3.12.2007 | 10:54
Svafstu vel?
Það er oft skrýtið þegar maður hittir einhvern snemma að morgni og hann spyr mann svona heimskulegra kurteisisspurninga eins og: "Svafstu vel"? Þá langar mig nú oft mest til að svara: Nei veistu það, ekki nógu vel, ég gerði nokkur mistök. Nú ef ég asnast síðan til að spyrja á móti En þú? Þá segir fólk oftast: Jájá, ég svaf alveg eins og ungabarn Hvað er þetta fólk eiginlega að meina? Að það hafi vaknað oft yfir nóttina öskrandi og grenjandi og bæði migið og skitið á sig?? Ja ef maður vaknaði grenjandi og öskrandi um miðja nótt þá væri nú sosum ekkert slæmt ef brjósti væri bara stungið uppí mann. Hugsa að ég myndi steinhætta að öskra...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm myndi garga reglulega til að brjóstið kæmi...
Skúli Þór (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 23:26
Heyrðu, ég stið þetta með "Ungbarna-sofið" og ætla að prufa þetta....mínus að skíta á mig.....
Bjargi.
Bjargfastur (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 23:59
Rusl póst vörn... virkar bæði á rusl póst og hálfvita ... summan af átta og tólf fékk ég... sem betur fer vaknaði maður nú stundum í stærðfræðitímum...
En já svo finnst konum skrýtið að karlmenn séu alltaf að hugsa um brjóst... ég meina það er algjörlega þeim að kenna! Það var verið að venja okkur á það fyrstu árin að við fáum brjóst þegar við görgum og gólum og svo eru þau allt í einu tekin af okkur... þetta er bara rugl, Reclaim the breasts!
Stefán Smári
Stefán Smári (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:24
heheheh.... góður djókur :)
Fyndið að megin inntakið í þessari færslu er að sofa eins og ungabarn en samt hafa öll commentin sem hafa komið inn snúist um brjóst. Hvað segir það okkur? jú... við karlmenn fáum bara ekki nóg af brjóstum. Sem er svo sem ekkert skrýtið. Þessu er stungið upp í okkur um leið og við fæðumst og svo rifið af okkur þegar við síst viljum og við getum bara ekki tekið augun af þeim eftir það...
Dannyboy (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 20:37
Já, ég held það hafi algjörlega farið með restina af þeim litlu völdum sem konur höfðu í heiminum, þegar karlmenn fóru að geta séð brjóst úti um allt. Áður var þetta meiriháttar valdatæki. Menn gerðu hvað sem var til að fá að kíkja á þó ekki væri nema eitt!
Annars, góð pæling, Herra Bergkvist. Er alltaf að sjá þig eitthvað þegar ég er að þvælast uppi í sjónvarpi. Eða bara á víðavangi, en hef ekki nennt að heilsa þér þar sem mér þykir svo ólíklegt að einhver þekki mig aftur síðan í menntaskóla. Enda öll vötnin runnið til sjávar og svo komu hrukkur og kíló og barnahaugur og allt það.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 17:13
Nei hæ, það er nú ekki svo langt síðan ég sá þig, á tónleikunum með Pixies fyrir sirka 3 og hálfu ári minnir mig. Ég hlýt að vera svona blindur fyrst ég tek ekki eftir þér. Skipa þér hér með að stoppa mig næst...
Guðmundur Bergkvist, 7.12.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.