6.9.2008 | 13:02
Austurland
Í vikunni fór ég í fyrsta skipti austur á firði í heil 3 ár. Maður bjó víst í aldarfjórðung á austurlandi og hlýtur að teljast austfirðingur, a.m.k. ennþá. Og mikið var gaman að fara austur, sérstaklega á þessum árstíma því að allt er svo litríkt, mosinn teiknar fjöllin svo falleg og austurlandið skartaði sínu fegursta. Það sem var einna skemmtilegast var hvað allir voru almennilegir. Austfirðingar eru höfðingjar heim að sækja og kurteisin uppmáluð, (næstum allir).
Fór reyndar ekki bara að gamni mínu austur, og þó. Fyrst ég vann í UST Lottóinu í fyrravetur þá var komið að því að fara á hreindýraveiðarnar og Kjartan veiðifélagi minn fór að sjálfsögðu með, búnir að bíða í hálft ár eftir þessu með mikilli eftirvæntingu. Eftir mikla göngu um heiðardal einn fagran, upp af Fossárdal í Berufirði, þá lágu 2 væn dýr, belja og kálfur. Vorum með frábæran leiðsögumann sem þekkir hvern stein og þúfu á svæðinu og það skilaði sér, enda sér maðurinn í gegnum holt og hæðir og lengra en augað eygir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51603
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Fólk
- Mætti einsamall á frumsýningu
- Russell Brand ákærður fyrir nauðgun
- Tveir sona Beckham-hjónanna eiga í miklum í deilum
- Eignaðist sitt fjórða barn með aðstoð staðgöngumóður
- Vissi alltaf að ég vildi skrifa
- Helena krýnd Ungfrú Ísland
- Nýr snúningur á deilu rapparanna Kendricks Lamars og Drake
- Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex
- Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér
- Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
Íþróttir
- Safna fyrir langveik börn á Sjally Pally
- Ísland - Noregur kl. 16.45, bein lýsing
- Byrjunarlið Íslands tilbúið - fimm breytingar
- Stór nöfn í Vesturbæinn
- Kristján Örn hlaut verðlaun í Danmörku
- Ætlar að snúa aftur
- Ætla að spila í Grindavík
- Gætu verið með Arsenal
- Slegist um mikilvæg stig á Þróttarvelli
- Þetta er sorgardagur
Athugasemdir
Það er fallegt þarna í Berufirðinum.Hver var leiðsögumaðurinn?
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:23
Vel gert Beggi, þar með er kolefnis jöfnun þinni lokið í ár. Ég ítreka það að það er fátt meira umhverfismál á þessum tímum en að fækka þessum dýrum. Hattur ofan fyrir umhverfissinnanum.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.9.2008 kl. 21:23
Niiice! Um að gera að skjóta þessi kvikyndi og troða þeim í frystikistuna! Það hefði ekki verið leiðinlegt að koma með í svona ferð. Ég fæst nú reyndar við annars konar veiðar hérna á ítalíu ;)
En þetta er flott dýr hjá þér frændi!
kv. Stefán Smári
Stefán Smári Kristinsson, 7.9.2008 kl. 16:56
Leiðsögumaðurinn heitir Þorri Magnússon. Mikill snillingur.
Guðmundur Bergkvist, 7.9.2008 kl. 18:07
Mikið eruð þið flottir félagarnir þarna ;) Auðvitað bara dásemdin ein þarna fyrir austan.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:00
Blessaður!
Það er með ólíkindum hvað þetta fólk fyrir sunnan getur leyft sér að vaða um óspjölluð lönd til að myrða og skemma. Fær ekkert að vera í friði lengur -ha?!
Það er fátt eins fallegt og blessuð hreindýrin út í fallegri náttúrunni. Yfir þeirri sýn er mikill friður og ró.
Já, það er betra fyrir þetta lið að sunnan að kaupa hreindýrakjötið í Nóatúni, í stað þess að bruna upp um öll fjöll að skemma og skjóta.
Kalli (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:31
Flottur...en þessi kálfur þarna bakvið verður ekki af neinum tarfi úr þessu!!!!hefði ekki verið hægt að sleppa honum????
kv. JP....
palli (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.