Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Vísnahornið

Hirðskáldið Ólafur Auðunsson hefur sent vísnahorninu skondinn kveðskap. Þessi skemmtilegi texti er úr safni höfundar og er kominn eitthvað til ára sinna en sennilega hefur hann aldrei átt betur við en einmitt nú. Ritstjóri er að hugsa um að semja lag við kveðskapinn.

 

Nýríki í Ríki.

 

Hátt í rjáfri bankans ég ríki mínu stýri

ég rosalega þéna og lifi nokkuð flott.

Og þó að brátt sé úti, allt mitt ævintýri

ég ek mér þétt í sæti með hlálegt aulaglott.

 

(kór)

Þó ég sé með bústinn belg

og birgðir eigi af víni.

Smygla ég keti af kú og elg

Camel , hest ......og svíni.

 

Kjallarans í myrkri mont-ég geymi-jeppa

meiriháttar tæki svo komist hratt í lax.

Einnig ef að þarf ég til andskotans að skreppa

það ekki dugar honum að senda meil né fax.

 

Ég fermetra af Kjarval á kjarakjörum kaupi

og kem þeim inní hólfið mínum banka í.

Ókeypis ég ferðast og frítt er oft í staupi

ég flakkað hefi víða ..er að því æ og sí.

 

Og ég held í lax með löxum öðrum stórum

og læðist um á fjöllum og aðra refi skýt.

Í sumarhúsi oft á eyrunum við þjórum

öllu þar ég gleymi er í potti hrýt.

 

Já hátt uppí rjáfri ég ríki mínu stýri

rorrandi á bita af hruni gaman hef

Mig kvelur bara eitt og það er dropinn dýr

svo dýra jeppann góða einhverjum ég gef.

 

Hátt í rjáfri einn ég ríki mínu stýri

þó riði allt til falls ég mettan enn mig et.

og þó að brátt sé úti allt mitt ævintýri

ég ek mér til á fjósbitanum meðan að ég get.

 


Smíðavöllur meistarans

Í vísnahorninu að þessu sinni yrkir hirðskáld síðunnar, Ólafur Auðunsson, um húskofa nokkurn í Vogum sem Sverrir Stormsker er búinn að vera með á sölu í heilt ár og enginn virðist hafa áhuga á.

Hjá Vogum má líta einn vandlega byggðan kofa
er í vafa og hófsemi meistarann lengi mun lofa
Hann stór þarna minnir á hof eða höll
og háreistur mikið á smíðavöll.
Dót semað krakkar klambra saman.

Eitt er þó víst að við hönnun hans
var heldurennekki darraðardans.
og hönnuði þótti helvíti gaman.

Með andlausum klaufhömrum allt er barið
og ekki er mikið í umhverfið varið.
Hér rísa til skýja turnar tveir
í taumlausu hrauni --engum leir.
Því hann er í hönnuðar kolli.

Oft er hann párar með penna á blað
pælingar miklar eiga sér stað
er valda hrylling og hrolli.

Hin mikla höll úr hrauni rís
heima þar eiga víst enginn kýs
Í roki sudda og solli.449649


Vísnahornið

Þá er komið að vísnahorninu og aftur er það skáldið Ólafur Auðunsson sem gerir Bubba Morthens að skotspóni auk Björns nokkur Jörundar, en saman sungu þeir nýlega dúett í sjálfhverfum sjónvarpsþætti sem kenndur er við Bubbann.

Saman kreista Bubbi og Björn,
barítón á reiki.
Það er ekki við því vörn,
að vakni flökurleiki.


Dregið í UST-lottóinu

Var svo heppinn að fá vinning í lotteríinu og það lítur því út fyrir að maður veiði hreindýr í fyrsta skipti næsta sumar/haust. Ótrúlegt að hafa búið fyrir austan í 25 ár og hafa ekki einu sinni farið á hreindýraveiðar. Já og verandi veiðimaður með alvarlega dellu, skil þetta bara ekki...Hreindýr

Skáldið Ólafur Auðunsson

Ég birti um daginn vísu eftir mág minn Ólaf Auðunsson, sem er hagmæltur mjög enda af miklum skáldum kominn. Nýlega varð Bobby Fischer og endalok hans Ólafi yrkisefni.

Glæstar skákir grimmur vann
galinn hér svo undi.
Eigum ekki´að urða hann
inní Fischersundi?

Boris rússa björninn vann
bestan svo hann köllum.
Eigum ekki´að urða hann
úti Þings-á-völlum.


Hvað er að frétta?

Hvað er í fréttum, hvað er títt,
hvað hefur veður borið?
Hefir einhver hálsbrotnað,
hengt sig eða skorið?


Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband