10.12.2008 | 13:43
Hvenær fer maður á hausinn?
Það er búið að tala um það í rúma tvo mánuði að Ísland sé farið á hausinn. Tekið var risalán til að bjarga landinu og svo var mikið fjaðrafok og læti eins og allir vita. Sumir segja að við eigum að skila láninu, að við þurfum það ekki því það geri bara illt verra. Maður skilur hvorki upp né niður í þessu rugli.
Svo eru menn sem stjórnuðu einkavæddum banka og töpuðu öllu sínu þegar bankarnir hrundu. Eða hvað? A.m.k. einn þeirra var að bjóða svimandi háar upphæðir í þrotabú bankans í Luxembourg. Hvað er í gangi? Þekktur íslenskur tónlistarmaður sagði frá því ítrekað í viðtölum eftir bankahrunið að hann væri gjaldþrota. Las síðan í gær frétt um sama mann þar sem sagt var frá því að hann væri að fá sér nýjan Land Cruiser. Hann sagðist verða að vera vel akandi þegar barn þeirra hjóna kæmi í heiminn á nýju ári.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Beggi minn,- þetta fór allt á hausinn,- en síðan tók ríkissjóður risalán og afborganirnar af því lenda á okkur skattgreiðendum og reyndar minnkar velferðarkerfið líklega svoldið og atvinnuleysið eykst og allt það. En vertu rólegur þetta er líka allt gert fyrir þá sem fóru fyrst á hausinn,- svo þeir haldi haus og geti farið í Matador aftur angaskinnin,- svona þegar þeir eru búnir að rannsaka hrunið hjá sjálfum sér.......og ráðherrarnir alveg steinhissa,- eymingjarnir....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.12.2008 kl. 20:57
Þetta átti eiginlega að vera, Hvenær fer maður á hausinn og hvenær ekki?
Guðmundur Bergkvist, 11.12.2008 kl. 11:01
Ég er alveg sammála þessari færslu hjá þér, ég er löngu hættur að skilja þetta ástand og hegðun manna, hættur að hlusta á fréttir, og borga reikningana mína. Nú sýnist mér að allskonar ósómi sé að koma upp á yfirborðið nú þegar skilanefndir virðast vera komast inn í talna og pappírsfarganið í bönkunum
Svavar Guðmundsson, 11.12.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.