Leita í fréttum mbl.is

Lilli Popp í Popplandi

Nú er hin árlega sjómannalagakeppni hafin á Rás 2. Að þessu sinni er Lilli nokkur Popp (Kristinn Kristinsson) kominn í úrslit og geta hlustendur kosið lagið hans á síðu Popplands. Lagið syngur Snorri Idol sem er frændi Lilla, en saman munu þeir frændur vinna að gerð nýrrar plötu sem verður án efa algjör hittari. Lagið heitir "Heim" og er efst í listanum. Ég kaus Lilla og Snorra.Lilli Popp

Eyðum endilega meira

Við Íslendingar erum skrítnar skrúfur. Græðgi, amerísk markaðshyggja og lífsgæðakapphlaup hafa náð slíkum heljartökum á landanum að maður veit ekki hvar þetta endar. Hvers vegna erum við sífellt að eyða peningum sem við eigum ekki, í hluti sem við þurfum ekki, til að ganga í augun á fólki sem við þekkjum ekki? Þetta er undarleg hegðun.getfile

Austur-Evróvisjón á fimmtudögum

Íslendingar eru almennt ekki ennþá búnir að fatta að það er búið að færa Evróvisjón yfir á fimmtudaga hvað Ísland varðar. Frónsins framlag verður þar á dagskrá framvegis svo lengi sem menn nenna þessu, og sama hvað allir halda alltaf að lagið sé æðislegt.

Friðrik Ómar segist í viðtali ekkert vera farinn að spá í laugardaginn. Hann er þá sennilega búinn að átta sig á þessu. Hann ætlar samt að láta dáleiða sig, svona til öryggis...


mbl.is „Dávaldur“ með í för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir hálsar!

Má ég kynna: Steiktasta tónlistaratriði sem flutt hefur verið "evvvver". Höfundur texta ku hafa verið búinn að innbyrða a.m.k. 2 kíló af skemmdum ofskynjunarsveppum og reykt heila heysátu af baneitruðu ópíumgrasi og skolað því niður með vænum slurk af djöflasýru þegar hann samdi textann. Njótið vel.

Mafíuríkin

Fyrirtæki eru oft dæmd fyrir samantekin ráð, s.s. verðsamráð. Íslenskir grænmetisseljendur fengu á baukinn fyrir nokkrum árum og svo olíufélögin stuttu síðar, enda aðför að neytendum. En stærstu verðsamráðssamtök heims, OPEC, eru það öflugt batterí að ekki nokkrum manni dytti í hug að reyna að snerta á þeim. Vörubílstjórar ættu að reyna að flauta fyrir utan þeirra höfuðstöðvar og sturta skít á tröppurnar og láta öllum illum látum, það myndi nú lítið þýða. Held reyndar að OPEC hafi engar eiginlegar höfuðstöðvar. Samtök olíuframleiðsluríkja hafa líklega skrifstofur í stjórnsýslubyggingum allra ríkjanna.

Varla fara stjórnvöld ríkjanna að siga eigin lögreglu á skrifstofur sínar vegna gruns um samráð, enda fitna ríkissjóðir landanna meir og meir eftir því sem þeir ná að skrúfa verðið upp með öllum tiltækum ráðum. Raunar allir ríkissjóðir heims hljóta að tútna út þegar verðið hækkar, meiri eldsneytisskattar í kassann. Hver fagnar ekki fleiri aurum í kassann hjá sér, það eru hvort eð er smælingjarnir sem taka skellinn.


mbl.is Hráolíuverð nálgast 130 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð sem enginn skilur

Alltaf eru sögð reglulega í fréttunum einhver voða fín orð sem ekki nokkur venjulegur meðaljón skilur. Er það vegna þess að pólitíkusum og bissnessliði finnst svo flott að slá um sig með voða kúl frösum eða er þetta bara af því að við hin erum svo heimsk? Skilja Nonni í Breiðholtinu eða Gunna á Raufarhöfn þessi orð?

-Skuldatryggingaálag
-Vogunarsjóðir
-Freistnivandi
-Skortstaða
-Lánalína
-Lánveitandi til þrautavara
-Teravattsígildi
-Línuívilnun
-Aflamark
-og svo auðvitað, hin margumtalaða verðbólga


Símtal

Pabbi: "Hæ elsku ljúfurinn, þetta er pabbi. Leyfðu mér aðeins að tala við mömmu. Er ekki mamma heima?"
Litli stákurinn: "Já, hún er uppi með Palla frænda".
Pabbi: "Nei það getur ekki verið ástin mín, þú átt engan Palla frænda".
Litli strákurinn: "Jú víst, hann og mamma eru uppi í herbergi, og þau eru ekki í neinum fötum".
Pabbi: "Ha, nú er það! Geturðu þá gert mér greiða vinur. Hlauptu upp og öskraðu rosa hátt að þú hafir séð bílinn hans pabba þíns vera að renna í bílastæðið. Viltu gera það fyrir pabba?"
Litli strákurinn: "Jájá pabbi".

3 mínútum síðar.

Litli strákurinn: "Ég er kominn aftur pabbi".
Pabbi: "Og hvað gerðist?"
Litli strákurinn: "Mamma varð alveg agalega hrædd og hoppaði út úr rúminu og hún datt í leiðinni á kommóðuna og rak hausinn í. Og núna er hún dáin".
Pabbi: "Hver fjandinn, hvað ertu að segja drengur?"
Litli strákurinn: "Já og Palli frændi varð líka agalega hræddur og stökk út um gluggann og í sundlaugina en hann hitti ekki og hann er líka dáinn".

Þögn.

Pabbi: "Sundlaugina??? Bíddu er þetta ekki Nonni litli, er ég ekki að hringja í 557-2687?"


Vísnahornið

Þá er komið að vísnahorninu og aftur er það skáldið Ólafur Auðunsson sem gerir Bubba Morthens að skotspóni auk Björns nokkur Jörundar, en saman sungu þeir nýlega dúett í sjálfhverfum sjónvarpsþætti sem kenndur er við Bubbann.

Saman kreista Bubbi og Björn,
barítón á reiki.
Það er ekki við því vörn,
að vakni flökurleiki.


Alltaf að læra...

Fór og heimsótti Dabba bankastjóra í $eðlabankanum í dag og lærði nýtt orð af honum þegar hann hélt svaðalega ræðu, m.a. um það að gjaldeyrisforðinn hafi verið tvöfaldaður árið 2006 og eiginfjárstaða $eðlabankans styrkt og slíkt blabla.dabbi small

Dabbi sagði orðrétt: "Ríkisvaldið hefur lýst yfir vilja til að efla þessa stöðu enn, en um leið verður að gæta þess að skapa ekki freistnivanda." FREISTNIVANDI? Ég velti strax vöngum yfir þessu skrítna orði og greinilega voru fleiri í salnum að því. Þetta ku vera eitthvað fjármála- og viðskiptalingó. Er freistnivandi kannski bara það sem mannkynið á endalaust við að etja? Freistingarnar eru við hvert fótmál, það er auðvitað mikill vandi. Bankarnir freistast mikið til að taka áhættur til að geta grætt meira, og Seðlabankinn gæti þurft að taka á sig skell ef þeir tapa og illa fer, kannski Dabbi hafi verið að meina það.


Besta myndband í heimi

Þetta myndband er án efa besta myndband sem hefur nokkurn tímann verið framleitt, svo ekki sé minnst á lagið sjálft. Þvílík garrrrrrgandi snilld!

Bjórbókin

Hann Freysi er mikill snillingur, en hann heldur úti ansi hreint skemmtilegri og fræðandi vefsíðu sem kallast bjórbók.net. Nýlega var hún valin vefsíða vikunnar í sunnudagsblaði Moggans. index.28 Á síðunni má finna ýmsan fróðleik um drykkinn góða, bjórrýni er þar að finna á allar þær tegundir sem Freysi hefur smakkað á undaförnum árum, og skipta bjórtegundirnar líklega hundruðum. Þarna er einnig að finna ýmis skemmtileg ráð og tips varðandi neyslu þessa undursamlega drykkjar. Bjórsmekkur minn hefur á undanförnum árum tekið stakkaskiptum og er það að mörgu leyti Freysa að þakka, enda er eitt af markmiðum hans með síðunni og Bjórmenningarfélagsins Kidda að vekja athygli Íslendinga á vönduðum bjór. Gaman að segja frá því að myndin í Moggagreininni (sem er tekin af síðunni) er af sambýliskonu minni við bjórsmökkun með Freysa...

Fannst á vettvangi

Eftir Norðlingaholtsbardagann í síðustu viku var allskonar drasl á víð og dreif við bensínstöð Olís. Starfsmaður á plani hafði í nógu að snúast við að sópa upp eggjaskurn og tína upp allskyns rusl. Eitt af því sem hann fann var torkennilegur spreybrúsi sem er ekki til sölu á bensínstöðvum. Á brúsanum var þessi miði.Warning Label
mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýldur í andlitið?

Margir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að lögreglumaður hafi verið sleginn í andlitið við gamla strætóportið á Kirkjusandi þegar vörubílstjórar komu til að sækja vörubíla sem lögregla tók við Rauðavatn. Fjölmiðlar tóku orð lögreglu trúanleg og sögðu svo frá: "Lögregla segir að maðurinn hafi ráðist á lögregluþjón og kýlt hann í andlitið" Það er að sjálfsögðu á engan hátt réttlætanlegt sem árásarmaðurinn gerði en það er allt í lagi fyrir lögregluna að segja rétt frá. Ég varð vitni að atvikinu og eftir að hafa skoðað aftur upptökurnar, margsinnis, þá kem ég ekki auga á neinar kýlingar. Árásarmaðurinn, sem er um 100 kg. maður, stökk skyndilega á lögreglumanninn og tekur hann hálstaki, snýr hann niður og þar verður lögreglumaðurinn undir honum þegar þeir skella í malbikið af miklum þunga og hlýtur sár við höggið. Í fljótu bragði virðist sem að kýlingar eigi sér stað en það var ekki svo. Sjá nánar hér. Aras

Óeirðir!

Það fór eins með þennan síðasta vetrardag og þann í fyrra. Stærsta frétt síðasta árs var miðbæjarbruninn og nú á síðasta vetrardag voru það óeirðirnar við Suðurlandsveg sem eru kandídat í það stærsta í ár. Einhver á vettvangi atburða dagsins lét þau orð falla að þeir sem færu í lögguna væru ekki björtustu ljósin í seríunni. Annar sagði að vörubílstjórar væru fokheldir í hausnum. Er það þá þannig að þegar slær í brýnu milli þessarra hópa að þá sé útkoman einhvern veginn svona?GAS Ritstjóri þessarar netsíðu var staddur í hringiðu atburða (vinnu sinnar vegna og tók þessar myndir) og fékk nokkrar eggja- slettur yfir sig í leiðinni og buna úr löggu- maze brúsa straukst við öxl í hamagangnum, ásamt stympingum og troðningi ýmiskonar. Væri ekki bara gáfulegra fyrir lögguna að nota svona vatns-sprautubíla eins og sumsstaðar erlendis þegar óeirðalögregla Íslands þarf svona nauðsynlega aðSár augu dreifa mannfjölda  sem ógnar almannaöryggi. Opna svo bara aftur veginn lokaða og hleypa umferð á, og ekkert rugl! Það er eins gott að vera ekki með neitt múður nálægt þessari löggu framvegis. Þeir sýndu sko lýðnum í tvo heimana og að þeim er alvara. Sumir hinna hættulegu mótmælaborgara voru hel-spreyjaðir í framan eftir laganna merði sem sýndu smælingjunum hvar Björn keypti meisið.

Gapastokkinn aftur í notkun

Fangelsis- og betrunarvist er ekki nokkur andskotans betrun lengur nú á dögum. Stigamenn sem vantar húsnæði líta margir á þetta sem fría topp gistingu og ungir pjakkar sem brjóta ítrekað af sér gera það aftur og aftur og finnst sumum bara rosa kúl að hafa farið í steininn, enda dvelja þeir þar stutt í senn. "Steinninn" er líka að breytast í 3 stjörnu hótel, ekki amarleg vist það. Flatskjáir, internet og ýmis nútíma þægindi alveg gratís á sumum gististöðum, jafnvel frí menntun í boði fyrir morðingja og nauðgara. Enda eru "hótelin" alltaf yfirfull.

Hvernig væri nú að fara að taka upp gamla góða gapastokkinn aftur sem refsingatól. Á sínum tíma var tilgangurinn með gapastokknum sá að menn sæju virkilega eftir því að hafa brotið af sér. Þessi snilldar tæki voru gjarnan höfð við kirkjur á messudögum þar sem afbrotamenn voru látnir gapa í stokknum meðan sveitungarnir gengu fram hjá. Afbrotamennirnir upplifðu oftast skömm og niðurlægingu og iðruðust. Ekki væri þetta vitlaust úrræði nú á dögum, enda ekkert líkamstjón sem tækið veldur og mannréttindasamtök gætu varla fundið mikið athugavert við það.

Líklega myndu einhverjir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fremdu glæp ef gapastokkur sem þessi biði eftir þeim við Kringluna eða Smáralind þar sem þeir væru látnir dúsa heilu og hálfu dagana og væri svo aftur hent niður í dimma dýflissu yfir nóttina.gabestok


« Fyrri síða | Næsta síða »

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband