Leita í fréttum mbl.is

Aqua meets Scooter

Hver man ekki eftir hinni ótrúlega vinsælu hljómsveit Aqua sem sló í gegn með stórkostlegum breakthrough lögum eins og Barbie girl og Lollipop. Ef maður tekur þetta silly-popp og bætir hinum afar misheppnaða Scooter við, með smá dash af laginu No Limit þá fær maður útkomuna sem Barði Jóhannsson fékk í Laugardagslögunum. Barði segist hafa samið lagið Hey hey hey, we say ho ho ho á 3 tímum, en það er nú sennilega aðeins ýkt eins og allt dæmið. Eitt af því fyndna við þetta er að Barði fær borgað frá RÚV fyrir að gera grín að RÚV og Júróvisjón.

Lagið og atriðið er þrælfyndið grín og Barði er í raun að sýna þeim keppendum sem hafa tekið sig voða alvarlega og floppað í Júróvisjón á undanförnum 20 árum fyrir Íslands hönd, að maður á að senda eitthvað sem hæfir keppninni og er á sama plani og hún er, og Austur Evrópa kýs þar að örugglega líka. Silvía Nótt var ekki að ná þeim fítus og fékk fólk bara upp á móti sér, og lagið var líka ekki nógu mikið júró-trash. Þetta tacky silly-popp hans Barða fær mann til að gaula með eftir eina hlustun er það sem virkar á þetta júró-trash lið og hana nú, út í vor í keppnina með þetta lag, við þurfum ekki að sjá meira af laugardagsleiðindalögum í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey hey hey we say ho ho ho...   þetta er svo fáránlegt að það er komið hringinn! Æðislegt lag...!

Kærastan (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sverrir Stormsker gerði þetta fyrir 20 árum og það virkaði ekki þá. Silvía í hitteðfyrra, og það virkað ekki þá. Búið ykkur undir vonbrigðin.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.11.2007 kl. 01:34

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta minnir mig á sögu: Einu sinni var vinur minn að vinna í Noregi og þá kom Júróvisjón og hann spurði: Er ekkert Júróvisjónpartý? Ertu hommi? var þá spurt. Vissirðu ekki að þetta er hommakeppni? Hann sagði, jú auðvitað he he, ég var bara að grínast.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.11.2007 kl. 01:36

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Eru þá allir í Austur-Evrópu hommar sem fíla lélega músík?

Guðmundur Bergkvist, 14.11.2007 kl. 23:05

5 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Og skítt með það í hvaða sæti lagið lendir, það hæfir keppninni.

Guðmundur Bergkvist, 15.11.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband