9.1.2008 | 09:56
10 ára gömul stuttmynd
Var að taka til í gömlu dóti um daginn og rakst þá á vídeóspólu. Á henni var stuttmynd sem ég gerði í Kvikmyndaskóla Íslands árið 1998. Myndin er tekin í Örfirisey og er ekkert talað í henni, einungis umhverfishljóð og tónlist. Aðeins einn leikari kemur fram, Óli Daníel Helgason og er þetta eina kvikmyndin sem hann hefur leikið í. Þetta kallast örmynd því hún er einungis rúm mínúta að lengd og er hún tekin á VHS en klippt á Avid offline. Sem sagt ekki mikil myndgæði í þar á ferð, en það er ekki aðal atriðið því myndin var tilraun til leikstjórnarlegrar túlkunar og hlaut náð fyrir augum skólastjórans, sem fannst þetta "góður vinkill". Gíííífurlegum tæknibrellum var beitt við tökur þar sem m.a. vídeokamera var lögð í lífshættu. Myndin heitir: Leiðin (The way)
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi mynd er snilld
Albert Eiriksson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:52
Virkilega fín mynd!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.1.2008 kl. 17:23
Úff maður, ég var næstum búin að skíta á mig af spenningi! Leikstjórnin snilld og Óli Dan er stórkostlegur leikari! ;)
Tinna Smára (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:38
Dramatík !!! hefuru alltaf verið svona dramatískur?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.1.2008 kl. 10:44
Neinei, ég er nú ekki alltaf dramatískur, en maður verður að geta farið í marga gíra sem kvikmyndagerðarmaður enda var myndin eins og áður sagði tilraun til leikstjórnarlegrar túlkunar þegar ég var í kvikmyndaskóla.
Guðmundur Bergkvist, 11.1.2008 kl. 16:05
Já... er þetta leiðini??? Óli Dan með leiksigur þarna. En trillaðirðu myndavélinni niður í talíu til að ná lokaskotinu?
Mr. D (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:04
Já reyndar var það með talíu fyrst þú spyrð....
Guðmundur Bergkvist, 12.1.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.