23.1.2008 | 13:11
Lýðræðisnauðgun
Hlutirnir gerast svo hratt þessa dagana að það var vissara að tékka á blöðum og vefsíðum í morgun til að sjá hvort það væri kominn enn einn nýr borgarstjórinn í dag. En í einu blaðinu í morgun var þó auglýsing frá Flugfélagi Íslands "SKELLTU ÞÉR TIL EGILSSTAÐA Í DAG, LAUS SÆTI Í VÉLINNI" Þetta er nú bara trikk frá óþekktum klækjaref síðan í síðustu viku til losna við pakkið sem stjórnar borginni því einhverjir borgarfulltrúar ásamt Degi borgarstjóra bitu á agnið og fóru austur. Ekki vildi betur til en svo að Svandís settist í sætið sem Dagur átti að sitja í og kastaðist hún úr sætinu á flugi og slasaðist, það var nefnilega ætlunin að kasta Degi úr sætinu sínu. En það tókst nú samt á endanum því ekki aðeins klækir Kjartans Magnússonar komu til, heldur virðist sem æðri máttarvöld hafi einnig hjálpað gamla góða Villa að raða hnífasettum í bakið á þeim sem sviku hann. Þegar japanskar My-Jókó ekkjur koma til Íslands fer nefnilega allt upp í loft í borgarstjórn og nú er Villi kominn þangað inn AFTUR. Er samt ekki eitthvað undarlegt við það að sami maður og skeit á sig í borgarstjórastólnum fyrir 3 mánuðum hafi leyfi til að ráða sjálfan sig í embættið aftur með klækjum og lúabrögðum?
Winston Churchill sagði eitt sinn að lýðræði væri versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin sem hafa verið reynd í gegnum tíðina. Líklega var það rétt hjá kallinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eins gott að eiga gott hnífasett!
Kærastan (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:25
Og býrð þú þarna...í borg brjálæðisins ?
Uss og svei,- hér fyrir norðan er allt í ró og spekt í faðmlögum íhalds og samfylkingar ;) engir Bingar eða Birnir hér til að byggja upp brjálæði.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:13
Feginn að búa ekki Reykjavík. Þetta er bara orðið eins og æsispennandi ítölsk sápuópera. Ég veit nú ekki hvað fráfarandi meirihluti er að grenja, þetta er nákvæmlega það sama og þeir gerðu hér fyrir ca. 3 mánuðum, þegar þeir stálu völdum með BInga.
Danni (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:11
Nei þetta er nú ekki það sama. Kjartan Magnússon er búinn að vera með svaðalega hefndaráætlun prjónunum undanfarið og laug fársjúkan mann fullan og þurfti meira að segja að bjóða honum borgarstjórastólinn til að þess eins að Sjallar kæmust í stjórn aftur. Á sínum tíma fór allt upp í loft út af þessu rugl REI máli eins og allir muna og guðfaðirinn Alfredo Þorsteinsson hefndi sín á Sjálfstæðisflokknum, átti eitthvað óuppgert við þá og hvíslaði góð ráð í eyru BInga, sem sleit samstarfinu.
Guðmundur Bergkvist, 27.1.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.