Leita í fréttum mbl.is

Norsk Rikskringkasting - NRK

Ég hef undanfarin ár tekið fréttir og fréttatengt efni fyrir norska ríkissjónvarpið og þegar Geir Helljesen fréttamaður NRK kemur til landsins þá er ég einkatökumaður hans. Kappinn var á klakanum í vikunni í tilefni þess að 35 ár eru síðan gaus í Eyjum. Ófært var með flugi og þurftum við því að velkjast yfir hafið með hvítu trillunni (Herjólfi). Lókal blaðið í Vestmannaeyjum Vaktin tók þessa skelfilegu mynd af okkur hundblautum eftir tökur í krapa og snjósköflum. Í Eyjum er nú allt á kafi í snjó, en það hefur ekki snjóað svo mikið þar í heil 40 ár að sögn heimamanna.

Nánast hvert mannsbarn í Noregi kannast við Geir sem er álíka þekktur þar í landi og Ómar Ragnarsson er á Íslandi. Geir er þó alveg laus við sprellikallalætin og ofvirknina, en hefur þó flogið með Ómari í einhverri ferðinni á Íslandi. Hann hefur komið hingað sirka 30 sinnum síðan 1972 og hefur upplifað þorskastríð, eldgos, kosningar og fleiri stórviðburði í íslenskri sögu á rúmum 35 árum. Mikill herramaður og reynslubolti þarna á ferð.Með Geir Helljesen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir er ekki bara áhugamaður um íslensk  málefni. Hann er  allra  Norðmanna  fróðastur um kosningar og  kosningatölur. Stórkostlegt að  hlusta á hann í   kosningasjónvarpi NRK  Góður maður Geir.  Skilaðu kveðju til hans.

Eiður (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Geir Helljesen er einn af bestu og virtustu fréttamönnum Noregs. Það er rétt hjá Eiði hér fyrir ofan að það er upplifun að horfa á hann í kosningasjónvarpi þar í landi, en hann er mjög reyndur fréttamaður þegar kemur að pólitískum fréttum. Gaman að sjá að hann skuli sýna Íslandi svona mikinn áhuga og sérlega áhugavert að hann skjuli vera að gera þátt um þann góða stað Vestmannaeyjar. Þetta verður örugglega klassa efni hjá ykkjur. Hlakka til að sjá. Hvenær á þetta að vera tilbúið?

Magnús Þór Hafsteinsson, 18.1.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Geir er algjör snillingur og frábært að vinna með honum, hann er með þetta alveg á hreinu. Held að þeir ætli að sýna þetta 23. jan. réttum 35 árum eftir að gosið hófst.

Guðmundur Bergkvist, 18.1.2008 kl. 12:27

4 identicon

Hvaða gamli maður er með Geir á myndinni????

Skúli Þór Sveinsson . (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 14:14

5 identicon

Haha flott mynd!

Stebi Sterki (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband