Leita í fréttum mbl.is

Kæra dagbók

Það er búið að vera undarlegt að vera til síðustu daga. Það eru niðurskurðar-hnífasett á ferðinni út um allar trissur og verið að reka fólk í stórum stíl úr vinnu. Líka á mínum vinnustað og maður er hálf dofinn. Það er eitthvað bogið við það að lesa að morgni dags hvað stendur til, á forsíðu Fréttablaðsins, sem er allt annar fjölmiðill en sá sem ég vinn hjá. Nánast engin af persónum forsíðugreinarinnar hafði heyrt neitt um innihald hennar þegar fríblaði Baugsmanna var stungið inn um lúguna eldsnemma þann morguninn.

Fór niður í bæ í dag að taka myndir af mótmælafundi. Þrír pistlahöfundar helltu úr skálum reiði sinnar í míkrófón, standandi inni í stórum sendibíl framan við skemmtistaðinn Nasa á Austurvelli. Svo ætlaði ég að taka myndir af liðinu sem skeytir skapi sínu á Alþingishúsinu. Þetta er orðið fastur liður í þjóðlífinu á laugardögum. Einungis rúlluðu kartöflur um gangstéttir og einhver gutti mætti með eggjabakka sem hann hafði keypt í 10/11 í Austurstræti og smurði eggjunum samviskusamlega á hvern glugga Alþingishússins. Það var allt og sumt af ólátum, sem betur fer. Kannski var árshátíð hjá Anarkistum í gærkvöldi og þeir allir voða þunnir og komust ekki niður á Austurvöll. Þeir láta þá kannski ennþá meira til sín taka á Arnarhóli á mánudaginn, verða þá líka búnir að fá atvinnuleysisbæturnar greiddar og geta keypt egg og tómata og fleiri vopn.

Kom heim úr vinnunni í kvöld og kveikti á imbakassanum. Á skjánum var skjallþátturinn "Gott klapp" á RÚV-inu. Ofmetnasti sjónvarpsmaður landsins með allt of skræka rödd hélt mér engan veginn við efnið svo að ég setti bara niðurhalaða kvikmynd með George Clooney í kassann í staðinn. Það er jú kreppa, eigum við ekki að klappa fyrir því! Já gefum þeim gott klapp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er náttúrlega fyrir neðan allar hellur. Gátu þeir ekki beðið með þennan fund þar til eftir að liðið fékk atvinnuleysisbæturnar? Fyrir mitt leyti mótmæli ég á blogginu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.11.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 51371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband