Leita í fréttum mbl.is

Skaða gemsar krakkagemsa?

Merki1 lítiðFyrir nokkrum árum gerði ég ásamt Sigurgeiri Orra, heimildarmynd sem ber heitið Tala úr sér vitið og fjallar hún um skaðsemi farsíma. Þetta er í raun mockumentary mynd, (afbökun af orðunum documentary og mock), þ.e. heimildarmynd í háðstón. Í myndinni er gert grín að ýmsu, m.a. samsæris- kenningum, hræðslu og fólki sem heldur því fram að það sé öryrkjar.

Myndin var sýnd á RÚV á sínum tíma og í henni fræðir þulurinn Gylfi Pálsson okkur, með sinni djúpu og sannfærandi röddu, um hina miklu skaðsemi sem líkaminn verður fyrir þegar farsímaörbylgjurnar bókstaflega steikja heilann og fleiri líkamshluta á okkur. Einnig segir fórnarlambið Jónatan Harðarson farir sínar ekki sléttar, hann varð m.a. ófrjór og hvernig hann berst við símafyrirtækin sem gera allt sem í valdi þeirra stendur til að breiða yfir sannleikann.

DangerousÍ gegnum árin hefur fjöldi rannsókna verið gerður um skaðsemina og margar bent til að mikil hætta sé á ferðum. Síðan myndin var gerð hef ég sérstaklega veitt slíkum greinum athygli í blöðum og á netinu og síðast um helgina í Blaðinu var merkileg forsíðugrein um íbúa í Breiðholti sem óttast áhrif bylgna frá farsímasendum á heilsu barna. "Við látum ekki bjóða okkur svona steypu. Ég ætla að beita mér fyrir því að farsímasendarnir verði teknir niður" segir formaður Íbúasamtaka Breiðholts um þá staðreynd að þriðju kynslóðar farsímasendar hafa verið settir upp á þökum og veggjum nokkurra skóla í hverfinu hans.

Foreldrar verða að verja börnin sín fyrir bylgjunum með öllum tiltækum ráðum. Maður fer bara að halda að það sé eitthvað til í þessu eftir allt saman, þetta er sumsé stórhættulegt drasl þessir símar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Ég man eftir þessari mynd, hún var merkilega skemmtileg; sérstaklega þegar rann upp fyrir manni að hún væri í raun og veru mockumentary    Atriðið með álpappírshattana var alveg ómetanlegt.

En eru þessar bylgjur ekki út um allt hvorteðer? Ætti það að skipta einhverju máli hvar sendarnir eru staðsettir?

kiza, 2.10.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Hef ekki heyrt að þriðju kynslóðar farsímar séu með eitthvað sterkari bylgjum en þessir venjulegu, má sosum vera.

Sé að myndin hefur virkað rétt á þig, það kviknaði á perunni hjá flestum held ég eftir að um 10 mínútur af myndinni voru liðnar.

Guðmundur Bergkvist, 2.10.2007 kl. 22:04

3 identicon

Nú er ég að vinna fyrir Símafyrirtæki hér í bæ sem hefur verið að setja upp 3G senda. Mér finnst þessi umræða alveg hlægileg og kemur hún upp á nokkurra ára fresti. Þetta er einhver hræðsluáróður sem skapast af fáfræði. 3G farsímasendar eru aðalega hannaðir til að taka við geislum sem koma frá farsímatækjum og senda í mesta lagi frá sér 20 watta geislun sem minnkar í öðruveldi við hvern meter sem þú ert frá sendinum (þ.e.a.s. þegar þú stendur í 5 metra fjarlægð frá sendinum er geislunin orðin 0,3 wött).

Nú eru flestir með örbylgjuofn heima hjá sér og er hann að blasta 900 wöttum af geislum um heimilið svo ekki sé minnst á að fólk sem er að poppa Orville örbylgjupoppið sitt með andlitið límt á gluggan til að fylgjast með. Þessi geislun er hundruðföld á við geislun sem kemur frá farsímasendi.

Ef fólk er hrætt við að verða fyrir geislun þá ætti það fyrst að losa sig við örbylgjuofninn og svo GSM símtækið sem foreldrar barna allt niðrí 6 ára hafa hengt á.

Fáfræðisumræða er því miður allt of algeng. Fólk hrópar úlfur úlfur án þess að hafa kynnt sér málið. Hvað myndi gerast ef slökkt væri öllum farsímasendum? Þá myndi nú heyrast í fóki...pælið í því!!!

Danni (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Það kom einmitt fram við gerð myndarinnar um farsímana að það er mjög lítil geislun frá símunum. Við töluðum við einhvern spesíalista hjá Geislavörnum ríkisins.

Guðmundur Bergkvist, 7.10.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 51615

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband