24.12.2008 | 11:15
Heitt súkkulaði á Bessastöðum
Það er ekki í kot vísað hjá frú Dórríði á Bessastöðum. Þegar ég kom í konungshöllina, nei ég meina forsetabústaðinn í sveitinni fyrir stuttu þá bauð fyrsta frúin upp á dýrindis heitt súkkulaði, borið fram í ríkisstjórabollum Sveins Björnssonar frá árinu 1941. Aldrei hef ég fengið veitingar áður á Bessastöðum þrátt fyrir að hafa oft komið þar heim á bæ en súkkulaðið var alveg fyrsta flokks. Það var ekki stressinu fyrir að fara á heimilisfólkinu en þau buðu líka nokkrum reiðum grímuklæddum krökkum alla leið inn í stofu á fund þar sem einnig var boðið upp á ríkisstjóraheitt súkkulaði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.