20.12.2007 | 17:55
Laus við afnotagjöldin
Í dag er merkisdagur. Fyrir réttum 3 árum varð ég fastráðinn starfsmaður RÚV og það þýðir sem sagt að ég þarf ekki að borga afnotagjöld aftur meðan ég vinn hjá þeirri stofnun. Að vísu er það skammgóður vermir þar sem afnotagjöld fara inn í skattana eftir ár. Skemmtileg tilviljun að jólakaffi stofnunarinnar var í dag, ég leit á það sem veislu til að fagna góðum áfanga, fékk meira að segja flotta jólagjöf í leiðinni, þá flottustu sem ég hef fengið frá RÚV.
Fyrir um 9 árum þegar ég bjó í Breiðholti, og hafði fyrir um ári keypt mína fyrstu íbúð, bönkuðu 2 skrýtnir menn uppá hjá mér. Annar þeirra var lítill og renglulegur með kringlótt gleraugu og kunni að kjafta, enda sá hann um þann part. Hinn sá um stærðina og vöðvana og af fenginni reynslu var sennilega betra að hann væri með í för í svona erindagjörðum. Þeir voru nefnilega komnir til að vita hvort ég hefði sjónvarpstæki. Nei, ég sagði svo ekki vera. Þeir fóru með það. Viku síðar komu þeir aftur og spurðu sömu spurningar, en bættu svo við eftir neitun hvort ég hefði útvarp. Þeir fengu sama svarið. Ekki gafst sá litli upp og spurði næst hvort ég ætti bíl. Jú, ég átti bíl, "og er þá ekki útvarp í bílnum"? Jújú, það er útvarp í bílnum sagði ég, og þá þakkaði gaukurinn fyrir sig og félagarnir fóru. Stuttu síðar kemur rukkun fyrir afnotagjöldum fyrir öllum pakkanum, sjónvarpi og alles. Minn maður var nú ekki par sáttur við meðferðina og hringdi í RÚV og kvartaði. Þar var mér nánast sagt að þegja og vera ekki að rífa kjaft, þetta væri bara svona og ekkert múður með það.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Innlent
- Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar
- Beint: Heilbrigðismál í brennidepli
- Unnið við höfnina og dvalið í 20 húsum í Grindavík
- Viðræður ekkert þokast frá því á þriðjudag
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Athugasemdir
Bíddu, bíddu, afhvurju þarftu ekki að borga afnotagjöld þótt þú vinnir hjá ruv???
Ég held að ég ætti að biðja um afslátt í hvert sinn sem ég er beðin um viðtal !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:14
Nú af því að ég er svo mikill töffari.
Guðmundur Bergkvist, 22.12.2007 kl. 02:01
Isss... að borga afnotagjöldin er afstætt hugtak.
Dannyboy (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.