8.10.2008 | 14:29
Tilkynning
Bubbi Morthens hefur skipulagt samkomu á Lækjartorgi klukkan 4 á morgun þar sem allir helstu útrásarvíkingar og fjármálasnillingar landsins verða teknir hver á fætur öðrum og hýddir allsnaktir. Bubbi kóngur ætlar að klæðast böðulsbúning með forláta
leðurhettu og mun stjórna hýðingunum með harðri hendi. Fólk er hvatt til að mæta á Lækjartorg og púa á ofursnillingana á bak við efnahagsundrið sem settu landið á hausinn. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum og eftir gjörninginn verða snillingarnir svo hengdir upp á tánum í apabúrum sem verður svo ekið um götur bæjarins á opnum vögnum og um borð í varðskip sem flytur þá norður til Bjarnareyjar í Barentshafi. Þar munu þeir síðan verða látnir dúsa næstu 40 árin.

Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
”Nú er svo komið að skattayfirvöldin krefja okkur skýringa á því hvernig við höfum efni á því að greiða þá skatta sem þau leggja á okkur”
–Óþekktur.
Af mbl.is
Íþróttir
- Vantaði meiri töffaraskap
- Háspennuleikur var mér ofarlega í huga
- Þór skoraði sjö mögnuð byrjun Dags
- Stjarnan fer með forystu í Breiðholtið
- KR og Hamar/Þór byrja vel
- VAR í aðalhlutverki er Chelsea sigraði
- Óvæntur sigur Álftnesinga í Njarðvík
- Mikill liðstyrkur fyrir FH
- ÍBV í úrslitakeppnina en Grótta er fallin
- Þróttarar fara vel af stað
Athugasemdir
Ertu að fara lána honum leðurhettuna þína??
daniel (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.