Leita í fréttum mbl.is

Karlmenn og samskipti

Hver kannast ekki við það að margir karlmenn sparka alltaf í dekkin á bílum sem þeir eru að skoða. Þetta er nefnilega aðferð sem þeir nota fyrstu kynni af bílnum til að ganga úr skugga um að hann sé í góðu lagi, einskonar gæðastimpill á honum, og um leið sannfærast allir nærstaddir um ótvíræða þekkingu karlsins á bílum: “Já þetta er ágætis bíll bara, ha!“, -segja þeir eftir að hafa sparkað með tánni í öll dekkin á bílnum. Ég lærði þetta nú reyndar af pabba þegar ég var lítill, hann var alltaf að þessu, á bílasölum og hér og þar. Þetta virðist nú vera býsna góð aðferð, því ég sparkaði duglega í dekkin á Lödunni minni áður en ég keypti hana þegar ég var ungur, og hún gengur ennþá. Hefði betur sparkað soldið hressilega í sköflunginn á minni fyrrverandi áður en ég byrjaði með henni, eftir dáldinn tíma þá hætti það nefnilega að ganga sko. Já af hverju bara ekki að nota þessa frábæru aðferð í öllum daglegum samskiptum?  Hætta að heilsa nýju fólki með handabandi og sparka frekar hressilega í sköflunginn á því og sjá til hvort samskiptin virki ekki vel eftir það. Já það er spurning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ Æ Æ Æ

Kalli (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:05

2 identicon

hehehe... Góður

Danni (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:26

3 identicon

Dagsatt - Hef oft orðið vitni að þessu, þeas með að karlmenn sparki í dekkin

Albert (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 51371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband