3.3.2008 | 19:51
Níufimmsjö!
Þegar flakkað er á milli útvarpsstöðva í bílnum er ég ekki alltaf viss um hvaða stöð dettur inn í leitinni hverju sinni. En þegar ákveðin hnakkastöð dettur á kantinn fer yfirleitt ekki á milli mála hvaða viðbjóður er á ferðinni. Grjótheimskur þulurinn talar mjög hratt og taktfast með sérstaka áherslu á errið og segir nafn útvarpsstöðvarinnar á sirka 5 sekúndna fresti, (svona just-in-case ef einhver gullfiskurinn á hinum endanum skyldi hafa misst af því).
Í bassaboxum Súbarú Imprezanna á Selfossi er niðursoðið píkupoppið svo þanið í botn upp um opna topplúguna eftir að þulurinn loksins hættir rausinu og heilalaus bílstjórinn sem er orange litaður í framan (eftir ofnotkun á ljósabekkjum) byrjar að syngja með og kinkar aflitaða grautarhausnum í takt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Erlent
- Þrír fórust í þyrluslysi á Wight-eyju
- Þjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot
- Tveir lögreglumenn skotnir til bana
- Vill losa sig við einn af stjórnendum seðlabankans
- Mótmælendur vilja samning um lausn gíslanna
- Sendiherra Írans í Ástralíu vísað úr landi
- Fundust skotnir til bana í bifreið
- Óhugnanleg upplifun myndskeið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.