24.10.2007 | 12:38
Hugleiðing
Og meira af kirkjunni. Er ekki skrýtið að kirkjunnar menn skuli sætta sig við að fyrir framan helgustu vé íslensku þjóðkirkjunnar skuli standa vopnaður HEIÐINGI! Græn stytta af vopnbúnum vígakappa sem virðist klár í hvað sem er, höggva mann og annan. Fyrirsætan stendur eins og vörður fyrir framan kirkjuna sem kennd er við Hallgrím og þar smella útlendingarnir af myndavélum sínum í gríð og erg meðan borgarbúar keyra framhjá og taka ekki eftir neinu. Var þetta óvart eða hafa kirkjunnar menn bara tekið heiðingjana í sátt? Það tók þá ekki nema sirka 1000 ár eða svo. Vonandi verða þeir ekki önnur 1000 ár að taka hommana í sátt. Ímyndið ykkur, árið 3000 hvernig Skólavörðuholtið liti út eftir að búið væri að skipta Leifi heiðingja út fyrir glæsilega styttu af öðru goði sem var uppi árið 2000. Páll Óskar í diskógallanum, í rasslausum buxum og í fullkomnu hátalarakerfi á svæðinu heyrist rödd hans segja við túristana: "Góðir farþegar um borð í TF-Stuð, nú munu falla niður stuðefnisgrímur. Haldið ykkur fast, verið International og kúkið kleinuhringjum. Allt fyrir ástina."
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
....kúkið kleinuhringjum.. gvvöööð hvað þú ert smart...
sambýlingurinn (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:41
Þetta voru hans eigin orð, ekki mín.
Guðmundur Bergkvist, 24.10.2007 kl. 16:51
Ég hlakka til ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:34
Hvað heitir vélin? durururururururuuuuuu, TF, TF stuuuuð
Snilld, Þá verður gaman árið 3007, verður þá ekki Gunnar í Byrginu kominn í allri múnderingunni upp á stallinn, lyftir botninum virðulega til himins (í átt að kirkjunni) og þá má sjá alskyns tól og tæki hangandi út úr görninni á honum!!!!
Bjargi.
Bjargfastur (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.