26.6.2008 | 01:32
Kæri Gísli Marteinn
Ég er sammála þér að það er ekki fallegt þegar borgin er full af gargandi og rænandi mávum. En hvernig miðar annars meindýraverkefninu sem þú varst skrifaður fyrir frá borgarstjórn, ertu nokkuð hættur? Það var mikil hreingerning sem þú lést sýna í fréttunum í fyrra enda eru þessir mávar ekkert annað en fljúgandi rottur og flott þegar skytturnar stráfelldu þær. Að vísu fannst mörgum það full glannalegt að sjá skyttur standa með haglara á bökkum Tjarnarinnar og freta rotturnar niður fyrir framan börn og túrista en þar virkar víst ekkert annað þegar Tjörnin og borgin eru orðnar fullar af þessum ófögnuði.
Ég fór nefnilega að spá í þetta meindýramál fyrir nokkrum dögum þegar ég var að þvælast úti á Álftanesi. Þar sátu sílamávarotturnar í hundruðum á hreiðrum og eru margir ungar þegar skriðnir úr eggjunum. Ekki dettur nokkrum manni í hug að meindýraeyða því, það myndu einhversstaðar kallast fyrirbyggjandi aðgerðir. Í Kópavogi, á lúpínuenginu vestan við stóra íþróttahúsið Fífuna, sá ég kvikindin fjölga sér líka alveg óáreitt, rétt við mannabústaði. Það er kannski ekki nema von að það fyllist allt af meindýrum þegar þeim er leyft að fjölga sér í friði, á miðju höfuðborgarsvæðinu.
Væri nú ekki gáfulegt að huga að þessu heldur að þurfa einungis að skjóta fullorðnar rotturnar inni í miðri borg, búa til eitthvað plan til lengri tíma til að losna við ófögnuðinn. Að vísu er það mjög sjónrænt þegar borgarbúar sjá (í sjónvarpinu) að það er verið að gera eitthvað í málunum en flestir myndu þó kjósa að hafa þetta þannig að þeir sæju helst hvorki meindýraeyðana né mávana. Hjá borgarstjórn er kannski í lagi að hugsa þetta verkefni til skemmri tíma því enginn veit hvernig þeirri stjórn verður háttað í næstu viku (að neðan, rotta étur rottu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51684
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Erlent
- Ég mun ekki segja af mér
- Myrti tvo lögreglumenn: Gengur enn laus
- ESB blæs á hótanir Trumps
- Vonast eftir breyttri Úkraínu á 35 ára afmæli
- 102 ára á toppnum
- Leggja höfuðin á höggstokkinn
- Þrjár systur drukknuðu
- Þrír fórust í þyrluslysi á Wight-eyju
- Þjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot
- Tveir lögreglumenn skotnir til bana
Fólk
- Britney berar bossann
- Miðarnir kosta allt að 87 þúsund krónur
- Hvað gerðist í þessari kennslustofu?
- Leggur undir sig níu sali listasafns í Þýskalandi
- Vill ekki að eiginkonan keyri
- Er þetta nýjasta Hollywood-parið?
- Hlynur með þrennu í San Sebastian
- Polari-verðlaunin ekki afhent vegna deilu
- Sopranos-leikari er látinn
- Ljóð Valdimars vekur athygli í Þýskalandi
Viðskipti
- Útséð um frekari vaxtalækkanir
- Íslensk gervigreindarlausn til Ungverjalands
- Rekstrarhagnaður Sýnar 66 milljónir króna
- Gjörbylti lögfræðilegu starfi
- Play stækkaði fjármögnunina
- Lagarde: Erlent vinnuafl fylli í skarðið
- Allt í háaloft út af Cracker Barrel
- Sameining íþróttafélaga myndi styrkja reksturinn
- Endurheimt, heilsa og árangur
- Víkingur stendur best fjárhagslega
Athugasemdir
Þetta minnir mig á gömlu, góðu dagana í Andey þegar ég sem ung stúlka dundaði mér við svona forvarnaraðgerðir,- stúta eggjum,- skilja eitt vel hrist eftir í hreiðri og ef ungað var út áður en hægt var að framkvæma þetta þá var farið í mávsungaeltingarleik og slá í stein......blóðbað,- ekkert annað ( þvílíkt uppeldi ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:09
Nákvæmlega, drepum þetta í fæðingu.......
Blóðþorsti er okkur í blóð borin.
Eiður Ragnarsson, 29.6.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.