Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing

Ýmislegt sem menn sögðu og skrifuðu í gamla daga var algjört rugl en sumt voru sannindi sem standast tímans tönn. Hugsuðir og spekúlantar vöruðu fólk við ýmsu í mannlegri hegðun sem væri afar slæmur löstur. Margt af þessu er allt enn í fullu gildi:

Græðgi var í gamla daga sögð ein af dauðasyndunum sjö og fólk forðaðist hana. En nú eru breyttir tímar því þessi ófögnuður er orðinn aðal drifkrafturinn í nútíma vestrænu þjóðfélagi og öllum finnst það bara í fínu lagi. Þjóðfélagið er búið að missa öll tök á græðginni og er að súpa seyðið af því nú síðustu daga.

Stolt virðist vera fylgifiskur græðginnar því nú til dags er sumt fólk svo upptekið af því að afla sér lífsgæða og fínnar stöðu að það má ekki vera að því að ala upp börnin sín því það þarf að fá sér aðeins flottari jeppa í stæðið en nágranninn, eða stærri flatskjá. Sumir vinir fólks verða skyndilega hallærislegir og nýir og flottari vinir eru teknir fram yfir. Sumir myndu frekar vilja deyja en að tapa öllu og verða fátækir. Dramb er falli næst.

Óhóf kemur svo í kjölfarið þar sem sumir sanka endalaust að sér hlutabréfum eða kaupa allt of stór hús og bíla á erlendum lánum og hætta aldrei að taka áhættur til að verða ríkari. Þeirra bíður ekkert nema fall sem óhófið nær tökum á. Það á við um allt sem við gerum og neytum, mat drykk, kynlíf og peninga.  

Losti verður svo til þegar óhófsmenn með of mikið góðæri missa tökin á tilverunni, fara of oft á Goldfinger eða sÓðal eða missa sig í því að eiga endalausan séns í hitt kynið vegna fullra vasa að seðlum.

Öfund bíður svo þeirra sem horfa á hina ríku og flottu velta sér upp úr allsnægtunum. Þeir vilja verða eins, en eru blindaðir af afbrýðisemi. Sem betur fer láta sumir sér nægja að lesa Séð og Heyrt og öfunda fína og flotta stjörnufólkið í litadýrðinni.

Leti segja sumir að sé ástæða þess að hinir öfundsjúku nái ekki árangri.

Reiði blossar svo upp þegar hinir stoltu og gráðugu fara að missa tökin á lífsstílnum og hlutabréfin gufa upp og peningarnir og vinirnir taka að hverfa. Það er oftast einhverjum öðrum að kenna og þá fara sumir að hefna sín og stinga í bök. Ætli það sé ekki það sem bíður efnahagslífsins á næstunni? Reiði er í það minnsta afar útbreidd á Íslandi um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 51377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband