13.10.2007 | 21:39
Laugardagsleiðindalögin
Sá þennan blessaða þátt áðan, ágætis magasínþáttur fyrir utan einstaklega misheppnuð lög. Besti spretturinn í þættinum var litli strákurinn með DV kameruna sem tók viðtal við hinn fjögurra metra háa Geir Jón. Sá stutti var snöggur að afgreiða kappann með hnitmiðuðum og öðruvísi spurningum.
En annars dásamleg hugmynd að vera endalaust með sama fólkið að stýra þáttum á RÚV, það er svo mikill sparnaður í þessu, enda skítakaup sem sumir þarna eru á, milljón kall sumir skilst manni. Skömm að þessu. Svo verður maður heldur ekkert leiður á sama fólkinu dag eftir dag á skjánum, þó ég hafi heyrt af einhverjum ellismellum vera að kvarta yfir því.
Fyrsta lagið í kvöld var eftir Dr. Gunna og að sjálfsögðu söng Heiða þetta lag, enda í áskrift hjá doktornum. Drepleiðinleg skita. Svo bauð óskabarnið hún Svala Björgvins okkur upp á yfirgengilega leiðinlega vellu sem ballöðusöngvari gaulaði nánast út um afturendann á sér og svo endaði þetta á Magga Eiríks sem tefldi fram, öllum að óvörum, Pálma Gunnars sem er líka í áskrift hjá höfundi. Hann var nýkominn úr 20 ljósatímum í röð en klæddi sig óvart í náttfötin áður en hann fór á sviðið. Kallgreyið.
Furðulegt að sjá svo álitsgjafana ljúga upp í opið geðið á þjóðinni, í staðinn fyrir að segja okkur bara eins og var, þá voru þau látin standa við borðið en ekki sitja svo að þau myndu ekki sofna úr leiðindum. Síamstvíburarnir Þorvaldur og Selma voru rosalega jákvæð og fannst þetta allt saman æði og meira að segja strigakjafturinn og rapparinn hann Erpur lét mann halda í nokkrar sekúndur að þetta væri bara ágætis músík.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maggi Eiríks gæskur ekki Kjartans ! Maggi Kjartans er miklu leiðinlegri en þetta.
Högni (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:17
Sorry, þetta flokkast nú bara undir innsláttarvillu. Audda var þetta Eiríks Magginn með sólgleraugun og bumbuna.
Guðmundur Bergkvist, 16.10.2007 kl. 12:57
Sæll Beggi !
Ég er nú alveg sammála þér með lögin þarna á laugardagskvöldið, Jón Gnarr er nú líka alltaf góður. Bestu kveðjur frá Fásk.
Gunna Gunnars (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.