27.8.2008 | 13:36
Mollþreyta
Ég er haldinn sjúkdóm sem hrjáir marga karlmenn. Ég veikist skyndilega þegar ég fer í Kringluna, Smáralind eða aðrar verslanamiðstöðvar. Laugavegurinn er stundum alveg nóg til að fá einkennin. Sumir kalla þetta Kringluleiða en ég kýs að kalla þetta mollþreytu. Þetta byrjar strax með mikilli þreytu í fótunum sem færist svo upp eftir þeim og endar uppi í haus í miklum leiða. Fljótlega fer ég að leita að stöðum til að setjast niður og leggja á minnið útgönguleiðir á meðan konan er að versla. Af hverju eru þeir sem reka moll ekki löngu búnir að setja upp leikherbergi sem eiginkonur geta skilið eiginmennina eftir í meðan þær versla. Bjór og bolti, billjard og leðursófar. Hreinasta snilldar lausn.
Í fjölmörgum mollferðum um dagana hef ég komist að því að við karlmenn hljótum að vera með GPS tæki innbyggt í hausnum. Gott dæmi, ef við förum t.d. eitthvað til útlanda með konu. Eins og allir vita þá verða þær alveg trítilóðar við það að komast inn í stórar verslanamiðstöðvar erlendis. Þar erum við dregnir áfram rúllustiga eftir rúllustiga, rekka eftir rekka, hæð eftir hæð, alveg að deyja úr leiðindum og við erum alltaf að horfa til baka og reyna að finna einhverja smugu eða ástæðu til að snúa við. Á leiðinni erum við svo alltaf ósjálfrátt að taka niður GPS punkta og þannig að merkja í huganum þessa flóknu flóttaleið til baka, því okkur langar svo rosalega mikið að komast út þessu bákni.
Og svo þegar þær eru búnar að draga mann alveg upp á efstu hæð inn í innsta horn á þessari RISAbúð, þá á að snúa við, en nei! Þær eru orðnar alveg rammvilltar eftir að hafa ætt áfram í stjórnlausu kaupæðiskasti. Þá komum við sterkir inn -með innbyggðu GPS tæknina, Þessa leið Komdu! Stysta leið út. En við erum samt ekki klárari en það að áður en við vitum af er búið að plata okkur inn í einhverja aðra risabúð, alveg að drepast í fótunum...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51603
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ammerríka maður, það er löngu búið að setja upp letihorn í Ammerríku
Guðmundur Bergkvist, 27.8.2008 kl. 14:36
...ehehe...já athugasemdin hér að ofan er sem sagt mín
Eiginkonan (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.