Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Íslensk bjórframleiðsla í Danaveldi

Ég hef hér á síðunni sagt áður frá honum Freysa. Hann er læknanemi og mikill bjóráhugamaður sem býr í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni. Freysi heldur úti skemmtilegri síðu sem kallast bjórbók þar sem gefur að líta ansi skemmtilegan fróðleik um bjór. Hann hefur einnig verið að experimenta með að búa til eigin bjór, og heldur úti sér síðu fyrir þá framleiðslu. Hann hefur meira að segja fengið danskan vin sinn sem er snilldar teiknari til að hanna miða á bjórinn. Miklar pælingar eru á bak við bruggun og innihald og segir m.a. í umfjöllun um eina tegundina: "Bjórinn er ætlaður sem fyrr að þjóna þeim tilgangi að vera mönnum huggun á erfiðum tímun en einnig veita þjóðinni innblástur, andlegan stuðning og nýjar hugmyndir um hvernig leysa má sum vandamál sem hvílt hafa á þjóðinni lengi."  Nöfnin á bjórunum eru með skemmtilegum tilvísunum í kreppuna og önnur íslensk samtímamál. Hérna eru sýnishorn af bjórflöskumiðum Freysa í nanobrugghúsinu nIcebrew sem Freysi segir enn aðeins vera staðsett í eldhúsinu hjá honum.nicebrBjor1 nicebrBjor2

Bjórbókin

Hann Freysi er mikill snillingur, en hann heldur úti ansi hreint skemmtilegri og fræðandi vefsíðu sem kallast bjórbók.net. Nýlega var hún valin vefsíða vikunnar í sunnudagsblaði Moggans. index.28 Á síðunni má finna ýmsan fróðleik um drykkinn góða, bjórrýni er þar að finna á allar þær tegundir sem Freysi hefur smakkað á undaförnum árum, og skipta bjórtegundirnar líklega hundruðum. Þarna er einnig að finna ýmis skemmtileg ráð og tips varðandi neyslu þessa undursamlega drykkjar. Bjórsmekkur minn hefur á undanförnum árum tekið stakkaskiptum og er það að mörgu leyti Freysa að þakka, enda er eitt af markmiðum hans með síðunni og Bjórmenningarfélagsins Kidda að vekja athygli Íslendinga á vönduðum bjór. Gaman að segja frá því að myndin í Moggagreininni (sem er tekin af síðunni) er af sambýliskonu minni við bjórsmökkun með Freysa...

Ég kemst í hátíðaskvap

Nú verður étið og étið og étið og étið alveg eins manni sé borgað fyrir það og nokkur kíló af hátíðaskvapi verða búin að raða sér hér og þar á nýju ári, þá strengir maður bara áramótaheit og verður rosalega duglegur í gymminu, virkar alltaf. Andartak í munninum, ævilangt á mjöðmunum sagði skáldið um það að borða fitandi mat. En hangikjötið er kannski ekki fitandi, samt lenda margir eldri borgarar á bráðamóttökuna yfir hátíðirnar ef þeir fara of geyst í þann pakka. Það er kannski ekki svo vitlaust að starta átveislunni á Þorlák í skötunni því þá borðar maður eitraðan mat með ammoníaki sem er svoooo vondur að allt sem maður borðar yfir jólin verður þá alveg extra gott.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband