14.11.2007 | 23:12
Kínverska á 5 mínútum
Fyrir þá sem ekki kunna kínversku er hérna smá krass kúrs. Verður að lesast upphátt til að þetta virki og með kínverskum áherslum. Ótrúlegt hvað maður er fljótur að læra þetta sáraeinfalda tungumál.
1) That's not right ......... Sum Ting Wong
2) Are you harbouring a fugitive?..... Hu Yu Hai Ding
3) See me ASAP..........Kum Hia Nao
4) Stupid Man ..............Dum Gai
5) Small Horse ...........Tai Ni Po Ni
6) Did you go to the beach? ........Wai Yu So Tan
7) I bumped into a coffee table ........Ai Bang Mai Ni
8) I think you need a face lift .......Chin Tu Fat
9) It's very dark in here .....Wao So Dim
10) I thought you were on a diet ......Wai Yu Mun Ching?
11) This is a tow away zone .......No Pah King
12) Our meeting is scheduled for next week ........Wai Yu Kum Nao?
13) Staying out of sight .........Lei Ying Lo
14) He's cleaning his automobile ..... Wa Shing Ka
15) Your body odor is offensive .......Yu Stin Ki Pu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 17:15
Aqua meets Scooter
Hver man ekki eftir hinni ótrúlega vinsælu hljómsveit Aqua sem sló í gegn með stórkostlegum breakthrough lögum eins og Barbie girl og Lollipop. Ef maður tekur þetta silly-popp og bætir hinum afar misheppnaða Scooter við, með smá dash af laginu No Limit þá fær maður útkomuna sem Barði Jóhannsson fékk í Laugardagslögunum. Barði segist hafa samið lagið Hey hey hey, we say ho ho ho á 3 tímum, en það er nú sennilega aðeins ýkt eins og allt dæmið. Eitt af því fyndna við þetta er að Barði fær borgað frá RÚV fyrir að gera grín að RÚV og Júróvisjón.
Lagið og atriðið er þrælfyndið grín og Barði er í raun að sýna þeim keppendum sem hafa tekið sig voða alvarlega og floppað í Júróvisjón á undanförnum 20 árum fyrir Íslands hönd, að maður á að senda eitthvað sem hæfir keppninni og er á sama plani og hún er, og Austur Evrópa kýs þar að örugglega líka. Silvía Nótt var ekki að ná þeim fítus og fékk fólk bara upp á móti sér, og lagið var líka ekki nógu mikið júró-trash. Þetta tacky silly-popp hans Barða fær mann til að gaula með eftir eina hlustun er það sem virkar á þetta júró-trash lið og hana nú, út í vor í keppnina með þetta lag, við þurfum ekki að sjá meira af laugardagsleiðindalögum í vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2007 | 16:17
Lagopus Mutus veiðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007 | 09:21
Fyrir réttum 20 árum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 12:18
Klikkhausar á ferð í nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 12:38
Hugleiðing
Og meira af kirkjunni. Er ekki skrýtið að kirkjunnar menn skuli sætta sig við að fyrir framan helgustu vé íslensku þjóðkirkjunnar skuli standa vopnaður HEIÐINGI! Græn stytta af vopnbúnum vígakappa sem virðist klár í hvað sem er, höggva mann og annan. Fyrirsætan stendur eins og vörður fyrir framan kirkjuna sem kennd er við Hallgrím og þar smella útlendingarnir af myndavélum sínum í gríð og erg meðan borgarbúar keyra framhjá og taka ekki eftir neinu. Var þetta óvart eða hafa kirkjunnar menn bara tekið heiðingjana í sátt? Það tók þá ekki nema sirka 1000 ár eða svo. Vonandi verða þeir ekki önnur 1000 ár að taka hommana í sátt. Ímyndið ykkur, árið 3000 hvernig Skólavörðuholtið liti út eftir að búið væri að skipta Leifi heiðingja út fyrir glæsilega styttu af öðru goði sem var uppi árið 2000. Páll Óskar í diskógallanum, í rasslausum buxum og í fullkomnu hátalarakerfi á svæðinu heyrist rödd hans segja við túristana: "Góðir farþegar um borð í TF-Stuð, nú munu falla niður stuðefnisgrímur. Haldið ykkur fast, verið International og kúkið kleinuhringjum. Allt fyrir ástina."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2007 | 19:00
Má segja svona?
Jæja, þá er búið að gefa út enn eina útþynnta og uppvaskaða útgáfuna af Biblíunni og eru sumir kirkjunnar menn margir alveg æfir yfir því að endalaust sé verið að krukka í þessu helga riti og færa eitthvað orðalag í því til nútímans, bara svona rétt til að sýnast. Verkið tók ein 18 ár og kostuðu herlegheitin ekki nema rúmar 120 milljónir takk fyrir.
Eflaust hafa einhverjir ofsatrúarmennirnir verið ósáttir við að það er búið að taka út orðið kynvillingur og setja eitthvað orð í staðinn sem þykir aðeins skárra. Margir voru einnig reiðir yfir því að búið er að setja inn systkini í staðinn fyrir bræður á fáeinum stöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem verst láta virðast ekki átta sig á því að það er búið að vera að krukka í þessari skáldsögu um aldir af allskonar valdasjúkum köllum, í gegnum allskonar tímabil ófriðar og stríðsátaka. Víst er að kirkjan hefur ekki látið sitt eftir liggja í gegnum tíðina þegar ofbeldi er annars vegar, margir hafa verið látnir taka trú með vopnavaldi og alls kyns valdbeitingu, en það er önnur saga.
Aðal öfgamaðurinn sem risið hefur upp á afturlappirnar er Gunni í Krossinum og fer hann mikinn þessa dagana og gagnrýnir nýjustu útgáfuna harkalega. Þjóðkirkjan stjórnar því að ein útgáfa er gefin út fyrir alla trúarhópa og fær víst fullt af peningum til verksins. Ég hitti Gunna nýlega og spurði hann nokkurra spurninga, þó vitandi að engin nokkur einasta leið er að rökræða við manninn. Hann sagði að Biblían frá 1981 væri "algjör drusla", já þetta sagði hann orðrétt, en þó "rétt svo nothæf". Hann keypti einhvern tímann öll eintök af prentuninni frá 1908 til handa fylgisfólki sínu og segir þá útgáfu vera hina einu réttu og nothæfu og hún sé rituð eftir frumritunum. Ha, hvaða frumritum var þá næsta spurning mín.
Flestir rökrétt hugsandi menn eru sammála um að Biblían sé mannanna verk og kölluð sé Guðs orð. Fyrrnefndur Gunni er ekki á þeirr skoðun. Hann sagði mér nefnilega að það væri búið að sanna að það sem stendur í Biblíunni sé sko ekki skrifað af mönnum, heldur hafi Guð ritað þetta í stein, það eru víst frumritin. Þetta hafi verið sannað með alls kyns reiknikúnstum og svona snilld geti mannshugurinn alls ekki sett saman. Þabbara það já.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2007 | 19:32
Villibráð eða viðbjóður?
Fiðurfénaðurinn sem heldur til á höfuðborgarsvæðinu er fyrir löngu hættur að flokkast undir villifugla, enda eru gæsirnar og endurnar orðnar gæfir alifuglar sem halda til hér allt árið um kring. Auk þess er meirihluti þeirra vafalítið drullumengaður og vart til manneldis. Á sumum svæðum í miðborginni er fuglaskíturinn orðinn slíkur að það þarf nánast stígvél til að komast leiðar sinnar. Á undanförnum árum hefur hins vegar sést til fólks, aðallega fátæks af erlendu bergi brotið, á vappi í kringum tjörnina með undarlega poka í eftirdragi. Lögreglan hefur böstað nokkra slíka pokaþrjóta með fiðurfénað sem snúinn var úr hálsliðnum og stungið í poka jafnvel um hábjartan daginn. Ég segi nú bara verði þeim að góðu, veisla í Brekku. Á borðum hjá þessum þrjótum eru sem sagt gæsir með PCB brauðfyllingu og salmonellumarineraðar endur, beint af gnægtaborði tjarnar og niðurfallskerfa borgarinnar. En þetta fólk er víst bara að bjarga sér þegar lítið er af flöskum til að tína á götunum. Þegar ég sæki mína eigin fiðraða villibráð af þessu tæi þá kýs ég heldur að fara þá leiðina að hafa veiðikort og byssuleyfi og annan viðurkenndan útbúnað. Þær gásir og andir eru "sóttar" langt út í sveitir landsins og renna ljúft niður á tyllidögum með eðal rauðvíni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 19:49
Íslendingum að kenna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 16:55
Huntsmen close the gate!
Fór í laxveiði norður í land snemma í haust og oft þegar maður er í veiði þarf að fara í gegnum hlið og girðingar á ferð um svæðin. Skilti og leiðbeiningar á veiðisvæðum eru á mörgum stöðum hafðar nú til dags bæði á ensku og íslensku. Sá sem setti þetta skrautlega skilti upp hefur nú sennilega verið sofandi í enskutímum á námsárum sínum eða jafnvel bara sleppt öllum pakkanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 21:29
Palli náði RÚV
Þessi frétt birtist í DV í júlí árið 1987. Þar lýsir Páll Magnússon því yfir að Stöð 2 (sem var rétt um hálfs árs gömul) muni ná RÚV "innan tíðar". Réttum 18 árum síðar náði Palli Magg RÚV á sitt vald og nú rúmum 2 árum eftir valdatökuna sýnist sumum svo að hann sé á góðri leið með að breyta þeim bænum í nokkurs konar Stöð 2.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 21:39
Laugardagsleiðindalögin
Sá þennan blessaða þátt áðan, ágætis magasínþáttur fyrir utan einstaklega misheppnuð lög. Besti spretturinn í þættinum var litli strákurinn með DV kameruna sem tók viðtal við hinn fjögurra metra háa Geir Jón. Sá stutti var snöggur að afgreiða kappann með hnitmiðuðum og öðruvísi spurningum.
En annars dásamleg hugmynd að vera endalaust með sama fólkið að stýra þáttum á RÚV, það er svo mikill sparnaður í þessu, enda skítakaup sem sumir þarna eru á, milljón kall sumir skilst manni. Skömm að þessu. Svo verður maður heldur ekkert leiður á sama fólkinu dag eftir dag á skjánum, þó ég hafi heyrt af einhverjum ellismellum vera að kvarta yfir því.
Fyrsta lagið í kvöld var eftir Dr. Gunna og að sjálfsögðu söng Heiða þetta lag, enda í áskrift hjá doktornum. Drepleiðinleg skita. Svo bauð óskabarnið hún Svala Björgvins okkur upp á yfirgengilega leiðinlega vellu sem ballöðusöngvari gaulaði nánast út um afturendann á sér og svo endaði þetta á Magga Eiríks sem tefldi fram, öllum að óvörum, Pálma Gunnars sem er líka í áskrift hjá höfundi. Hann var nýkominn úr 20 ljósatímum í röð en klæddi sig óvart í náttfötin áður en hann fór á sviðið. Kallgreyið.
Furðulegt að sjá svo álitsgjafana ljúga upp í opið geðið á þjóðinni, í staðinn fyrir að segja okkur bara eins og var, þá voru þau látin standa við borðið en ekki sitja svo að þau myndu ekki sofna úr leiðindum. Síamstvíburarnir Þorvaldur og Selma voru rosalega jákvæð og fannst þetta allt saman æði og meira að segja strigakjafturinn og rapparinn hann Erpur lét mann halda í nokkrar sekúndur að þetta væri bara ágætis músík.
Bloggar | Breytt 16.10.2007 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2007 | 00:48
Japanskur hippi fremur gjörning
Til landsins er kominn gamall japanskur hippi. Hún er búin að koma áður hingað til að reisa einhverja frygðarsúlu í Viðey við Reykjavík. Hippinn heitir Jókó og var ásamt manni sínum mjög upptekin á árum áður við að syngja um frið og reykja hass en síðan vildi svo illa til að einhver klikkhaus var þeim alveg ósammála og skaut manninn hennar hann Djonn. Jókó taldi víst borgarstjóranum í Reykjavík trú um að þessi frygðarsúla myndi tryggja að allir í heiminum yrðu vinir og enginn myndi skjóta neinn framar. "Þessi borgarstjóri ykkar er frábær, mjög auðvelt að sannfæra hann" sagði Jókó í gær.
En samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun súlugræjan í eynni vera í raun nokkurs konar sími eða kalltæki sem lítur út eins ljósgeisli sem lýsir upp í himininn, ekki ósvipaður þeim sem lögreglustjórinn í Gotham borg notaði til að kalla á leðurblökumanninn. Jókó mun núna vera komin hingað til að kveikja á geislanum og reyna þannig að ná sambandi við hann Djonn heitinn á himnum, því nú er farið að styttast í það að hún fari þangað upp sjálf. Djonn er nú sennilega bara uppi að bíða í góðum fílíng að reykja friðarpípu með Djanis Djopplin og Djimmí Hendrix.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2007 | 17:09
Sönn íslensk sakamál
Það fer nú að verða kominn tími til að gera nýja seríu af Sönn íslensk sakamál. Krimmarnir eru búnir að vera í stuði undanfarin ár og sum sakamálin sem komið hafa upp eru eins og vel skrifuð handrit. Til dæmis líkfundarmálið, en það er hreinlega efni í heila kvikmynd. Svo var lögfræðingurinn Atli sem var á kafi í kókinu og drap vin sinn alveg svaðalegt mál, skemmtibáturinn með sjómannafélagsformanninum var skrýtið dæmi og auðvitað Skútumálið sem var magnað stöff, og svona mætti telja áfram. Þetta yrðu magnaðir þættir.
En auðvitað eru sum mál viðkvæmari en önnur, sérstaklega þegar stutt er liðið frá atburðum. Það þarf víst að leyfa þessu að kólna aðeins áður en það má snerta á því á þennan hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 08:28
Skríllinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar