11.11.2008 | 20:26
Aura-apar
Peningar og fjármál var það sem öllu skipti á Hannesar-árunum svokölluðu. (síðustu 4-5 ár þegar allir vildu vera jafn ríkir og flottir og Hannes Smárason) Efnishyggjan var allsráðandi og margur maðurinn missti sig í neyslunni. Já fólk er undarlegt. Það vinnur hörðum höndum til að verða ríkt og eignast allt, en segir okkur jafnframt að peningar séu rót alls ills. Við íslendingar vorum sífellt að kaupa hluti sem við þurftum ekki, fyrir peninga sem við áttum ekki, til að ganga í augun á fólki sem við þekktum ekki. En peningar afla víst ekki vina, þeir taka þá bara á leigu um stund.
Heil þjóð varð af aurum apar en því miður eru peningar eina valdið sem allt mannkyn beygir sig fyrir. Við erum jú af öpum komin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning hvort landinn læri eitthvað af þessu, ég á alveg eftir að sjá það. Mikið talað og svaka reiði, en um leið og lygnir aðeins fer allt á sömu lund.
Af hverju eru strætósamgöngur ekki meira í umræðunni, skil það ekki, bara talað um hvernig hægt er að nýta matarafganga og baka brauð í frystinn. Hvað ætli einkabíllinn sé stórt hlutfall af heimilisútgjöldunum og hægt að spara nokkuð margar krónur þar.
Sandra Eiðs (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:57
Fín mynd af þér !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.11.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.