Færsluflokkur: Dægurmál
25.10.2008 | 11:16
Er árið 1975?
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að maður gæti haldið að það sé árið 1975.
1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður
6. Fjármálaráðherra heitir Mathiesen
7. Seðlabankastjóri heitir Davíð
Og til að bæta gráu ofan svart þá er nýjasta pick-up línan:
"Sæl, ég er ríkisstarfsmaður"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 13:44
Sumargúrka
Fjölmiðlar birta stundum hund-ómerkilega hluti (sérstaklega á sumrin) til að fylla út í síðurnar hjá sér eða til að fréttatímarnir nái fullri lengd í útvarpi eða sjónvarpi. Fréttir af verðþróun á GÚRKUm þykja nú sennilega vera við lágpunktinn en nú hefur sá punktur líklega náð sögulegum lægðum þar sem eitthvað blaðið birti nýlega frétt af því að ökumaður fyrir norðan hefði keyrt yfir gæsarunga.
Til að toppa (eða botna) þá gúrkufrétt verður næsta "fréttin" kannski einhvern veginn á þessa leið:
Bóndi í Suðursveit sem var á gangi með hundi sínum í gær skammt frá sveitabænum varð vitni að því þegar kría réðst að hundinum með þeim afleiðingum að hundurinn hljóp vælandi heim með skottið á milli lappanna. Hundavinafélag Íslands harmar atvikið en hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 17:33
Símtal
Pabbi: "Hæ elsku ljúfurinn, þetta er pabbi. Leyfðu mér aðeins að tala við mömmu. Er ekki mamma heima?"
Litli stákurinn: "Já, hún er uppi með Palla frænda".
Pabbi: "Nei það getur ekki verið ástin mín, þú átt engan Palla frænda".
Litli strákurinn: "Jú víst, hann og mamma eru uppi í herbergi, og þau eru ekki í neinum fötum".
Pabbi: "Ha, nú er það! Geturðu þá gert mér greiða vinur. Hlauptu upp og öskraðu rosa hátt að þú hafir séð bílinn hans pabba þíns vera að renna í bílastæðið. Viltu gera það fyrir pabba?"
Litli strákurinn: "Jájá pabbi".
3 mínútum síðar.
Litli strákurinn: "Ég er kominn aftur pabbi".
Pabbi: "Og hvað gerðist?"
Litli strákurinn: "Mamma varð alveg agalega hrædd og hoppaði út úr rúminu og hún datt í leiðinni á kommóðuna og rak hausinn í. Og núna er hún dáin".
Pabbi: "Hver fjandinn, hvað ertu að segja drengur?"
Litli strákurinn: "Já og Palli frændi varð líka agalega hræddur og stökk út um gluggann og í sundlaugina en hann hitti ekki og hann er líka dáinn".
Þögn.
Pabbi: "Sundlaugina??? Bíddu er þetta ekki Nonni litli, er ég ekki að hringja í 557-2687?"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 11:50
Mótmælum!
Jeppakallar hafa risið upp á afturlappirnar og mótmæla því að hobbíið þeirra verður sífellt dýrara. Þeir völdu sér sjálfir þetta áhugamál. Önnur lögmál gilda um þá sem vinna við að keyra og eru í atvinnurekstri, hvort sem það eru vörubílar eða ferðamannabílar. Við veiðimenn mótmælum ekki þegar veiðileyfin hækka ár eftir ár. Við völdum okkur þetta áhugamál og vitum að þetta getur verið dýrt spaug í þessu okurlandi. Við öskrum kannski og æpum og liggjum á flautunni næst þegar skotin hækka og stangirnar kosta allt í einu meira. Golfarar brjálast svo þegar árgjöldin verða hækkuð, eða kylfurnar verða dýrari vegna gengisfalls ónýta gjaldmiðilsins. Það hefur ekki verið skortur á hækkunum á svona leikföngum, frekar en öðru á Íslandi. En kannski þetta sé málið í dag. Ég ætla að líma svona miða á bílinn minn og leggjast á flautuna fyrir framan Alþingi, ég þoli ekki sífelldar hækkanir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 18:07
Að keppa
Það er alltaf verið að keppa í einhverju, og nú síðast í söngvakeppni. Svo verður bráðum keppt í Fyndnasti maður Íslands og svo er það Fegurðardrottning Íslands og fleira og fleira. Síðan er sigurvegaranum alltaf fagnað sem þjóðhetju. Reyndar fylgir fegurðarsamkeppnum eilíft nöldur, þær eru kallaðar gripasýningar o.s.frv. En er hægt að keppa í fegurð, og er hægt að keppa í fyndni???
Ég hef verið velta nokkru fyrir mér. Allir hafa komið í partý þar sem fullt er af fólki. Maður tekur yfirleitt eftir þvi að þeir sem fá alla athyglina eru fallega fólkið og svo trúðarnir... (s.s. þeir sem eru fyndnir). Það hlýtur þá að vera einhverskonar skali þar sem fegurð er á einum endanum og fyndni á hinum. Ef þú ert fyndna megin á skalanum þá ertu örugglega ekki fallegur. Ef einhver myndi taka þátt í Fyndnasti maður Íslands og næði langt hlýtur það að segja sig sjálft að sú manneskja er ljót. Sá sem er ljótastur hlýtur því að vera fyndnastur.
Niðurstaða: Keppnin um fyndnasta mann íslands er í rauninni keppni um ljótasta mann Íslands. Bölvaðar gripasýningar eru þetta, eintóm freakshow í gangi alltaf.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 22:43
Karlmenn og samskipti
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2008 | 18:06
Völvuspá
Um hver áramót eru margir sem taka fram kristalkúlur og fara í spámannsgallann og setja fram svokallaða Völvuspá. Þetta eru miklir sjáendur og spá oftast fyrir um alveg óvænta hluti. Ritstjórn síðunnar hefur ráðið gríðarlega magnaða Völvu til starfa og hér kemur mikill Völvuspádómur frá henni.
Með vorinu mun hlaupa mikil harka í kjaraviðræður og mun eitthvað bera á uppsögnum. Það mun verða gengið til forsetakosninga á árinu og margar lægðir munu koma að Íslandsströndum. Íslenska knattspyrnulandsliðið mun bíða nokkra óvænta ósigra á árinu og að minnsta kosti tveir mjög þekktir aðilar úr þjóðlífinu munu látast og einir þrír "frægir" munu eignast börn. Ofbeldi í miðbænum verður þó nokkuð áberandi á árinu og fíkniefnalögreglan mun bösta nokkra smyglara.
Geir Ólafs kemst á samning hjá EMI records og nær í fyrsta sæti á breska vinsældalistanum með nýjan smell. Leoncie mun hins vegar ekki vegna jafn vel og áður. Bubbi mun halda tónleika og Davíð Oddsson fær enn eina launahækkunina um leið og Landspítalinn leggur niður starfsemi vegna skorts á starfsfólki og Guðlaugur Þór sendir alla sjúklingana til Svíþjóðar. Fyrir jólin mun gríðarlegt kaup- og eyðsluæði grípa þjóðina og Björgunarsveitirnar setja nýtt met í flugeldasölu fyrir áramótin. Ungur íþróttamaður kemst á samning erlendis á árinu og bensínverð mun hækka enn frekar á komandi ári.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2007 | 10:18
Út úr skápnum með Bekk-ham!
Fréttablaðið greinir frá því í dag að Viktoría Bekk-ham hafi fundið skýringu á því hvaðan ást hennar á tísku kemur, nefnilega úr "innri" homma hennar. "Ég er svo hýr. Í mér er algjörlega hommi að reyna að brjótast fram. Mér er skítsama hvað fólki finnst" sagði hún í viðtali við eitthvað tískutímrit nýlega.
Já ætli enginn hafi bent henni á að með henni BÝR hommi sem er algjörlega að reyna að bjótast út úr skápnum. Jú auðvitað veit hún það, og þetta er sennilega einn liður í því að búa sig undir viðburðinn. Nú fer Deivid að hætta að spila fótbolta og getur því farið að drífa í þessu, og henni verður skítsama hvað fólki finnst þegar þar að kemur. Gay-vid Bekk-ham!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar