur (árnus steliþjófus) Lygilega slyngur smjaðurrefur sem kemst upp með ótrúlegustu hluti árum saman en smokrar sér svo aftur inn á þing eftir að hafa setið í fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað frá hinu opinbera.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehe þessi er flottur hjá þér..
Skúli Þór (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:13
Vote Árni!!!Versta helvíti hvað hann er laglaus,það er eini gallinn hans.Ég er að raula Kartöflugarðinn meðan ég skrifa,lalalalala.
Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:55
Eini gallinn hans Árna?????????? Ja hérna...
Guðmundur Bergkvist, 23.9.2008 kl. 23:01
Ja hérna maður minn góður :0)
kalli (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.