26.9.2007 | 14:39
Brask
Ég var að rifja það upp í gær að fyrir svona 16-17 árum þegar ég bjó á Fáskrúðsfirði og var á Eiðum í skóla, þá var ég með algjöra vídeodellu. Eitt sumarið var ég að skrifa handrit að leikinni kvikmynd og var meira að segja byrjaður að taka nokkrar tökur í myndina, og hafði fengið lánaða vídeovél hjá Ægi Kristins sem nú er hafnarvörður. En þetta varð nú ekkert meira og myndin var aldrei kláruð. Ég lék sjálfur eitt hlutverkið en myndin hafði hlotið nafnið "Brask" og átti að fjalla um glæpasamtök sem notuðu fjörðinn til að koma alls konar ólöglegum varningi sjóleiðina inn í landið. Ólafur Níels lagði til lítinn mótorbát við tökur og Jónas Friðrik sá um áhættuatriði. Þetta er dagsatt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
”Nú er svo komið að skattayfirvöldin krefja okkur skýringa á því hvernig við höfum efni á því að greiða þá skatta sem þau leggja á okkur”
–Óþekktur.
Af mbl.is
Fólk
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
Athugasemdir
Ég hefði nú viljað sjá hana þó svo hún væri ókláruð.
Ég kenni tölvur í grunnskólanum hér heima og þar hef ég leyft nemendum að fá videocameru sem þau savo hafa gert stuttmyndir sem hafa orðið dálítið langar en margar mjög skemmtilegar og mikið fyrir eim haft, og svo er svo flott þegar þau sýna mistökin í lokin, alveg frábært.
Jóhanna H (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:55
Vá ég held að ég sé með flýtiáráttu, gleymi heilum og hálfum stöfunum :-)
Jóhanna H (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:57
Og hvernig komust þessir spíttkónar yfir þessar tökur...hmmm,kona spyr sig !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.9.2007 kl. 21:42
Áttu ennþá eintak af videoinu sem að við gerðum fyrir Árshátíðina hjá Loðnuvinnslunni??
Skúli Þór (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:40
Jájá, þetta er allt saman til. Annars var miklu betri útgáfan sem ég gerði fyrir árshátíð Loðnuvinnslunnar sama ár, myndin Stóra Milljón á Gullströnd sem var sýnd á bíótjaldinu í Skrúð. Var einmitt að setja allt þetta gamla stöff á DVD síðasta vetur.
Guðmundur Bergkvist, 27.9.2007 kl. 11:36
Já, sorry ég hélt að þú meintir fyrra vídeoið sem við gerðum fyrir litlu árshátíðina, audda...
Guðmundur Bergkvist, 27.9.2007 kl. 11:38
Ég lánaði mitt eintak til Eiríks Stefánssonar árið 1998 og hef ekki séð það síðan!!
Skúli Þór (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:57
Núnú, ég lét Eirík einmitt hafa eintak með fullt af efni að austan á DVD í sumar. Hann er orðinn svo ógeðslega ríkur (að eigin sögn) að hann borgaði mér bara ágætlega fyrir diskinn...
Guðmundur Bergkvist, 27.9.2007 kl. 13:05
Þarf að kría út úr þér eintak af þessu á dvd einhvern tímann.
Skúli Þór (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:15
New digitally mastered edition......
Guðmundur Bergkvist, 28.9.2007 kl. 10:34
Hehe einmitt sú útgáfa
Skúli Þór (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:07
Ég tek undir með Jóhönnu. Ég vil endilega fá að sjá þetta líka, þó ólkárað sé.
Ég á stuttmyndina "Titanic 2" á spólu hérna heima. Hún var framleidd af tveimur stúlkum í 8. bekk árið 1998. Allir leikarar voru pleimókarlar. Heldurðu að Eiríkur væri ekki til í að borga eitthvað fyrir hana líka?
Esther Ösp (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:31
Því miður held ég að þessar tökur séu ekki til lengur.
Guðmundur Bergkvist, 1.10.2007 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.