10.2.2009 | 12:59
Íslensk bjórframleiðsla í Danaveldi
Ég hef hér á síðunni sagt áður frá honum Freysa. Hann er læknanemi og mikill bjóráhugamaður sem býr í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni. Freysi heldur úti skemmtilegri síðu sem kallast bjórbók þar sem gefur að líta ansi skemmtilegan fróðleik um bjór. Hann hefur einnig verið að experimenta með að búa til eigin bjór, og heldur úti sér síðu fyrir þá framleiðslu. Hann hefur meira að segja fengið danskan vin sinn sem er snilldar teiknari til að hanna miða á bjórinn. Miklar pælingar eru á bak við bruggun og innihald og segir m.a. í umfjöllun um eina tegundina: "Bjórinn er ætlaður sem fyrr að þjóna þeim tilgangi að vera mönnum huggun á erfiðum tímun en einnig veita þjóðinni innblástur, andlegan stuðning og nýjar hugmyndir um hvernig leysa má sum vandamál sem hvílt hafa á þjóðinni lengi." Nöfnin á bjórunum eru með skemmtilegum tilvísunum í kreppuna og önnur íslensk samtímamál. Hérna eru sýnishorn af bjórflöskumiðum Freysa í nanobrugghúsinu nIcebrew sem Freysi segir enn aðeins vera staðsett í eldhúsinu hjá honum.


Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur miði á bjór ....... mæli með að þetta verði sett í framleiðslu.
Þórhildur Ingimars frænda (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.