20.9.2007 | 14:35
Stóra Fáskrúðsfjarðarmálið
Fjölmiðlar eiga eftir að smjatta á þessu máli næstu vikur svipað því sem hefur gerst í stórum málum, sbr. "Líkfundarmálið í Neskaupstað" og fleiri mál sem hljóta nafngift sem tengt er við staði eða jafnvel fyrirtæki.
Þarna virðist vera um tugi kílóa að ræða af dópi og að öllum líkindum stærsta mál sem upp hefur komið á Íslandi. Leiðinlegt fyrir fólkið í gamla heimabænum mínum á Fáskrúðsfirði að nafn staðarins verði á næstunni tengt við gríðarlegt magn af eiturlyfjum þar sem langstærstur hluti bæjarbúa hefur aldrei séð slíkt og heyrir aðeins um svona lagað í fréttum.
Það kann eflaust einhverjum að finnast það auðvelt að segja það núna, en ansi mörg ár eru síðan ég hafði orð á því að það væri einungis tímaspursmál hvenær einhver myndi nota litlar hafnir á Austurlandi til að smygla dópi vegna lítils eftirlits og landfræðilegrar legu. Kannski hefur það jafnvel oft verið gert á undanförnum árum án þess að nokkur viti. Síðast í fyrra var einhver dularfull skúta fyrir austan sem enginn vissi hvaðan kom og því síður hvert hún fór.
Árið 1983 komst smyglmál á Fáskrúðsfirði í fréttirnar þegar sjómenn sem voru að koma úr siglingu í Englandi eða Þýskalandi hentu nokkrum tunnum í sjóinn við Skrúðinn, fullum af bjór og klámmyndum sem sækja átti á báti daginn eftir, en ekkert fannst en allt komst upp. Það þótti stórmál á sínum tíma en bliknar nú við hliðina á þessari sendingu sem bæjarbúar fengu í morgunsárið.
![]() |
Opin leið milli Evrópu og Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugsanlega væri þá skemmtilegra að kalla þetta "Stóra skútumálið" svona fyrir vini mína fyrir austan, sérstaklega þar sem ekki virðast vera neinir heimamenn viðloðandi þetta mál.
Ellert V. Harðarson, 20.9.2007 kl. 23:10
Ég verð bara að segja að mér er ekkert brugðið þó að fjölmiðlar haldi fram að íbúum hér sé brugðið ! Ég er búinn að vera nógu lengi til sjós til að átta mig á því að skip og bátar (skútur) eru afkastameiri flutningstæki heldur en innyfli í fólki (flugfarþegum). Það sem sótt hefur á mig í dag er hugsunin um það hvað lögreglan og tollgæslan voru að aðhafast veturinn sem hin skútan lá hér í höfninni !
Högni Páll (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 23:38
Sem betur fer virðast menn ætla að kalla þetta Pólstjörnumálið, eða það stendur allavega í Fréttablaðinu. Operation Polestar (upp á ameríska vísu) hefur þetta víst verið kallað hjá sérsveitum Björns...
Guðmundur Bergkvist, 21.9.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.