Leita í fréttum mbl.is

Völvuspá

Um hver áramót eru margir sem taka fram kristalkúlur og fara í spámannsgallann og setja fram svokallaða Völvuspá. Þetta eru miklir sjáendur og spá oftast fyrir um alveg óvænta hluti. Ritstjórn síðunnar hefur ráðið gríðarlega magnaða Völvu til starfa og hér kemur mikill Völvuspádómur frá henni.

Með vorinu mun hlaupa mikil harka í kjaraviðræður og mun eitthvað bera á uppsögnum. Það mun verða gengið til forsetakosninga á árinu og margar lægðir munu koma að Íslandsströndum. Íslenska knattspyrnulandsliðið mun bíða nokkra óvænta ósigra á árinu og að minnsta kosti tveir mjög þekktir aðilar úr þjóðlífinu munu látast og einir þrír "frægir" munu eignast börn. Ofbeldi í miðbænum verður þó nokkuð áberandi á árinu og fíkniefnalögreglan mun bösta nokkra smyglara.

Geir Ólafs kemst á samning hjá EMI records og nær í fyrsta sæti á breska vinsældalistanum með nýjan smell. Leoncie mun hins vegar ekki vegna jafn vel og áður. Bubbi mun halda tónleika og Davíð Oddsson fær enn eina launahækkunina um leið og Landspítalinn leggur niður starfsemi vegna skorts á starfsfólki og Guðlaugur Þór sendir alla sjúklingana til Svíþjóðar. Fyrir jólin mun gríðarlegt kaup- og eyðsluæði grípa þjóðina og Björgunarsveitirnar setja nýtt met í flugeldasölu fyrir áramótin. Ungur íþróttamaður kemst á samning erlendis á árinu og bensínverð mun hækka enn frekar á komandi ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðbundin jarðskjálftahrina verður áður en langt um líður og allnokkrar líkur eru á litlu eldgosi sem mun vekja mikinn áhuga ferðamanna

Albert Eiriksson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég treysti engu nema Vulvuspáinni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.1.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Þú getur treyst þessari spá, það eru svona 95% líkur á því að hún rætist, fyrir utan Geir Ólafs....

Guðmundur Bergkvist, 7.1.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband