Leita í fréttum mbl.is

FL Gubb - must come down!

Eitt sinn söng hljómsveitin Blood, sweat and tears ansi fínt lag sem heitir Spinning wheel  þar sem sungið er "what goes up must come down" Þeir kumpánar höfðu svo sannarlega lög að mæla. Allt fína útrásar- og verðbréfapakkið á Íslandi virðist eiga að vita allt um þessa einföldu staðreynd, en nánast heil kynslóð af verðbréfaguttum sem komið hefur til skjalanna á undaförnum árum virðist halda að markaðurinn geti aðeins farið upp og aftur upp.

Hluthafar og forkólfar í FL Gubb virðast vera búnir að steingleyma því að það sem fer upp verður að koma niður aftur.  Í fréttaflutningi af málum tengdum félaginu undanfarna daga segja fréttamiðlar um stórfréttir að ræða, en gleyma jafnframt því að áhættufjárfestingar eru nefnilega áhættu-fjárfestingar. American Airlines og Þýski Commerz bank voru svo sannarlega slíkar fjárfestingar eins og flestar fjárfestingar félagsins. En samt kemur þetta fólki þvílíkt á óvart þegar "eignirnar gufa upp" eins og einhver miðillinn sagði þegar eignir Bakkavarar rýrnuðu á hlutabréfamörkuðum. "Eignirnar" fara bara sömu leið og þær komu, upp úr talnaleikfimi Kauphallarinnar. Þetta er afar einfalt og þessir snillingar ættu einmitt að vita þetta.

En hvurn fjandann kemur mér það við þótt Hannes Smárason sé að tapa öllu aftur og að einhverjir nokkrir hluthafar séu að súpa seyðið af fáránlegum fjárfestingum Eff Ell Gubb? Þarna er nú bara á ferðinni þessi aldagamla staðreynd about ups and downs, win some - lose some. Fjölmiðlar ættu að hætta að snobba endalaust fyrir fjármálageiranum og auðmönnunum og koma sér niður á jörðina. Þetta eru ekki eins miklar stórfréttir og margir þeirra segja. Meira að segja við smælingjarnir úti í bæ vissum alveg að það kæmi að því hlutabréfin færu að þokast niður á við aftur og eitthvað af áhættufjárfestingunum myndu koma í bakið á íslenska efnahagsundrinu. Það er jú kannski frétt nú þegar komið er að því, en ekki aðal málið og fyrsta helst í fréttum hvað einhverjir kallar eru að gera í sínum einkafyrirtækjum. Fréttirnar ættu frekar að snúast um að þessir fjármála- og bankafuglar eru komnir með leyfi til að setja nánast sínar eigin leikreglur og stjórnvöld taka andköf af hrifningu þegar minnst er á þessa snillinga og galdramenn, sem stjórna nú á dögum líka hvaða vexti og upphæðir ég þarf að borga af lánunum mínum. Fyrsta frétt ætti að snúast um hvað lánin hans Jóns í Breiðholtinu eru að hækka við þessar bölvuðu æfingar sem þessir snillingar standa fyrir og koma niður á almúganum á endanum.

Niðri í $eðlabanka situr svo Kóngurinn í hvelfingu sinni, löngu búinn að missa tökin á skrímslinu sem hann skapaði sjálfur og ræður ekki neitt við neitt þrátt fyrir alls kyns stýrivaxtaleikfimiæfingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband