2.10.2007 | 16:49
Skaða gemsar krakkagemsa?
Fyrir nokkrum árum gerði ég ásamt Sigurgeiri Orra, heimildarmynd sem ber heitið Tala úr sér vitið og fjallar hún um skaðsemi farsíma. Þetta er í raun mockumentary mynd, (afbökun af orðunum documentary og mock), þ.e. heimildarmynd í háðstón. Í myndinni er gert grín að ýmsu, m.a. samsæris- kenningum, hræðslu og fólki sem heldur því fram að það sé öryrkjar.
Myndin var sýnd á RÚV á sínum tíma og í henni fræðir þulurinn Gylfi Pálsson okkur, með sinni djúpu og sannfærandi röddu, um hina miklu skaðsemi sem líkaminn verður fyrir þegar farsímaörbylgjurnar bókstaflega steikja heilann og fleiri líkamshluta á okkur. Einnig segir fórnarlambið Jónatan Harðarson farir sínar ekki sléttar, hann varð m.a. ófrjór og hvernig hann berst við símafyrirtækin sem gera allt sem í valdi þeirra stendur til að breiða yfir sannleikann.
Í gegnum árin hefur fjöldi rannsókna verið gerður um skaðsemina og margar bent til að mikil hætta sé á ferðum. Síðan myndin var gerð hef ég sérstaklega veitt slíkum greinum athygli í blöðum og á netinu og síðast um helgina í Blaðinu var merkileg forsíðugrein um íbúa í Breiðholti sem óttast áhrif bylgna frá farsímasendum á heilsu barna. "Við látum ekki bjóða okkur svona steypu. Ég ætla að beita mér fyrir því að farsímasendarnir verði teknir niður" segir formaður Íbúasamtaka Breiðholts um þá staðreynd að þriðju kynslóðar farsímasendar hafa verið settir upp á þökum og veggjum nokkurra skóla í hverfinu hans.
Foreldrar verða að verja börnin sín fyrir bylgjunum með öllum tiltækum ráðum. Maður fer bara að halda að það sé eitthvað til í þessu eftir allt saman, þetta er sumsé stórhættulegt drasl þessir símar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2007 | 13:59
Brandari
Í frystihúsi einu úti á landi var 40 manns sagt upp vinnunni og vinnustaðnum lokað. Þeim voru boðnar tvöhundruð þúsund krónur í bætur til að drulla sér burt úr bænum af því að það var ekkert fyrir fólkið að gera þar lengur. En í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá bænum var nýbúið byggja risa-risastóran vinnustað fyrir óteljandi marga milljarða og fleiri hundruð störf í boði þar.
Nei þetta er eiginlega enginn brandari, tek það til baka. Þetta er sorgleg sauðheimska eða eitthvað þaðan af verra. Eða kannski var þetta starfsfólk bara svona sauðheimskt að það á engan séns á að fá vinnu á svona nýtískulegum og hátæknivæddum vinnustað...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 11:20
Að stinga af
Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes Benz til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topplúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin. Hmrmff... þeir ná mér aldrei á Mercedes Benz, og hann gaf í... og gaf aftur í .. Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að mér?" ..hægði á og keyrði út í vegarkantinn.
Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn: "Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn" Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks: "Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var bara svo rosalega hræddur um að þú værir að skila henni" "Góða helgi" sagði löggan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 14:39
Brask
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.9.2007 | 09:03
Sigmund fyrir sirka 24 árum
Á Myndbandaleigu Fáskrúðsfjarðar hékk í mörg ár innrömmuð uppi á vegg skopmynd nokkur sem Sigmund teiknaði í Morgunblaðið í ársbyrjum 1984. Tilefni skopsins var atburðarás sem átti sér stað um svipað leyti þarna fyrir austan. Eigandi myndbandaleigunnar hafði greinilega húmor fyrir gríninu, en hann hafði verið sakaður um aðild að málinu. (smellið á myndina til að stækka)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2007 | 13:55
Viðbragðs-æfingar í Seðlabanka
Seðlabankinn var í dag með miklar æfingar, eða "viðbrögð við hugsanlegum áföllum sem dunið gætu yfir á alþjóðlegum og innlendum fjármálamörkuðum". Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Davíð Oddsson verið með æfingarnar lengi en sífelldar vaxtahækkanir munu samt engu hafa bjargað, þrátt fyrir að "Krónan sé ógnarsterkur gjaldmiðill" Eins og Davíð orðaði það. Hann hefur því ákveðið að senda forráðamönnum nokkurra útflutnings- og sprotafyrirtækja hengingarólar og blásýru til að bregðast við ástandinu. Hann hefur einnig látið útbúa uppblásnar rennur við glugga Seðlabankans, líkar þeim sem falla niður úr neyðarútgöngum flugvéla.
"Bölvaðar æfingar á þessum manni" er haft eftir forstjóra úr viðskiptalífinu sem ekki vildi láta nafns síns getið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 11:38
Fnykurinn frá Chel$ki
Forráðamenn enska knattspyrnu- félagsins Chelski, sem að mestu er rekið fyrir rússneskt mafíufé, kynntu fyrir fjölmiðlum í síðustu viku fnykinn sem lagt hefur frá æfingasvæði félagsins að undanförnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 22:55
Upp komast svik um.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2007 | 14:46
Skyldi Biggi vita af þessu?
Ungur maður sem vann í frystihúsinu á Fáskrúðsfirði fyrir margt löngu velti því ætíð fyrir sér hvort Birgir Kristmunds vissi af því ef eitthvað gerðist á svæðinu. Drengurinn leit mjög upp til hans því honum fannst Biggi vera hörkutól sem vann á löndunarkrananum og gat allt og vissi nánast allt. Ætíð rauk drengurinn til og sagði honum tíðindin þegar eitthvað smálegt gerðist. Biggi var aðal töffarinn, svo átti hann líka vídeoleigu. Drengurinn óx úr grasi og varð síðar töffari sjálfur.
Biggi Kristmunds er búinn að vera viðloðandi þetta frystihús áratugum saman. Hann vinnur enn á krananum og er alltaf á ferðinni við frystihúsið og var því einn af þeim fyrstu sem sá hvað var að gerast á bryggjunni þegar hveitiskútan var böstuð af her lögreglumanna. Biggi var tekinn tali í fréttum RÚV á bryggjunni sinni þar sem hann var spurður hvernig honum hefði orðið við þegar hann sá alla hersinguna á bryggjunni. Hann svaraði pollrólegur að vanda: "Mér varð ekkert við, þetta var ósköp venjulegt sko, eða óvenjulegt. Maður var ekkert að kippa sér upp við það, það var bara eitthvað í gangi"
Já, Bigga Kristmunds kemur fátt úr jafnvægi, enda hörku nagli. Hann er alvanur smyglmálum og allskonar málum og skondin tilviljun að hann var einmitt meintur höfuðpaur í smyglmálinu sem ég rifjaði upp í gær, þegar netabáturinn Þorri var að koma úr siglingu fyrir jólin 1983 og Biggi leigði flugvél með flugmanni á jóladag til að leita úr lofti að góssinu sem hafði rekið út í buskann. En það voru nú bara bjór og vídeospólur sem glötuðust þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2007 | 14:35
Stóra Fáskrúðsfjarðarmálið
Fjölmiðlar eiga eftir að smjatta á þessu máli næstu vikur svipað því sem hefur gerst í stórum málum, sbr. "Líkfundarmálið í Neskaupstað" og fleiri mál sem hljóta nafngift sem tengt er við staði eða jafnvel fyrirtæki.
Þarna virðist vera um tugi kílóa að ræða af dópi og að öllum líkindum stærsta mál sem upp hefur komið á Íslandi. Leiðinlegt fyrir fólkið í gamla heimabænum mínum á Fáskrúðsfirði að nafn staðarins verði á næstunni tengt við gríðarlegt magn af eiturlyfjum þar sem langstærstur hluti bæjarbúa hefur aldrei séð slíkt og heyrir aðeins um svona lagað í fréttum.
Það kann eflaust einhverjum að finnast það auðvelt að segja það núna, en ansi mörg ár eru síðan ég hafði orð á því að það væri einungis tímaspursmál hvenær einhver myndi nota litlar hafnir á Austurlandi til að smygla dópi vegna lítils eftirlits og landfræðilegrar legu. Kannski hefur það jafnvel oft verið gert á undanförnum árum án þess að nokkur viti. Síðast í fyrra var einhver dularfull skúta fyrir austan sem enginn vissi hvaðan kom og því síður hvert hún fór.
Árið 1983 komst smyglmál á Fáskrúðsfirði í fréttirnar þegar sjómenn sem voru að koma úr siglingu í Englandi eða Þýskalandi hentu nokkrum tunnum í sjóinn við Skrúðinn, fullum af bjór og klámmyndum sem sækja átti á báti daginn eftir, en ekkert fannst en allt komst upp. Það þótti stórmál á sínum tíma en bliknar nú við hliðina á þessari sendingu sem bæjarbúar fengu í morgunsárið.
Opin leið milli Evrópu og Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2007 | 13:29
Brennd andlit á haustin
Nú er sláturtíðin hafin og Pólverjarnir eru byrjaðir að skjóta lömbin á fullu. Það er af sem áður var þegar Ásta í Hólagerði og Eiríkur í Hólmatungu sáu sjálf um að vinna í sláturhúsunum á haustin. Í þá daga borðuðu allir slátur og svið en nútímafólk lítur varla við þessum viðbjóði, enda eru svið bara sinar, skinn og augu sem búið er að kveikja í.
Þegar ég var lítill pjakkur úti á landi fyrir langa löngu var sviðalykt úr hverjum bílskúr á haustin enda nánast skylda að kaupa hausa í Kaupfélaginu og svíða sjálfur. Eitt sinn var hengd upp ansi skondin auglýsing í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga sem á stóð:
TIL SÖLU SVIÐIN SVIÐ OG ÓSVIÐIN SVIÐ.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2007 | 19:12
Uppnám í höfuðstöðvum Sky Sports
Uppi varð fótur og fit í höfuðstöðvum Sky Sports á Englandi eftir landsleik Íslendinga og Norður-Íra, þegar tökumaður RÚV birtist óvænt á skjám þeirra í beinni útsendingu með míkrófón merktan þeim. Yfirmenn Sky Sports munu hafa gengið af göflunum og hringdu fjölda símtala og vildu ólmir fá að vita hvaða glæsimenni þarna var á ferð. Sögur herma að GSM sími tökumannsins hafi ekki stoppað síðustu daga og að Sky Sports munu vera með feitt samningstilboð í huga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2007 | 21:26
Ameríka! -sem íslendingum finnst skemmtilegast að apa eftir.
Sá í sjónvarpinu auglýsingu sem lesin var á amerískri ensku (ekki með texta) þar sem auglýstar voru amerískar vörur í verslunum Hagkaupa. Einmitt það sem vantaði, meiri amerísk áhrif í íslenskt þjóðfélag. Það er bara alls ekki nóg af þessu. MEIRI AMERÍSK ÁHRIF!
Legg til að við sækjum frekar um að verða fylki í USA frekar en eitthvað Evrópudót, það er hvort eð er ekkert töff.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2007 | 17:12
Síðustu mínútur lífsins
"Straujaðu þessa og færðu mér síðan bjór".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 23:21
Allt fyrir Evruna
Stórfyrirtækin á Íslandi virðast vera farin að stjórna þróuninni í þá átt að kasta Krónunni í ruslið og taka upp Evru. Viðskiptaráðherra er með þeim í liði og mun varla líða á löngu þar til þeir koma á myntbreytingu. En Dabbi kóngur í $eðlabankanum er á móti því, þá er engin þörf lengur fyrir fína fína djobbið sem hann réð sjálfan sig í.
Páll Óskar er örugglega hlynntur þessu, hann er nú svo international. Þegar hann kynnti og söng fyrir Kápþing í Laugardalnum í sumar hikaði kappinn ekki við að breyta textanum á nýjasta hommasmellinum sínum og söng "Kaupþing er international"
Er ekki lag fyrir ríku kallana í Actavis, Straumi Burðarás eða jafnvel einhverjum bankanum að gauka nokkrum Evrum að Palla og fá hann til að breyta vinsælasta lagi ársins og gefa það bara út aftur og hafa áhrif. Þetta er alveg rakið dæmi, bara að breyta því smá:
"Allt fyrir Evruna, eina sem aldrei nóg er af, ég segi út með Krónu, inn með Evruna"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar