9.9.2008 | 22:32
Ævintýralegt
Út er komin ný bók í ævintýralegu seríunni.
25 milljarða skuld sögð geta fallið á Eimskip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 13:02
Austurland
Í vikunni fór ég í fyrsta skipti austur á firði í heil 3 ár. Maður bjó víst í aldarfjórðung á austurlandi og hlýtur að teljast austfirðingur, a.m.k. ennþá. Og mikið var gaman að fara austur, sérstaklega á þessum árstíma því að allt er svo litríkt, mosinn teiknar fjöllin svo falleg og austurlandið skartaði sínu fegursta. Það sem var einna skemmtilegast var hvað allir voru almennilegir. Austfirðingar eru höfðingjar heim að sækja og kurteisin uppmáluð, (næstum allir).
Fór reyndar ekki bara að gamni mínu austur, og þó. Fyrst ég vann í UST Lottóinu í fyrravetur þá var komið að því að fara á hreindýraveiðarnar og Kjartan veiðifélagi minn fór að sjálfsögðu með, búnir að bíða í hálft ár eftir þessu með mikilli eftirvæntingu. Eftir mikla göngu um heiðardal einn fagran, upp af Fossárdal í Berufirði, þá lágu 2 væn dýr, belja og kálfur. Vorum með frábæran leiðsögumann sem þekkir hvern stein og þúfu á svæðinu og það skilaði sér, enda sér maðurinn í gegnum holt og hæðir og lengra en augað eygir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2008 | 23:35
Leiðrétting
Bloggar | Breytt 3.9.2008 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2008 | 09:02
Dýr sjúkrahúslega
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 13:10
Garbage mountain
Rotturéttir seðja hungrið á krepputímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 13:36
Mollþreyta
Ég er haldinn sjúkdóm sem hrjáir marga karlmenn. Ég veikist skyndilega þegar ég fer í Kringluna, Smáralind eða aðrar verslanamiðstöðvar. Laugavegurinn er stundum alveg nóg til að fá einkennin. Sumir kalla þetta Kringluleiða en ég kýs að kalla þetta mollþreytu. Þetta byrjar strax með mikilli þreytu í fótunum sem færist svo upp eftir þeim og endar uppi í haus í miklum leiða. Fljótlega fer ég að leita að stöðum til að setjast niður og leggja á minnið útgönguleiðir á meðan konan er að versla. Af hverju eru þeir sem reka moll ekki löngu búnir að setja upp leikherbergi sem eiginkonur geta skilið eiginmennina eftir í meðan þær versla. Bjór og bolti, billjard og leðursófar. Hreinasta snilldar lausn.
Í fjölmörgum mollferðum um dagana hef ég komist að því að við karlmenn hljótum að vera með GPS tæki innbyggt í hausnum. Gott dæmi, ef við förum t.d. eitthvað til útlanda með konu. Eins og allir vita þá verða þær alveg trítilóðar við það að komast inn í stórar verslanamiðstöðvar erlendis. Þar erum við dregnir áfram rúllustiga eftir rúllustiga, rekka eftir rekka, hæð eftir hæð, alveg að deyja úr leiðindum og við erum alltaf að horfa til baka og reyna að finna einhverja smugu eða ástæðu til að snúa við. Á leiðinni erum við svo alltaf ósjálfrátt að taka niður GPS punkta og þannig að merkja í huganum þessa flóknu flóttaleið til baka, því okkur langar svo rosalega mikið að komast út þessu bákni.
Og svo þegar þær eru búnar að draga mann alveg upp á efstu hæð inn í innsta horn á þessari RISAbúð, þá á að snúa við, en nei! Þær eru orðnar alveg rammvilltar eftir að hafa ætt áfram í stjórnlausu kaupæðiskasti. Þá komum við sterkir inn -með innbyggðu GPS tæknina, Þessa leið Komdu! Stysta leið út. En við erum samt ekki klárari en það að áður en við vitum af er búið að plata okkur inn í einhverja aðra risabúð, alveg að drepast í fótunum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 19:07
Rafrænar löggur og undarleg stjórnsýsla
Stóri bróðir er víða. Myndavélar eru út um allt að taka myndir af okkur og öllu sem við gerum. Þær eru í senn orðnar löggur, vitni, uppljóstrarar og dómarar sem enginn deilir við. Allt sem myndavélarnar sjá og heyra okkur gera er 100% rétt og öruggt. Það sem þær koma upp um er prentað út og skýrslan er klár og þrjóturinn dæmdur sekur um leið án þess að mannshöndin komi þar nærri. Þetta virðist vera framtíðin þar sem menn vilja ekki vera lengur í löggunni, það er of dýrt að borga fólki fyrir slíkt.
Ég lenti í því um daginn að vera á leiðinni til Reykjavíkur frá Sandgerði og myndavél við þjóðveginn þar tók mynd af mér og dæmdi mig til 7500 króna sektar fyrir það að hafa keyrt á 97 km. hraða. Fékk sektina senda heim, en eitthvað er stjórnsýslan undarleg. Það getur varla verið mikið hagræði í því að rafræna löggan við þjóðveginn sendi fyrst skýrslu um glæpamanninn til lögreglunnar á Reykjanesbæ, þar sé skýrslan síðan áframsend til Sýslumannsins á Snæfellsnesi sem lætur síðan Sýslumanninn á Hvolsvelli senda sektarmiðann í pósti til glæpamannsins. Getur varla verið hagkvæmt kerfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 00:03
Í tilefni dagsins
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.8.2008 | 22:12
Maður spyr sig
Eftir að hafa farið um þriðja heiminn og séð með eigin augum hvað heilu þjóðirnar hafa það hrikalega skítt á tuttugustu og fyrstu öldinni þá hugsar maður ýmislegt. Hvað í fjandanum erum við að væla, eigum nánast allt til alls og megum allt og lifum í vellystingum. Við erum sífellt kvartandi undan smámunum og erum aldrei ánægð og stöðugt þunglynd og ómöguleg.
Bláfátækt fólk í Kambódíu sem á varla fyrir mat og býr í handónýtum kofaskriflum sem halda hvorki vatni né vindi er sífellt brosandi. Af hverju? Börnin eru glaðleg og virka hamingjusamari en íslensk börn, sem rífa bara kjaft og fara í fýlu ef þau fá ekki að leika sér í nýjustu tölvuleikjunum. Er von að maður spyrji sig. Hamingjan felst sennilega ekki í því að eiga allt.
Maður spyr sig líka að einu eftir að hafa farið um þetta land og séð alla eymdina og kynnt sér sögu Kambódíu. Hvar í fjandanum voru frelsarar alheimsins (bandaríski herinn) þegar geðbilaður einræðisherra var í óða önn að myrða þjóð sína kerfisbundið með skelfilegum pyntingum og hrottalegum aftökum? Hersveitir Pol Pot drápu nokkrar milljónir landsmanna, aðallega menntafólk og fólk með skoðanir. Svar: Kanarnir voru staddir hinu megin við landamærin á nornaveiðum, að eltast við ímyndaða kommúnista og drepa Víetnama. Það hentaði Kananum greinilega ekki þá að fara að skipta sér af þessu þjóðarmorði. Ef þessi helför hefði verið stöðvuð væri kambódíska þjóðin sennilega ekki í skítnum í dag. Nágrannar þeirra Tælendingar, eru t.d. áratugum á undan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2008 | 10:49
Gulliver i Putalandi
Nu er eg buinn ad fara vida um Kambodiu og tugtusundir manna hafa ordid a vegi minum. Ekki einn einasti af teim hefur verid haerri en eg, og to er eg bara rett rumlega yfir medalhaed a islenskan maelikvarda. Sumsstadar hefur folk starad eins og tad vaeri ad horfa a geimverur. Hef aldrei komid a nokkurn stad tar sem er eins mikid af flottu myndefni, fotogeniskum andlitum og sterkum litum.
Landsmenn haetta ekki ad koma mer a ovart, hvenig teir lifa og hvernig teir transporta allt med ollum teim skrytnu farartaekjum sem teir smida sum sjalfir, engar umferdarreglur eru virtar og stundum eru allt ad fimm saman a einu motorhjoli. Sumir sem eiga fina bila hafa leyfi til ad vera numerslausir, hvernig sem stendur a tvi. Grunar ad tad hafi eitthvad ad gera med gridarlega spillt stjornkerfi landsins.
Hef ordidi vitni ad alveg hreint otrulegum hlutum herna og sed ta mest sjokkerandi stadi sem eg gat ekki imyndad mer. Kem breyttur madur heim og lit mannkynid og lif mitt odrum augum en adur.
En nu er vinnuparti ferdarinnar lokid og eg og eiginkonan (hun er herna lika ja) aetlum ad skella okkur til Thailands a flotta strond i nokkra daga adur en heim verdur haldid. Skodudum Angkor Wat hofid i gaer, svakaega flottur og merkilegur stadur. Forum tar a fílaleigu og fengum okkur fílaleigufíl og tokum godan runt um svaedid.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2008 | 16:55
Kambódía
Er staddur í Kambódíu vegna vinnu. Innfæddir eru með ónýtan gjaldmiðil, svipað og við íslendingar. Þeir eru eiginlega með tvöfalt hagkerfi, láta mann borga með Dollurum og gefa svo til baka með sínum gjaldmiðli, sem líkist mest minjagripum. Svo þegar maður ætlar að borga með þeim peningum á næsta stað þá vilja þeir ekki sjá þá peninga og heimta bara Dollara.
Lenti síðan í Pohm Penh í þeirri rosalegustu monsoon rigningu sem sögur fara af, garðslangan heima hefði ekki verið duglegri að úða. Fór síðan í alvöru frumskóg í fyrsta skipti. Magnað, alveg magnað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 10:02
Farsímamannasiðir
Það var alveg sérdeilis prýðileg fréttaskýring á BBC um daginn sem fjallaði um dónaskap fólks við notkun farsíma, eða mobile manners eins og Bretinn kallaði það, gott hugtak. Maður er sjálfur orðinn frekar vanur þessum ósiðum allt í kringum sig og gerist jafnvel sekur um marga ósiði sjálfur, sem eru orðnir afar útbreiddir og algengir. Maður fór nú aðeins að hugsa um þetta sko.
Algengasti ósiðurinn er líklega þegar fólk heldur að það sé eitt í heiminum þegar það fer að tala í símann. Hver hefur ekki setið í rútu eða lest eða verið einhversstaðar þar sem a.m.k. einn eða tveir dónar blaðra svo tala hátt í símann að nánast allir viðstaddir heyra hvert orð, og mun hærra en þeir kæra sig um.
Svo er afar algengt að fólk er í miðjum samræðum og stendur augliti til auglitis við aðra manneskju og svarar svo allt í einu símanum eldsnöggt um leið og hann hringir og rýkur í burtu til að sinna því samtali, svona rétt eins og símtal sé mikilvægara en beinar samræður, eða kannski sá sem hringdi sé mun mikilvægari persóna en hinn aðilinn.
Svo eru auðvitað til allar mögulegar aðrar tegundir dónaskapar þessu tengdar, t.d. að slökkva ekki á símanum í bíó, eða tala jafnvel í símann í bíó. Sumt fólk sniðgengur aðra í kringum sig á ýmsum mannamótum og talar stanslaust í símann eða sendir sms alveg á fullu, jafnvel undir stýri o.fl. o.fl.
Varð vitni að svona ósiðum um daginn þegar ég sat í lest á Ítalíu (nýbúinn að hlusta á einn dóna fyrir aftan mig blaðra mjög hátt í svona korter) þá situr einhver kona rétt hjá mér sem var að stilla nýjan hringitón á símann sinn og var greinilega með stillt á mesta hljóðstyrk. Hún prófaði að spila brot úr öllum hringitónum sem voru í boði og þegar hún var búin að prófa þær allar svona tvisvar þá munaði aðeins hársbreidd að ég stæði upp og tæki af henni símann og kastaði honum út um gluggann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 18:59
Atvinnumótmælasauðir
Fór í dag upp í Hvalfjörð til að mynda mótmælendur. Sauðirnir sem eru frá ýmsum löndum voru ánægðir þegar þeir fengu athygli sjónvarpsfrétta og voru með talsmann sem bauð að fyrra bragði upp á viðtal. Hetjurnar völdu sér mesta skítaveður sem komið hefur í sumar og voru norpandi í kuldanum, liggjandi saman hlekkaðar á veginum. Tveir voru hálf stjaksettir ofan á álstöngum við hliðina. Það sem verið var að mótmæla er reyndar í Afríku en það er ekki aðal málið.
Þegar atvinnusauðirnir gáfust upp og fóru að taka niður álstangirnar vildi ekki betur til en svo að þeir misstu þær í hausinn á einum sauðnum svo að hann lá blóðugur eftir og endaði á sjúkrahúsi. En þarna sneru sauðirnir við blaðinu og tóku að halda fyrir linsu myndatökumanns og standa fyrir framan tökuvélina. Það hentaði þeim skyndilega ekki lengur að láta taka af sér myndir.
Mótmælum á Grundartanga lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.7.2008 | 11:45
Háskólapeysa
Ég hef hannað nýja peysu sem hentar öllum háskólanemum, sérstaklega bandarískum. Hönnunin vísar í helstu áhugamál háskólanema.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 13:44
Sumargúrka
Fjölmiðlar birta stundum hund-ómerkilega hluti (sérstaklega á sumrin) til að fylla út í síðurnar hjá sér eða til að fréttatímarnir nái fullri lengd í útvarpi eða sjónvarpi. Fréttir af verðþróun á GÚRKUm þykja nú sennilega vera við lágpunktinn en nú hefur sá punktur líklega náð sögulegum lægðum þar sem eitthvað blaðið birti nýlega frétt af því að ökumaður fyrir norðan hefði keyrt yfir gæsarunga.
Til að toppa (eða botna) þá gúrkufrétt verður næsta "fréttin" kannski einhvern veginn á þessa leið:
Bóndi í Suðursveit sem var á gangi með hundi sínum í gær skammt frá sveitabænum varð vitni að því þegar kría réðst að hundinum með þeim afleiðingum að hundurinn hljóp vælandi heim með skottið á milli lappanna. Hundavinafélag Íslands harmar atvikið en hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar