27.2.2009 | 22:30
Tonn á móti tonni
Nú eru bara 2 eftir í þingflokki Frjálslyndra, spurning hvort þeir séu orðnir þátttakendur í Survivor - Last man standing. Þrátt fyrir að flokkurinn virðist þjást af sjálfseyðingarhvöt þessa dagana hefur meðalþyngdin í flokknum hækkað til muna eftir að Sleggjan yfirgaf þá nú síðast. Enn eitt partíið að baki hjá þeirri flokkamellu og Jón er kominn heim! Eftir eru
aðal þungavigtarmennirnir í flokknum, fyrrverandi skipstjórar sem eru það miklir áhugamenn um kvótakerfið að þeir virðast ekki hafa áhuga á neinu öðru í störfum þingsins. Þeir ku sérstaklega vera hrifnir af hugtakinu tonn á móti tonni. Hrútafýlan hefur lengi loðað við flokkinn og konur ekki verið hátt skrifaðar hjá þessum köppum, en þær hafa samt þótt vera ansi góðar í að bera fram kaffi og kökur á fundum flokksins.

Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51605
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
”Nú er svo komið að skattayfirvöldin krefja okkur skýringa á því hvernig við höfum efni á því að greiða þá skatta sem þau leggja á okkur”
–Óþekktur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.